FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

púst undir LC 70

by Lárus Rafn Halldórsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › púst undir LC 70

This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson Lárus Rafn Halldórsson 20 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 25.10.2004 at 12:46 #194721
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant

    Sælir félagar

    Ég er að fara að láta smíða púst undir stutta LandCruiser 70 með 2.4 túrbódísel.

    mig vantar að fá álit á því hvort ég læt smíða 2.5″ eða 3″ púst undir þetta grey.

    Margt hefur verið sagt um bakþrýsting og fleira í samb. við pústbreidd, og sitt sýnist hverjum hvað… eða þannig.

    -VEIT- einhver hvað hann er að tala um? eru til einhver rök önnur en „mér finnst“, „ég held“, og „sumir segja“ ? er hægt að sýna fram á hvaða breidd hentar best þessum bíl, og þá hvers vegna?

    Á ég að láta opinn kút undir eða sleppa bara alveg hljóðkút? er 3″ púst of stórt? HVERS VEGNA? og hverju tapa ég?

    með von um gáfuleg svör 😀

    Lallirafn

  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)
  • Author
    Replies
  • 25.10.2004 at 15:22 #507008
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    3" rörið er bara dýrara og gefur þér ekkert í viðbót.
    Það sem gefur mest eru fyrstu 50 cm af púströrinu, ásamt hnénu aftaná túrbínunni. Smíðaði mér nýtt hné á mína bínu og það munaði slatta.

    Mér finnst það alla vega :)

    kv
    Rúnar.





    25.10.2004 at 19:07 #507010
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Bakþrýstingurinn hægjir á turbínunni þegar þú slærð af.

    Svo ef þú ert með allveg opið, þá er turbínan mun lengur að hægja á sér, og fær ekki smur/kælingu miðað við snúningshraða mótor.
    Og þegar þú drepur á mótornum getur túrbínan verið snúast´í marga tugi sek´ án smur og kælingu.

    Ég er með 2 3/4" púst því það þrengist alltaf í beygjunum, og er með vorteck hljóðkút, því ég var allveg búinn að fá nóg af skellunum sem komu úr því.





    25.10.2004 at 19:28 #507012
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    nohh.. og ég sem héllt að bakþrýstingur hefði eitthvað að gera með að gera vacuum í pústgreininni, einmitt til að halda túrbínuni sem lengst á snúningi svo það komi einmitt ekki svona turbo-lagg þegar maður skiptir um gíra og því um líkt.. er það bull?

    "tapa" ég s.s. engu öðru en að túrbínan snýst lengur og jafnvel aðeins hraðar ef ég fer í 3"? að sjálfssögðu drep ég aldrei á vélinni fyrr en hún hefur gengið í 1-2 mínútur, og töluvert lengur en það ef ég hef verið að taka svínslega á greyinu.

    það er staðreynd með þennan bíl að pústið er ekkert nema beygjur og flækjur, enda var hann hannaður með bensínmótor í huga sem var með pústgreinina hinum megin í húddinu. já… ég er alltaf að verða spenntari fyrir 3" 😀





    26.10.2004 at 18:49 #507014
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    Hafa einhverjir aðrir eitthvað um þetta að segja? Á ég að fara í 3" púst, tapa s.s. engu nema hærri og meiri snúning á túrbínu? (sem reyndar að mínu mati er ekkert tap)….

    verð ég ekki fyrir því kraftleysi sem menn vara við á bensínbílunum þegar menn eru að fikta í púststærðum þar?

    kv. lallirafn





    26.10.2004 at 22:35 #507016
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    "Fróður" maður sagði mér að áður en menn fundu upp á því að setja takmörkunarventla (Wastegate) á túrbínur hafi verið æskilegt að pústkerfið gæfi bakþrýsting til að minnka hættuna á að ofkeyra túrbínurnar. Þær eru nefnilega þannig gerðar að við vaxandi inngjöf eykst pústkrafturinn sem drífur túrbínuna, en það eykur við kraftinn á vélinni sem aftur eykur pústkraftinn og svo koll af kolli þar til aðð fer til andsk… Ofurlítið einfaldað, en sem sagt það gat myndast vítahringur sem endaði illa. Þetta er liðin tíð, allir alvöru túrbóbílar komnir með svona ventil og best að hafa bara sem allra opnast út aftan við túrbínuna.
    Ég lét setja 2,5 tommu opið púst á Pajeróinn minn í sumar og finnst það koma vel út. Efast um að stækkun í 3 tommur svari kostnaði.

    Þetta að bakþrýstingurinn verndi túrbínuna þegar drepið er á vélinni er bara rugl. Þeir sem drepa á vél með glóandi heita túrbínu fá hvort eð er að gjalda fyrir það fyrr eða seinna.

    Wolf





    26.10.2004 at 22:43 #507018
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Ég fór að velta fyrir mér hvort einhver þekki gott orð fyrir Wastegate ventilinn sem ég nefndi í fyrra skeyti. Sjálfum datt mér í hug orðið "Afsláttarloki" og legg til að það verði notað hér á spjallinu þar til annað betra kemur fram.

    Wolf





    26.10.2004 at 23:18 #507020
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    Sæll Wolf

    takk fyrir greinargott svar. En hvað kalla menn opið púst? er það hljóðkúts-laust rör beint frá vél og afturúr? eða er þá verið að tala um að hafa opinn kút á púströrinu?

    Hvað er annars opinn kútur (og eru þá allir með lokaðan kút venjulega?) 😀 ég er vitlausari en allt vitlaust, gæti vel hugsað mér að einhver útskýrði þetta tvennt fyrir mér á barnamáli…

    með þökkum,
    Lallirafn





    27.10.2004 at 01:50 #507022
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    frammhjahlaupsventill hef eg heyrt





    27.10.2004 at 03:49 #507024
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég lét smíða undir minn LC73, púst hjá BJB snemma árs 2001. Siggi sem er sérfræðingurinn þar vildi smíða þetta úr 2,75" röri, þar sem erfiðara og dýrara væri að smíða úr 3". Ég leyfði honum bara að ráða því. Á kerfið var síðan settur opinn hljóðkútur. Þetta virkaði fínt, togið jókst greinilega, en upptakið sosum ekki mikið. Fannst aðallega þannig að ekki þurfti að skipta niður í brekkum þar sem það þurfti áður. Í vor þá var kúturinn orðinn ónýtur, ekki óeðlilegt svosem eftir 3 ár plús. Þá vildi ég ekkert vera að vesenast með kút, því það sá ekki á rörunum. Fékk því Sigga aftur til að bæta röri í þar sem kúturinn var áður. Eini munurinn eftir þetta er að það er meira hljóð aftur úr bílunum þegar það er verið að gefa honum inn.

    Kv ÓA





    27.10.2004 at 15:24 #507026
    Profile photo of Pétur Viðar Elínarson
    Pétur Viðar Elínarson
    Member
    • Umræður: 83
    • Svör: 275

    Sælir.

    Félagi minn er með Terrano árg 2000 með 2,5" pústi og 1 frekar stórum kút. Togið breyttist nokkuð en það sem mér finnst líka skipta máli er að hljóðið inní bílinn jókst líka og það bara nokkuð. Þetta er nátturulega fjölskylduhversdagsbrúksbíll þannig að sverara má það eiginlega ekki vera. En ef þetta er leiktæki þá náttúrulega skiptir þetta engu.
    En gaman yrði að fá að fylgjast með þessu hjá þér þ.e.a.s hvar þú lætur gera þetta, hverning virkar og það sem skiptir alla máli, VERÐ á kerfinu undir komið.
    Kv
    Peve





    01.11.2004 at 15:01 #507028
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    Sælir aftur

    Nú er búið að troða nýju pústi í græjuna hjá mér!

    ég endaði í 2.5 tommu eftir miklar bollaleggingar. Pústið er með litlum opnum kút og ég fann strax talsverðan mun á toginu í honum, enda var aumt 2" spaghettírör undir.

    Strákarnir hjá ÁS í Nóatúni leystu þetta listavel og get ég ekki annað séð en að þetta séu vinnubrögð af vönduðustu gerð.

    Ég er allavega mjööööög sáttur við tíma og verð (bíllinn fór til þeirra kl 8 í morgun, og var tilbúinn kl 12).

    Eina sem ég get sagt um verðið er að það var undir því verði sem orginal 2" rör kostar undir í bílanaust! Svo sýnir reynslan bara endinguna. en ég er sáttur eins og er

    Að vísu er töluvert meira hljóð í bílnum, en ekki svo að það drepi neinn.. maður hækkar bara aðeins meira í græjunum!! svo er þetta nú líka töluvert "fullorðinslegra sound" svo maður sletti 😀

    Kv,
    LalliRafn, sáttur við 2.5" og mælir með ÁS í Nóatúni 2





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.