Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Pústgrein
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafsteinn Þór Hafsteinsson 19 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
15.12.2005 at 15:38 #196868
Er í smá æfingum og er að fara að setja pústið aftur á. Málið er að helmingur (8mm?) boltanna fyrir pústgreinina eru „pin“ boltar, s.s. gengur á báðum endum og ró. Mér var sagt að ég ætti að endurnýja þessa en hinn helminginn sem eru venjulegir boltar með haus þyrfti ég ekki að endurnýja. Hvað er satt og rétt í þessu?
og hvar fæ ég þetta annarsstaðar en hjá IH?
-haffi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.12.2005 at 15:57 #536076
Ég er vanur að kaupa bolta og þess háttar í Húsasmiðjunni, ef þeir fást ekki þar, þá fer ég í Fossberg. Það er hægt að græja svona pinna polta fyrir næstum því ekkert, með því að kaupa snittteina og saga þá í hæfilega langa búta. Það er líka mjög gott að vera með snittteina, rær og járnsög í verkfærakassanum, á fjöllum.
-Einar
15.12.2005 at 21:06 #536078Venjulega eru boltar í pústgreinum betri í gæðum heldur en 8.8 boltar. Algengt er að vélarframleiðendur noti 10.9 bolta í pústgreinar. Ef þetta er patrol hjá þér myndi ég endurnýja alla boltana. Þeir sem ég þekki og hafa notað snitteina hafa af einhverjum orsökum oft verið að herða á þessu og tala um að boltarnir hjá þeim séu að losna. Ég hef ekki lent í því með orginal bolta. Pinnbolta ættir þú að geta fengið í Fossberg, Sindra(þeir keyptu Ísbolta minnir mig) Ísól og einnig í umboðinu. Þá gæti vel verið að svona boltar séu seldir í Vélalandi eða Kistufelli. Pinnboltar eru betri en snittteinn að því leiti að þá er brjóst á boltanum sem gengur ekki inn í heddið og ef boltinn brotnar þá er möguleiki á að brjóstið standi út úr heddinu og því auðveldara að losa brotin bolta. Gangi þér vel.
15.12.2005 at 21:56 #536080Takk fyrir þetta.
Púst- og soggreinar á 2.8 vélinni eru sömu megin á heddinu og það nálægt hvor annari að þær nota suma bolta sameiginlega. Efri boltarnir eru sverari, trúlega 10.9mm. Neðri eru grennri og því sennilega 8.8. Helmingurinn af þeim grennri eru pinnboltar (allavega hjá mér).En auðvitað á maður bara að endurnýja þetta.
En þá yfir í annað. Blikkrörið sem festist á inntakið á túrbínunni fannst mér frekar laust á og erfitt að komast að því til að herða. Svolítil hætta að taka inn á sig vatn þarna niðri. Get ég ekki notað bara svera gúmmíhosu eins og á þessari mynd? Hvar fæ ég svona?
[img:31bo6y5c]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/2995/19766.jpg[/img:31bo6y5c]
-haffi
15.12.2005 at 22:08 #536082
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þegar talað er um að boltar séu 8.8 og eða 10.9 ofl. þá er ekki verið að tala um stærðir heldur styrkleika þó ég þekki nú ekki fræðilegu hliðna á því máli:-)
kv Stefán.
15.12.2005 at 22:09 #536084Gott að vita 😉
-haffi
15.12.2005 at 22:22 #536086Ef þú ert að meina sogrörið fyrir túrbínuna sem liggur upp í loftsíuhúsið, þá á ég svona rör. Þetta rör er með gúmmífóðringu að innanverðu á þeim stað sem að kemur upp á flansinn á túrbínuna. Ég mæli með að rörið sé notað þar sem það liggur ekki svo langt frá pústgreininni og svona barki eins og þú ert að spá í gæti þolað hitann illa. Þetta rör sem ég á er í góðu lagi og þegar ég setti Snorkel á bílinn þá kom annað kit þarna á milli. En þú getur athugað í Barka eða Landvélum hvort þeir eigi heppilegan barka í þetta. En það gæti verið gott að barkinn væri með járngormi í svo að hann sogist ekki saman þegar hiti verður undir húddinu, ef þú villt setja barka í þetta. Hitaþolin barki er kanski til sem passar í þetta hjá þér. Gangi þér vel með þetta.
15.12.2005 at 23:24 #536088Als ekki setja barka með vír inni hef séð vírinn brotna
og bútar fóru inn í túrbínuna og eiðilögðu hana.
Það þarf ekki nema lítið sandkorn eða eithvað
slígt til að valda verulegum skemdum á blásturshjólinu.
Kveðja Þórir
16.12.2005 at 00:08 #536090Það eru til barkar með heilofnum vír í til dæmis eins og notað er á blautpúst á bátavélum. Einnig eru svona soghosur í mörgum gerðum tækja með vír í þ.e. soghosur. Barkinn sem er á myndini fyrir ofan er lofræstibarki og þar er gúmmíið mikið þynnra. Veggþykkt á svona sogbörkum er um 4-5 mm. Hins vegar er þetta svo nálgt afgasgreininni að það gæti valdið vandamálum. En þetta rör sem ég á getur HÞH fengið ef hann vill. Þú getur hringt í mig eða sent mail og ég sendi þér rörið.
kveðja
16.12.2005 at 03:00 #536092boltar eru nú svo skemmtilegir, en svona er fræðin sem minnst var á:
10.9 bolti hefur ‘Ultimate’ togþol 1000 MPa en 0.9 sinnum það í ‘Yield’ togþol eða 900 MPa
og þá 8.8 ‘ultimate’ togþol 800 MPa en 640 MPa yield togþol.
ég man nú ekki íslensku orðin fyrir ultimate og yield, en yield styrkurinn er það sem efnið þolir án þessa að forbreytast (þ.e. það gengur til baka) en ultimate er slitstyrkurinn.
Reyndar eru þessar tölur ekki alveg réttar hjá mér, þetta er það sem maður miðar venjulega við, en 10.9 er td. í raun 1040 og 940 og 8.8 830 og 660
en þetta er svo hægt að nota til þess að finna út hvað mikið átak bolti ákveðni gráðu og stærð þolir.
vona að einhver hafi gaman af þessu, gæti haldið eitthvað áfram 😉
16.12.2005 at 10:06 #536094Án þess að hafa mikið vit á þessu þá mæli ég nú samt með að það séu notaðir boltar og pinnar sem eru ætlaðir á pústgreinar í þetta, og þó sérstaklega rær sem eru ætlaðar á þetta. Annars efast ég um að það sé hægt að ná þessi sundur aftur sökum ryðs og annarra skemtilegheita.
Toyota selur þræl skemtilega pinna, sem eru með Torx haus til að auðvelda ísetningu og fjarlægingu.
kv
Rúnar.
16.12.2005 at 13:20 #536096666kr kostuðu boltarnir í Sindra Hafnarfirði.
-haffi
16.12.2005 at 16:28 #536098brotþol.
flotmörk bolta er lægri talan. sem þýðir að það má herða boltann að þeim mörkum án þess að hann verði fyrir varanlegri formbreytingu.
til þess að setja pinnbolta í er gott að herða saman tvær rær og nota þær sem haus.
16.12.2005 at 16:34 #536100Boltarnir sem ég tók úr voru merktir 7, og þeir sem ég keypti 8.8
Er þessi tala 7 úr sama kerfi og 8.8 & 10.9 ?
-haffi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.