Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › punktar
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 18 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.03.2006 at 18:59 #197518
Ég var að reyna að finna hvar allar gps leirnar eru hér á vefnum og hef ekki ennþá fundið þær einnig hefur frændi minn verið að leita að þessu og hann hefur ekki fundið þær. Mín skoðun er sú að setja gps punktar við hliðina á þar sem afslættir 4×4 eru hér á síðunni til að gera Þetta auðfundið.
Kv
Snorri Freyr -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.03.2006 at 10:10 #546162
Ég er sammála Snorra Frey með að það er ekki auðvelt að finna GPS punkta á þessari síðu (hef reyndar ekki fundið þá enn). Á nokkrum stöðum er vísað í http://that.is/gps, en ég hef ekki enn getað fengið það til að virka.
Ég væri alveg til í að aðstoða við að koma upp gps safni fyrir félagsmenn, eða reyna að gera það aðgengilegra ef það er til. Alltaf er gott að geta komist í punkta á einum miðlægum stað.
Kveðja,
Ólafur M.
13.03.2006 at 10:22 #546164Veit ekki hvort [url=http://vegir.klaki.net/vegir/:36co2956]Vegasíðan[/url:36co2956] er það sem þið eruð að leita að. Allavega er tengill á hana í tenglasafni síðunnar.
13.03.2006 at 10:32 #546166GPS síðan that.is/gps hefur legið niðri um hríð, ástæðan var bilun í tölvu hjá that.is þar sem síðan var vistuð og sem stendur eru ekki áform um lagfæringar. Gögnunum var hins vegar bjargað.
Því miður var það nú þannig með þá tilraun að aðeins örfáir einstaklingar höfðu áhuga á að setja inn leiðir, en nóg var um að fólk vildi sækja.
Það getur vel farið svo að síðan verði sett upp aftur á nýjum stað ef áhugi er fyrir og ef eitthvað fer að berast inn af nýju efni.
Hægt er að senda mér efni og athugasemdir á steini@snjallt.net, eins lít ég reglulega við á spjallinu hér.
Kveðja Steini.
13.03.2006 at 10:39 #546168Margir einstaklingar hafa sett GPS upplýsingar á vefinn, en flestar þær síður hafa horfið, síðast GPS síða Aðalsteins Leifssonar, http://this.is/gps. Einn vefur, sem er ennþá á sínum stað, er hjá [url=http://www.haf.is/index.php?option=com_content&task=blogcategory&id=40&Itemid=79:ov7exlp9]Haftækni.[/url:ov7exlp9]
Ef menn eru að leita að ákveðum leiðum, þá líklegt að ég geti útvegað eða bent á upplýsingar.
13.03.2006 at 14:16 #546170Það er virðingarvert þegar einstaklingar setja upp og halda úti vef, af eintómum áhuga, þar sem upplýsingum er deilt með öðrum. Þetta gildir að sjálfsögðu líka um gps-punkta og leiðir. Hinsvegar er það svo að þegar áhuginn minnkar, kostnaðurinn eykst, vinnan verður mikil við þetta áhugamál, eða tölvur hrynja, þá getur farið svo að síðurnar hverfa, eins og greinilega hefur gerst með þá vefi sem hafa boðið upp á gps punkta og leiðir.
Er ekki tilvalið að byggja upp svona gps-safn á vef 4×4 klúbbsins? Setja síðan saman vinnuhóp innan klúbbsins sem vinnur að þessu, setur upp og heldur við, svo það lendi ekki allt bara á einum aðila.
Er einhver áhugi hjá klúbbfélögum að vinna að þessu, eða vilja menn frekar halda leiðum hjá sér og skiptast á og senda á milli?
Sjálfur er ég tilbúinn að leggja hönd á plóginn, því mér finnst vera afskaplega þægilegt að geta nálgast þessar upplýsingar á einum stað.
Kveðja,
Ólafur M.
13.03.2006 at 15:55 #546172GPS vefurinn minn átti aldrei að verða neitt til frambúðar og ég var alltaf að vona að nýji 4×4 vefurinn gæti boðið uppá upp- og niðurhal á gps gögnum. Gögnin sem hafa safnast á minn vef væri ágætis byrjum á svoleiðis safni.
13.03.2006 at 16:11 #546174Það lítur út fyrir að gögn séu til, vilji sé til og áhugi, en hvað gerist næst? Þarf stjórn klúbbsins eða vefnefnd eða einhver að gera eitthvað til að hreyfa frekar við málinu?
Ólafur M.
13.03.2006 at 16:46 #546176Sælir félagar er ekki bara málið að tala um þetta á fundinum í kvöld og koma þessu inn hjá stjórninni og fleirum.
Hilsen
Kalli
13.03.2006 at 16:55 #546178
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það hefur lengi verið skoðun mín að svona gagnasafn ætti að vera á þessum vef. Mér lýst vel á uppsetninguna á GPS skránni og lýst vel á að fella hana að f4x4.is vefnum. Gott að fá fleiri að þessu verkefni því margar hendur vinna létt verk. Tala ekki um ef ASP.NET forritari fengist að þessu máli, Það hlýtur að vera einhver í klúbbnum sem kann þetta og er til í að gefa klúbbnum nokkra klukkutíma.
ÓE Vefnefnd
15.03.2006 at 22:08 #546180Þá er GPS vefurinn kominn í loftið á ný. Eins og áður hefur komið fram er ástæðan fyrir brotthvarfi hans af yfirborði vefheima var bilun í tölvu hjá that.is og eftir því sem næst verður komist eru ekki áform um endurreisn á þeim bænum á næstunni.
Ég lít á endurkomu GPS skráarinnar eingöngu sem tímabundna, eða þangað til aðrir aðilar (4×4?) hafa yfirtekið efni hennar.Ný slóð er [url=http://gps.snjallt.net:2s3nc4zh]http://gps.snjallt.net[/url:2s3nc4zh].
Vinsamlegast uppfærið "bookmarks" og verið svo duglegir að senda inn efni.Kveðja, Steini.
16.03.2006 at 08:40 #546182Aðalsteinn, þetta er flott hjá þér. Mér skilst að vefnefnd hafi ætlað að hittast í þessari viku og m.a. að ræða um þetta mál. Það verður spennandi að heyra um niðurstöðu þess fundar.
Svo tek ég undir með þér að hvetja þá sem búa yfir veglegum punktasöfnum, eða skemmtilegum leiðum að deila þeim með okkur hinum sem eigum minna, en gætum örugglega nýtt okkur fleiri. Einnig ef menn eru með punkta yfir varasama staði, hættulega, sprungur og þessháttar, þá væri gott að skrá þá inn á vefinn.
kv. Ólafur M.
30.03.2006 at 23:22 #546184Er einhver sem á track af Vatnajökli nr 1. leið frá Grímsfjalli að Hvannadalshnjúk og að þumli.
2. Grímsfjall Pálsfjall
3 Grímsfjall Hamar.
Þetta þarf að vera skiljanlegt fyrir nRoute
31.03.2006 at 10:23 #546186Mig vantar líka track af vatnjökli…. frá jökulheimum að grímsfjalli fyrir Garmin.
Gat ekki opnað það sem er á GPS síðunni :/
Kv.
Óskar Andri
31.03.2006 at 12:37 #546188Strákar, þið þurfið að verða ykkur út um "Snöruna" breytiforrit sem breytir Navtrek skrám yfir í MapSource og nRoute. Þetta er aðgengilegt [url=http://www.rs.is/sidur/vara.php?vara_id=180:3j5m2tgx]hér,[/url:3j5m2tgx] og kostar ekki neitt.
Jón
31.03.2006 at 12:43 #546190Kannski smá utan efnis en ég rakst á hugbúnaðinn [url=http://www.gpsbabel.org/:d1xfylu0]GPSBabel[/url:d1xfylu0] sem snarar hinu og þessu í hitt og þetta. Svona ef fólk er með gögn t.d. waypoints í Fugawi eða einhverju allt allt öðru og vill skiptast á gögnum.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.