Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Pumpað í dekk á ferð
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Sævar Steinason 21 years ago.
-
CreatorTopic
-
15.01.2004 at 18:46 #193460
Er eitthver sem á teikningar, á útfærslu hvernig lofti er dælt í dekk inn úr bíl.
hvernig er þetta gert ?
er þetta flókin búnaður ?Mbk Robola
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.01.2004 at 19:22 #484452
Talaðu við Ljónsstaðabræður (Jeppasmiðjan á Ljónsstöðum, s. 482 2858).
Sagan sem ég heyrði var á þá leið að þeir hafi frétt af þessum búnaði í Hummer, sagt hver við annan "sniðugt!" og farið svo út í smiðju og græjað svona búnað í landcruiser.
Sel það ekki dýrara… en þeir eiga að hafa smíðað svona.
Kv.
EE.
15.01.2004 at 19:29 #484454Talaðu við Vélsmiðju Ægis, þeir smíða þetta allavega í patrol.
15.01.2004 at 20:38 #484456Maður sér þennan búnað bara í dýrustu jeppunum! En til hvers er maður að fara í jeppaferð ef maður nennir ekki einu sinni að skreppa út í góða veðrið og hleypa úr eða pumpa í dekkið? Eins og ég segi þá eru bara feitu kallarnir sem geta ekki stigið út úr bílunum sínum fyrir græjum eða nenna einfaldlega ekki að hreyfa sig og skíta peningum sem eyða pening í þetta drasl!
Þess vegna finnst mér þetta vera tilgangslausasti búnaður sem nokkurntíman hefur verði búinn til en ég meina ef þú hefur efni á þessu þá gjörðu svo vel!
En ég myndi frekar vilja að þú eyddir þessum peningnum í að breyta jeppanum meira, ekki setja svona fitubollubúnað í hann!
kv, Geiri KlikK – alveg kolrugglaður og fær örugglega að heyra það núna frá Patroldruslunum!
15.01.2004 at 21:08 #484458voru það ekki rússarnir sem komu með þennan búnað
held að ég fari rétt með að þessi búnaður sé í ural trukkunum sem flokkast nú frekar undir vörubíl en jeppa
annars er það mín skoðun að þessi búnaður sé frekar fyrir þessa stóru þúngu jeppa eins og t.d patrol land cruser 80
og þaðan af þyngri bíla
kv HSB U119
16.01.2004 at 13:38 #484460
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þessi búnaður er ekki bara fyrir feitabollur, fjalli notar þetta til að skíta ekki út sína fínu hvítu hanska 😛 (ég man ekki allveg hversu mikill hann er um sig :P)
16.01.2004 at 14:09 #484462Alveg óþarfi að hnýta í Birgi Brynjólfsson, sem telst nú einhver helsti frumherjinn í jeppamennskunni. En varðandi úrhleypibúnaðinn, þá er það rétt að hann er fyrir hendi original í Ural-trukkunum og einnig í AMG HMMWV eða Hummer eins og civilian útgáfan heitir. En ég tek undir með þeim sem hafa sagt að þetta er fokdýrt og svarar varla kostnaði að mínu mati, því þessu hættir til að fara að leka þegar það slitnar.
kv.
16.01.2004 at 16:13 #484464
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já frábært að sumum ykkar finnist þetta tilgangslaus búnaður, það er fullt af fólki sem finnst tilgangslaust að aka um á jeppum sem eru á stórum dekkjum.
Munurinn á þessu fólki og ykkur er það að það er ekki hérna að setja út á hluti sem aðrir eru að gera eins og þið.
Ég er ekki með svona í mínum bíl, en mikið væri ég til í að hafa svona búnað í bílnum hjá mér, eftir að vera búinn að ferðast með bílum sem eru með svona útbúnað.
Ef maður hefur efn á þessu þá er um að gera að prófa, og ef ég ætlaði að láta setja svona útbúnað í bílinn hjá mér mundi ég tala við strákana á
Renniverkstæði Ægis í S.587-1560, þeir eru búnir að smíða svona í marga bíla (t.d. Patrol, Land Cruiser, Willy´s ofl.)Kv. Baldur
21.01.2004 at 21:02 #484466
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég myndi halda að það færi betur með dekk að vera með úrhleypibúnað, þá meina ég að sá sem er með búnaðinn er kannski sjaldnar að keyra á of linu. Ég veit það bara í mínu tilfelli að þegar ég er búinn að hleypa úr þá pumpa ég helst ekki í nema brýna nauðsyn beri til.
Einnig má ætla að sá sem er með svona búnað auki þrýsting í dekkjunum hjá sér þegar færi léttist (af því að það er svo auðvelt) og sé þar af leiðandi í minni hættu á að eyðileggja dekk á grjóti og þess háttar.
Kannski má líka ætla að svona búnaður hjálpi bílum óbeint að komast meira. Þá meina ég að þegar færi þyngist mjög skyndilega og enginn nennir út að hleypa meira úr þá getur ökumaður með svona græju gengið nær dekkjunum sínum í smá tíma með enná meiri úrhleypingu og þessvegna komist meira eða hraðar yfir.
21.01.2004 at 23:54 #484468Góðan daginn,
ég sagði nú alltaf þar sem þessi búnaður kostar nú smá skilding (fer eftir því hvernig á málið er litið) að ég gæti nú alveg farið út og pumpað eða hleypt úr loftþrýstingi sjálfur !!
En svo lét ég strákana á renniverkstæði Ægis útbúa þennan búnað (gerðu það með sóma) í 60 hásingar sem ég var að setja undir Scout jeppa sem ég átti þá og ég verð að segja að ég sá ekki eftir því !!
Eitt sinn er við vorum að koma niður Kjalveg frá Hveravöllum og áttum skamman veg eftir niður á malbik, búnir að keyra talsvert á auðu og allir búnir að fullpumpa í dekkin komum við þá að töluverðum skafli og menn að reyna að komast yfir, í staðinn gat ég í mínum rólegheitum þegar ég sá úr fjarska að hverju stefndi byrjað að hleypa úr á ferð þannig að þegar ég kom að skaflinum gat ég keyrt yfir hann en strákarnir voru í hálftíma að baslast og rembast að því að veðrið var frekar leiðinlegt og nenntu ekki út að vesenast í dekkjastússi, svo þegar yfir skaflinn var komið gat ég keyrt áfram og pumpað í á ferð.
Eins hef ég lennt í mjög þungu færi og eina leiðin var að taka af stað með nánast ekkert loft í dekkjum en gat svo aukið þrýstinginn þegar ég var kominn á snúning og þar með hlíft dekkjum.
Svo heyrði ég um Dodge Ram með Cummings sem er nú svolítið framþungur að eftir að hann fékk sér svona búnað í bílinn dreif hann mikið meira, hann sagði að það skipti oft ótrúlega miklu máli hvort væri með 3 pund eða 2,8 pund maður er að leika sér mikið meira með þrýstinginn.
Svo eru pakkdósirnar orðnar það góðar að viðhald er ekkert.
Flókinn búnaður? Veit ekki en talsvert nákvæm rennivinna og pæling.
Tala nú ekki um þann kost að geta farið á blankskónum til fjalla, tekið bréfpoka með til að hægja sér í og kastað svo út um gluggann aldrei að fara út.
En þar sem ég er búinn að eyðileggja Scoutinn þá á ég til afturhásingu með þessum búnaði, diskabremsum, krómstáls skiptanlegum nástútum, burðarmeiri legum nýjar, 60 dana full floating og 1:4,10 hlutfall. Framhásinguna ættla ég að nota.
Kveðja Hjörtur og JAKINN s – 8951961.
22.01.2004 at 03:25 #484470Eða CTIS eins og það er kallað í hummernum er einfalt vegna þess að hann er með niður gíringu út í hjól ( sjá mynd hjá skari ) þannig að loftið er tekið í gegnum minni öxulinn. Ég er búinn að vera að pæla mikið í þessu og gerði smá hönnunar verkefni í skólanum þar sem ég var að reina að hanna úrhleypibúnað sem væri einfaldur og kæmist utan um bremsu disk eða bremsu skál og þar með væri hægt að nota hanna á klafabíla. Hugsunin var að einfalt væri að gerðavið búnaðinn og einfald að koma honum fyrir. Hönnun er einþá bara voða flott teikning en ég hef áhyggur á hitavandamáli á þéttiköntum.
22.01.2004 at 10:57 #484472Sammála Jakanum – þetta er bráðsniðugur búnaður (þegar hann virkar). En veit enginn hvað þetta kostar, hvað kostaði t.d. þessi búnaður hjá þeim í Ægi?
B.Rich
22.01.2004 at 11:28 #484474Góðan daginn,
það er nú kannski vont fyrir mig að segja nákvæmlega hvað þetta kostar, bæði er útfærslan eitthvað mismunandi eftir bílum og svo voru þeir að mjókka hásingarnar fyrir mig, í afturhásinguna settu þeir skiftanlega nástúta úr krómstáli með öðrum legusætum þannig að stútarnir yrðu sterkari og legurnar burðarmeiri, og settu diskabremsur. Mig minnir að við höfum talað um 180 – 200 þúsud krónur fyrir úrhleypibúnaðinn.
Verðið er eitthvað ca 40 – 60 þúsund á hjól.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.