Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ráðgáta
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldur Gíslason 21 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.03.2003 at 22:36 #192378
Hér er til gamans smá pæling eða ráðgáta sem stundum hefur komið upp í spjalli á milli manna.
Allir vita að ummál hjóls er 2 x radíus x pí. Pí er ca 3,14
Hugsum okkur fullvaxið jeppadekk, fullpumpað. Mælum radíusinn og reiknum hvað bíllinn fer langa vegalengd á einum hring á hjóli. Það ætti að vera ca 2 x radíus x pí.
Hleypum nú vel út. Radíusinn minnkar trúlega um ca 30 – 40 %. Hvað fer bíllinn nú langt á einum hring á hjóli?
Er það nýji radísuinnsem ræður, hvað verður þá um sólann sem mynda stærra ummálið, ekki krumpast hann saman þannig að hann styttist um 30-40%?
Verður þetta eins og belti eða hvað? Er einhver með skýringar eða tilgátur?
Nú væri einfalt að mæla þetta, hef ekki prófað það sjálfur. Kannski einhver vilji mæla þetta og upplýsa okkur.
Pælingakveðjur
Snorri Ingimarsson -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.03.2003 at 23:06 #471150
Sæll
Ummálið á dekkinu hefur ekki breyst og ætti því bíllinn að fara jafnlangt.
Þetta er svipað og ef dekkið er egglaga þá er enþá sama ummál og því vegalengd sem einnpunktur á dekkinu fer á einum hring. Því eins og þú sagðir þá er utanmál dekksins(ferilsins) 2 x radíus x pi fasti og því ferðastu jafnlangt hvort sem lítið eða mikið er í dekkinu.
Það sem þú ert að spá í er að meiri hluti af bananum snertir jörðina á tíma og því stærri flötur og því minni þrýstingur á hvern punkt í fletinum sem þýðir meira flot. En bíllinn fer ekki hægar því baninn sem er með fastann radíus (skv fyrri formúlu) snýst jafnmarga snúninga og áður.
Ferla kveðja Fastur
19.03.2003 at 23:21 #471152
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir pælingabræður,
Ég skil hvað Snorri er að fara og hef oft velt þessu fyrir mér hvort bílinn er ekki lægra gíraður þegar er búið að minnka þrýstinginn í dekkjunum.
Hugsum okkur blöðru með mismiklu lofti…hún hefur mismunandi ummál eftir loftþrýsting. Dekk gefa líka eftir undan loftþrýsting…t.d. eru margir sem harðpumpa 44" Cepek til að fá miðjuna meira út svo þau séu léttari í keyrslu.
Það væri gaman að heyra álit annara á þessu.mbk
Halldór
19.03.2003 at 23:23 #471154
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ummál hrings er jú reiknað með formúlunni þvermál sinnum pí.
Núna getum við sannreynt þetta:
leggjum prjónamálband eiginkonunnar í hring á gólfið. Málbandið er akkúrat 150 cm að lengd og þá verður ummál hringsins það sama. Síðan skulum við taka málbandið og mynda hlið sem gæti táknað snertiflötinn til jarðar. Málbandið er enn nákvæmlega jafnlangt þó að það liggi ekki í nákvæmann hring.Ef þetta væri eins gott og sá fyrsti minntist á þá væru hlutföll algert bruðl í mínum augum. Maður hleypir úr dekkjunum það mikið að hæðin frá felgubrún og niður á jörð er sú sama eða minni en á orginal 235/80 dekkjunum. Ef notað ummál dekkjanna væri það sama og radius frá hjólmiðju og niður á hámarksbælingu á dekkinu þar sem það kemur til jarðar þá væru drifin að vinna eins og upphaflega.
Kv Isan
20.03.2003 at 00:00 #471156Veit um tilraun sem var gerð á þessu, reyndar á tiltölulega litlu dekki (285/75R16). Vegalengin sem dekkið fór á einum hring minnkaði aðeins við fyrstu pundin sem úr var hleypt, en var svo stöðug við frekari úrhleypingu.
Kveðja
Runar.
20.03.2003 at 00:02 #471158Það er nú nokkuð oft sem maður hefur tekið þátt í umræðu um þetta mál.
Ummmálið á dekkinu breytist ekki við mismunandi loftþrísting nema við séum að tala um að pumpa það mikið í dekkin að við séum farnir að teygja þau og aflaga og það gerist sennilega ekki á radial dekkjum.
Það er spurning með diogonal dekkin og þá sérstaklega 44 tommuna, maður hefur heyrt menn halda því fram að þau togni við mjög mikinn þrísting.
Ég er búinn að aka á 38 tommu dekkjum í nokkuð mörg ár og stundum borið saman GPS og kílómetrateljarann hjá mér og ég hef ekki orðið var við neinn mun á því hvort ég er með 15 psi. eða 4 psi. í dekkjunum.Kveðja Gísli
20.03.2003 at 08:08 #471160Sælir
Ég tel að dekkið fari styttri vegalengd þegar mikið er hleypt úr heldur en þegar dekkið er harðpumpað.
Jú, dekkið fer að virka eins og belti, virkur radíus minnkar við úrhleypingu, þ.e.a.s. töluverður hlutur af bana dekksins er samtímis á jörðu.
Ef menn skoða virkni beltafarartækja þá er það ummál drifhjólsins sem sem ræður færslu beltanna, ekki ummál beltanna.
Þetta er mín skoðun (ekki vísindalega prófað)
Kveðja O.Ö.
20.03.2003 at 09:40 #471162
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er nú ekkert álitamál, hvort ummálið minnki eða stækki. Þetta er einfaldlega mjög einföld fræðileg pæling og skýrist best á málbanddatilrauninni sem var sett fram hér framar.
Andri
20.03.2003 at 12:26 #471164
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ójá, vitringarnir þrír báru með sér bull, ergelsi og pirru!
Samkvæmt þessu ætti jeppi sem settur væri á belti að verða hrikalega hágíraður. Þetta virkar bara ekki svona félagar. Í Færeyjum er þetta spurning um hæð frá miðju hjóls niður í jörð. EKKERT ANNAÐ!!!
20.03.2003 at 12:44 #471166Hablabaraha.
Minnti nú reyndar að fyrsti vitringurinn hefði heitið einhverju svona "meira kúl" nafni en Penis.
Rúnar.
20.03.2003 at 12:52 #471168Ég skora á menn að mæla þetta áður en þeir láta stór orð fjúka um málið
Ég hef mælt þetta, og tilfellið er að hæðin frá miðju hjólnafi og niður í götu (virkur radíus?) ræður þessu ekki. Sú tútta sem ég mældi fór nefnilega heldur lengra á einum hring (steingólf) kasúrhleypt en undir fullum þrýstingi. Þetta er langt síðan, og ég man þetta ekki greinilega lengur. Endilega takið upp tommustokkinn og skoðið þetta.
Hvað varðar samanburð á beltabúnaði og þessu vil ég benda á þann augljósa mun að ysta brún hjólsins er vitaskuld ávallt á sama stað miðað við felgu. Slíkt er jú ekki tilfellið milli sprokethjóls og beltis. Samt eru einhver beltaáhrif hér á ferðinni
Allavega þá sýndist okkur að úrhleyping hefði bara engin áhrif á þá vegalend sem hjólið fer á einum hring.
Vindlausar hjólakveðjur
Óli
20.03.2003 at 13:17 #471170Þar sem lengd munstraða flatarins breytist ekki eftir því hvort lítið eða mikið loft er í dekkinu hlýtur bíllinn að fara nánast nákvæmlega jafn langt á linu og hörðu dekki (nema þið keyrið á dekkjum sem krumpast undir bílnum eða spólið eins og óðir). Bæði málbands-tilraunin og skriðbelta-samlíkingin styðja þetta.
Þó hæðin frá felgu og niður í jörð breytist þá þýðir það bara að stærri hluti af munstraða fletinum er á jörðinni í hvert sinn (en þetta vita nú allir jeppamenn og -konur). Það þýðir ekki að hjólið snúist fleiri hringi til að komast hverja 10 metra t.d.
Ímyndið ykkur tvo skriðdreka af sömu gerð og stærð. Annar keyrir láréttur, eins og skriðdreka er von og vísa, en hinn er búið að reisa upp á afturendan með einhverjum tilfæringum og hann keyrir bara á aftasta hluta belta-búnaðarins. Haldið þið að hann fari hraðar yfir á sama snúningi bara vegna þess að fjarlægðin frá miðpunkti beltabúnaðarins er meiri en í hinum? Niii… ætli þeir fari ekki bara jafnhratt?… hinn er bara betri í torfærum.
Skemmtileg pæling samt – hafði aldrei velt þessu fyrir mér.
Kv.
Gráni gamli
20.03.2003 at 13:55 #471172
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nú hafa verið settar fram nokkrar staðreyndir í þessum textum
Staðreynd. Radial dekk tegjast ekki við aukinn loftþristing og dragast þá væntanlega ekki saman við lækkaðann loftþrísting
Það segir mér að fjarlægð banans frá felgu getur ekki orðið meiri en að hámarki 12.5 tommur ( 38" dekk á 15 tommu felgu)
og þess vegna krumpast dekkið eitthvað við að hleypt er mikið úr.Málband er hinsvegar ekki með neina fasta miðju.
En sennilega minkar ummál hringsins ekki í hlutfalli við radíus snertiflatar
Ég tek það fram að ég hef ekki mælt þetta sjálfur en þetta gefur augaleið ef það er rét að dekkið geti ekki teigst eða skroppið saman
kveðja
Hjalti
20.03.2003 at 18:20 #471174Af því að munsturhluti dekksins er alltaf jafnlangur (þó svo að barðinn krumpist) og dekki snýst ekki um felguna, þá virkar þetta eins og skriðdrekabelti. Ef við teiknum t.d. 12 punkta á munsturhlutann, mælum á milli þeirra og merkjum við á felgunni þar sem radíus frá miðju hjóls og út í hvern punkt sker felgubrúnina – þá getum við reynt eftirfarandi ef við hleypum úr dekkjunum:
1) Fjarlægðin milli punktanna ætti að vera sú sama – enda hvorki lengist né styttist lína við það að bogna eða réttast.
2) Þegar punktarnir eru beint fyrir neðan miðju hjólsins ætti radíusinn þar á milli ennþá að skera punktana á felgunni.
Ekki satt? Þessvegna ætti bíllinn að ferðast jafnlangt á linum eða hörðum dekkjum miðað við snúning öxla NEMA munsturflöturinn krumpist í fellingar undir bílnum… og ég mundi nú ekki vilja keyra lengi á þannig dekkjum.
kv.
GG
20.03.2003 at 19:21 #471176
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það er nokkuð pottþétt að bíllin fer jafn langt vegna þess að dekkið krumpast ekki. Ef kassi með sama ummmál og hringur er velt eftir láréttu fleti ferðast hann jafn langt og hringurinn miðað við að þessu tvennu sé velt um 360°:::Speki.
20.03.2003 at 21:23 #471178Sælir!
Í þessum pælingum eru lykilorðin radíus og hringur. Ferill dekks er alltaf hringur og ummál hrings er, eins og hér hefur komið fram, 2x radíus x pí (3,14) Það skiptir engu máli þótt dekkið bögglist og bælist, beyglurnar koma utan við hringferilinn. Nú er það augljóst að ef hleypt er úr þá styttist radíus dekksins. Það þarf þá ekki verulega stærðfræðihausa til að sjá að við þetta styttist líka ummál hringferilsins. Amk. eru það viðtekin sannindi að ef menn stækka hjá sér dekkin, setja td. 38" í stað 31" og hafa þar með auðvitað aukið radíusinn, þá verður hraðamælir vitlaus og sýnir alltof lítið, semsé bíllinn fer lengra á einum hring. Og minn bíll sígur þegar hleypt er úr og þar með styttist radíusinn. Ef menn vilja halda sig við að dekkið verði egglaga við úrhleypingu, og þess vegna styttist ummálið ekki, verða þá að keyra upp á egglögunina og þá er ég hræddur um að sumir bílar færu að hoppa og myndu ökuþórarnir jafnvel verða veikir.
Með hlákukveðjum
Þorvaldur
20.03.2003 at 23:21 #471180
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það eina sem getur valdið því að dekk fer mislangt er hvort það gefur eftir eða er teygjanlegt.
Sum dekk breyta örlítið um lögun eftir loftmagni. Margir dæla miklu loft í dekkinn til að fá miðjuna meira út og þannig verður minni mótstaða í venjulegum akstri.
Þetta er eini möguleikinn til að fá mismunandi vegalengd sem dekkið fer á hverjum hring þ.e.a.s. þessi litli mismunur þegar miðjan fer lengra út en endarnir á dekkinu.
Það er auðséð á 44" cepek með litlu lofti þá er munstrið nánast flatt en með miklu lofti þá kemur kúla á miðjuna og hliðarnar eru á lofti frá götunni.
Þeir sem aka á 44" ættu að vita eitthvað um þetta.
En þetta er kannski varla mælanlegt nema með mikilli nákvæmni.mbk
Halldór
21.03.2003 at 00:01 #471182
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þorvaldur!
Það sem þú skrifaðir finnst mér stangast á við þær stærðfræðilegar spegúleringar sem hafa verið lagðar fram hér.
Sko!!! eða þannig.
Núna skulum við gefa okkur 38" mud terrain dekk. Við mælum að hver "kubbur" í mynstri hjólanna sé 3 cm að "lengd".
Þá hugsum við lengdina sem lengd á ummáli dekksins. bilið á milli mynsturskubbana er 2cm að lengd og kubbarnir eru 50 talsins umhverfis dekksins. Þá er ég að meina á "augnabliks" breidd eða svoleiðis.Reiknum fyrst ummál 38" dekks:
38" * 2,54 = 96,52 cm sem er þvermálið.
Ummál = þvermál * pi =
96,52 * 3,141592654 = 303,23 cm.Núna hleypum við úr niður í 1 pund og þá er jörðin jafnlangt frá hjólmiðju og á 33" dekki
33" * 2,54 = 83,82 cm
83,82 * 3,141592654 = 263,33 cm303,23 – 263,33 =39,9 cm sem ummál dekksins styttist um, Varla.
bilið er 2 cm og bilin eru 50 talsins = 100 cm sem fer í bilin mínus 39,9 cm við úrhleypingu = 60.1 cm. Deilt með bilfjöldanum = 1.2 cm sem bilin eru komin niður í.
það þýðir 40% stytting á bilunum á billi mynstursins og það getur ekki gerst. Þá myndu dekkin ekki hreinsa sig og það væru allir pikkfastir í skafli.
Kv Isan
21.03.2003 at 01:02 #471184þetta fer að minna mig á grikkina, ef þeir vildu vita hvað hestur væri gamall þá spurðu þeir Aristoteles, eða einhvern gáfumanninn í stað þess að kíkja upp í truntuna og sjá á tönnunum með ágætri nákvæmni hvað hún væri gömul..
Dragið upp málbandið strákar, þau fara álíka langt, pumpuð sem úrhleypt.
21.03.2003 at 08:54 #471186"Valdur" hitti naglan á höfuðið.
Auðvitað fer bíllin styttri vegalengd á úrhleyptu á einum hring/snúnig öxuls, s.b. 31" dekk á móti 38". En það er deginum ljósara að ummál deksinns breytist ekki þó hleypt sé út, aðeins lengist sá hluti hringsins sem er flatur, (flest út.)
En það er gaman að sjá hvað svona spurning fær marga að "pæla" í hlutunum, gott mál.
Gott innlegg þetta með tennurnar, nú fær maður sér bara nyjar og verður "töffari aftur"
mbk. mundi
21.03.2003 at 09:39 #471188Ég spyr nú bara eins og fávís álka. Hvenær varð úrhleypt dekk hringlaga?
Öll slík sem ég hef séð hafa verið langt frá því að geta talist hringur.
Þar fyrir utan. Hringur hefur bara einn radius. Dekk eru oft gefin upp með þrjá slíka.
Kveðja
Rúnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.