This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 15 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir.
Núna er farið að sjá í endan á endurgerðinni á hiluxinum okkar og hann rúllar í sprautun í næstu viku. Einn hausverkur sem er eftir er að hann pústið.
Þetta er ’96 hilux og í honum var 2,4 bensín, settum í hann 3.0 v6 4runner vél með flækjum. Þannig að núna eru tveir 3″ stútar hvoru megin. Við höfum allan tíman ætlað að sameina rörin í hvarfakút fyrir aftan millikassan og taka rör upp fyrir grind þar sem drifskaftstupphengjan er, skjóta því á milli bensíntankana en þar er 15cm breitt pláss og síðan hljóðkút aftast. Gallin við þessa leið er helst að þurfa klæða tankana af með hitaeinangrun.
Síðan er spurning hvort við þurfum að hafa hvarfakút á vél sem er 1991 árgerð, það er miðað við 1994 og yngri bíla.
Önnur hugmynd er að hafa tvö sílsapúst með túpum undir stigbrettum en þá er vandamál með pústskynjaran, hefur einhver farið í svoleiðis framkvæmd?
Þriðja leið er að sameina pústið fyrir aftan millikassa og hafa eitt sílsapúst undir stigbrettinu bílstjóramegin. Það er hásing að framan þess vegna er ekki hægt að sameina pústið fyrr en aftan millikassa.
Núna þekki ég þessar túpur ekki nógu vel, hvað þyrfti t.d. svera og langa túpu fyrir alla 6cyl þannig að það væri ekki leiðindahávaði í þessu?
Nú væri gaman að fá ykkar álit á hvaða leið við ættum að fara í þessu. Eins líka hvaða sverleika mynduð þið hafa á kerfinu.
You must be logged in to reply to this topic.