This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Örn Gunnarsson 16 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Próflausa fólkið fyllir þjóðvegina
Nú er sá tími kominn að fellihýsi og hjólhýsi fylla þjóðvegi landsins. Lögreglan og tryggingarfélög láta það viðgangast að stór hluti þeirra sem á þjóðvegunum eru próflausir. Lög og reglugerðir kveða skýrt á um að stór hluti þeirra sem á þjóðvegunum eru megi einungis draga eftirvagn sem er að heildarþyngd 750 kg. Flest fellihýsi með gaskútum og búnaði eru ríflega 750 kg og því eru ökumennn sem draga slíkan farm því í raun og veru án réttinda. Lögreglan virðist ekki spá í þessa hluti og stoppar fólk jafnvel sem er ekki með réttindi til að draga slíka vagna og setur einungis út á spegla en setur ekki út á það að ökuréttindi eru ekki nægjanleg til að draga þann eftirvagn sem fólkið er með. Þeir sem selja tækin þegja þunnu hljóði til að halda áfram að selja tækin.
Kveðja.
Örn Gunnarsson áhugamaður um ökuréttindi og umferðaröryggi.
You must be logged in to reply to this topic.