This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldur Gíslason 21 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Hér er til gamans smá pæling eða ráðgáta sem stundum hefur komið upp í spjalli á milli manna.
Allir vita að ummál hjóls er 2 x radíus x pí. Pí er ca 3,14
Hugsum okkur fullvaxið jeppadekk, fullpumpað. Mælum radíusinn og reiknum hvað bíllinn fer langa vegalengd á einum hring á hjóli. Það ætti að vera ca 2 x radíus x pí.
Hleypum nú vel út. Radíusinn minnkar trúlega um ca 30 – 40 %. Hvað fer bíllinn nú langt á einum hring á hjóli?
Er það nýji radísuinnsem ræður, hvað verður þá um sólann sem mynda stærra ummálið, ekki krumpast hann saman þannig að hann styttist um 30-40%?
Verður þetta eins og belti eða hvað? Er einhver með skýringar eða tilgátur?
Nú væri einfalt að mæla þetta, hef ekki prófað það sjálfur. Kannski einhver vilji mæla þetta og upplýsa okkur.
Pælingakveðjur
Snorri Ingimarsson
You must be logged in to reply to this topic.