Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Próflausa fólkið fyllir þjóðvegina!!!
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Örn Gunnarsson 16 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.05.2008 at 19:31 #202471
Próflausa fólkið fyllir þjóðvegina
Nú er sá tími kominn að fellihýsi og hjólhýsi fylla þjóðvegi landsins. Lögreglan og tryggingarfélög láta það viðgangast að stór hluti þeirra sem á þjóðvegunum eru próflausir. Lög og reglugerðir kveða skýrt á um að stór hluti þeirra sem á þjóðvegunum eru megi einungis draga eftirvagn sem er að heildarþyngd 750 kg. Flest fellihýsi með gaskútum og búnaði eru ríflega 750 kg og því eru ökumennn sem draga slíkan farm því í raun og veru án réttinda. Lögreglan virðist ekki spá í þessa hluti og stoppar fólk jafnvel sem er ekki með réttindi til að draga slíka vagna og setur einungis út á spegla en setur ekki út á það að ökuréttindi eru ekki nægjanleg til að draga þann eftirvagn sem fólkið er með. Þeir sem selja tækin þegja þunnu hljóði til að halda áfram að selja tækin.
Kveðja.
Örn Gunnarsson áhugamaður um ökuréttindi og umferðaröryggi.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.05.2008 at 19:59 #623462
Held ég fari með rétt mál þegar ég segi, samanlögð leyfð heildarþyngd á bíl og tengivagni er 3500 kg. Eftirvagn mætti vera 1500 kg og bíll 2000 kg á venjulegu ökuskírteini. Ef eftirvagn er meira en 750 kg á hann er vera búinn hemlum.
[img:1nhbxh0d]http://www.us.is/sw_pictures/31[/img:1nhbxh0d]
Kv, Kristján
25.05.2008 at 20:15 #623464Sæll Kristján
B Veitir rétt til að stjórna:
fólksbifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna og skráð fyrir 8 farþega eða færri, auk ökumanns,
sendibifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna,fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd,
fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd enda sé leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 3.500 kg eða minna og leyfð
heildarþyngd eftirvagnsins/tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins,dráttarvél,
vinnuvél,
léttu bifhjóli,
bifhjóli á þremur, fjórum eða fleiri hjólum og
torfærutæki, s.s. vélsleða.Þá má heildaþyng EKKI fara yfir 3500kg hjá þeim sem eru með B réttindi ?
25.05.2008 at 20:31 #623466Ef leyfð heilarþyngd bíls og þyngd eftirvagns eru 3500 kg og undir þá ertu góður, og að sjálfsögðu ef að bíllinn þinn´má draga þá þyngd. Þannig ef að bíllinn minn er 2400 kg í leyfða heildarþyngd og er með dráttargetu uppá kannski 2000 kg þá má ég draga eftirvagn sem er 1100 kg. Sem gerir þá samanlagt 3500 kg.
En svo er annað mál að það er kannski fullt af bílum sem mega ekki draga þyngri eftirvagn heldur en kannski 750 kg. Það er eitthvað sem lögreglan gerði rassíu í eftir að bíll með fellihýsi fór útaf í brekkuni hjá Höfn þegar hún var fyrir nokkrum árum með hræðilegum afleiðingum, það sumar voru menn stoppaðir ef eftirvagnar voru of þungir miðað við leyfða dráttargetu bíls.
Kv, Kristján
25.05.2008 at 22:02 #623468Ökulögin segja að einstaklingur sem tekur bílpróf núna í dag, má aka bifreið sem er 3500kg. að heildarþyngd ásamt tengivagni, upp að 750kg. TAKIÐ nú eftir, ökumaðurinn má EKKI draga eftirvagn sem er meiri en 750kg. óháð þyngd bifreiðar. Þannig að þó bifreiðin sé 2000kg, þá máttu EKKI, þá meina ég EKKI, draga eftirvagn sem er 1500kg. nema að þú sért búinn að taka sérstakt ökupróf með eftirvagni sem gefur þér þessi auknu ökuréttindi.
Kv. Sigurður
25.05.2008 at 22:50 #623470breytt?? Ætla ekki að rengja þig, en ef að þessu var breytt afhverju er þá upplýsinga síða umferðarstofu sjálf með upplýsingar sem standast ekki. Að umferðarstofa sé með upplýsingar sem geta verið valdandi þess að fólk brjóti lögin. Hver getur svarað fyrir það þegar einhver mistök gerast og fólk bendir á þessa upplýsingasíðu. Eða er ég að skilja þetta svona hrikalega vitlaust og þetta sett svona asnalega framm.
Þetta er svosem frá 1997 en þetta er á vef umferðarstofu og kemur ef þú flettir þessu upp.
Í B Þarna stendur að þú megir draga eftirvagn þyngri en 750 kg að leyfði heildarþyngd. Og þarna í BE réttindum færðu leyfi til þess að draga eftirvagn þó svo heildarþyngd fari upp fyrir 3500kg sem er mest leyfilega þyngd með B réttindum.
Gr. nr. 4 í B réttindum,
fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd enda sé leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 3.500 kg eða minna og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins/tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisinsBE réttindi;
Veitir rétt til að stjórna:
samtengdum ökutækjum þar sem dráttartækið er í flokki B og leyfð heildarþyngd eftirvagns eða tengitækis er meiri en 750 kg.Kv, Kristján
26.05.2008 at 01:32 #623472Sælir.
Hver á að upplýsa þá sem eru að kaupa fellihýsi eða hvaða skuldahala sem er sem er yfir 750 kg?
Er það seljandinn eða Umferðarstofa, Vegagerðinn, Tryggingafélöginn eða Löggan?
Kveðja
26.05.2008 at 12:57 #623474Það er ekki í verkahring nokkurs annars en manns sjálfs að fylgjast með og þekkja réttindi sín í umferðinni. Þegar pickuppar voru farnir að streyma til landsins þá mátti frændi minn ekki aka nýja fjölskyldubílnum vegna þess að hann var of þungur (og of langur, 6 metra F350 dreki). Hann varð bara að sætta sig við það þangað til hann fékk "litla vörubílaprófið". Hann þekkti reglurnar og fór eftir þeim, alveg eins og allir eiga að gera.
Ef einhver kýs (óvart eða viljandi) að hundsa þær takmarkanir sem eru á ökuréttindum sínum þá eru allar líkur á endurkröfu tryggingafélags lendi viðkomandi í tjóni. Þannig að það græðir enginn á því að brjóta reglurnar.
Annað atriði sem væri mikið nærtækara að taka verulega á, er vankunnátta ökumanna með fellihýsi, tjaldvagna og hjólhýsi á því hvar á veginum þeir eiga að vera. Vegirnir á Íslandi eru líka ekki byggðir fyrir umferð ökutækja með aftanívagna (hver einasta "hossa", dæld og beygja er hreint út sagt hættuleg þessum ofvaxna útilegubúnaði svo ekki sé talað um bílgreyið sem á að tosa þetta á eftir sér). Það sjást vagnar úti í vegkanti á hverju sumri með sprungin dekk, brotnar fjaðrir, foknar skeljar eða jafnvel í ástandi sem myndi kallast "ósamsett" af gárungum. Á næstu árum mun hjólalausum hjólhýsum fjölga mikið. Endurnýjun í hjólhýsabústaðahverfunum mun einnig vera áberandi á næstu árum þegar núverandi hjólhýsakaupendur* þurfa að leggja** þeim vegna ómögulegs veðurfars, tíðarfars og verðlags.
*"Suckerar" sem ekki lásu um hjólhýsahörmungarnar fyrir 10-12 árum)
** planta á varanlega mýrarspildu
27.05.2008 at 15:11 #623476Sæl UnnarM.
Ég er sammála þér um að allir eigi að vera á tæru hvaða ökuréttindi meinn séu með
Annas er góð gein í Björgun sem ver að koma út um tjaldvagna og fellihýsi.
Kveðja
27.05.2008 at 18:36 #623478En hvað með stóru bílanna? Ef ég er með B réttindi og á bíl sem er með heildarþyngd uppá 3400kg, má ég þá bara draga kerru sem er 100kg?
Sammála að það vanti betri skýringar á þessu.
Annars fór ég bara bestu leiðina í þessu. Tók bara öll réttindin
Ivar
27.05.2008 at 22:24 #623480ef þið eruð með ökuskírteini útgefið 1996 eða fyrr þá megi þið
keyra bíl sem er 5000 kg með kerru sem er 12000 kg
kveðja siggi
27.05.2008 at 23:50 #623482Ef prófið er tekið fyrir 1. júní 1993 þá gildir það fyrir 7500 kg bíl og 12000 kg með eftirvagni.
Á eftirfarandi slóð er hægt að sjá þessar upplýsingar.
(Acrobat skjalið í endan sýnir þetta allt saman)http://www.logregla.is/subqa.asp?cat_id … nt_id=5594
kv, Bergur.
28.05.2008 at 11:26 #623484Ég sé ekki betur en þetta standi skýrt [url=http://www.logregla.is/upload/files/Leiðbeiningar%20vegna%20ökuskírteina.pdf][b:7c1yt4jp]hérna[/b:7c1yt4jp][/url].
28.05.2008 at 13:10 #623486flott að vita þetta. Ég fékk skírteinið mitt í febrúar 1993 sem skiptir mig miklu máli þar sem ég er ekki að fara að taka meiraprófið (blindur á öðru og af þeim sökum ekki gjaldgengur í það)
28.05.2008 at 23:42 #623488"Leyfð
heildarþyngd eftirvagns og bíls má
ekki fara yfir 3.500 kg. Þó má
eftirvagn vera að hámarki 750 kg ef
bifreið er 3.500 kg"Hvurslags orðaleikur er þetta nú. Ekki nema von að fólk eigi vont með að skilja þetta.
29.05.2008 at 09:13 #623490Þetta þýðir að ef samanlögð þyngd bíls og kerru er undir 3,5 tonn má kerran vera þyngri en 750 kíló. Annars má hún ekki vera þyngri en þessi sömu 750 k.
kv.
ÞÞ
29.05.2008 at 21:45 #623492Óskráður eftirvagn án hemla má ekki fara yfir 750 kg. og heild bíls og vagns ekki yfir 3500 kg
Sé hann skráður og með hemla má heildarþyngd hans ekki fara yfir eiginþyngd bílsins sem dregur og samanlagt ekki yfir 3500 kr. Annars B/EPétur ökukennari
29.05.2008 at 21:47 #623494Hringdi í dag og talaði við mann hjá umferðastofu sem var með þetta á hreinu, hann var mjög pirraður í skapinu yfir þessu því að ég var greinilega langt frá því að vera fyrsti maðurinn að hringja í hann útaf þessu.
Málið er þannig:
Þeir sem taka prófið eftir 1. águst 1997 mega draga kerru sem er ekki þyngri en bíllinn sem dregur og samanlögð þyngd bíls og ökutækis má ekki vera meira en 3500kg að heildarþyngd. Þetta geta allir verið sammála um.
Svo kemur það skrítna sem er að ef að bíllinn sem þú ekur er 3500kg að heildarþyngd þá máttu samkvæmt lögum draga kerru sem er allt að 750kg og þá heildarþyngd bíls og vagns 4250kg. Ef að kerran er er 760kg þá má bíllinn ekki vera skráður meira en 2740kg að heildarþyngd. Þetta er víst út af því að það má ekki svifta menn réttinum að draga kerru allt að 750kg þó að bíllinn sé á hámarki sem skírteinið býður uppá.
Eitthvað það heimskulegasta sem ég hef heyrt.
29.05.2008 at 21:58 #623496B flokkur Veitir rétt til að stjórna:
1. Fólksbifreið með leyfða heildaþyngd 3.500 kg eða minna og með sæti fyrir 8 farþega eða færri, auk ökumanns.
2. Sendibifreið með leyfða heildarþyngd 3.500 kg eða minna.
3. Fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.
4. Fólks- eða sendibifreið með tengdan eftirvagn / tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd enda sé leyfð heildarþyngd beggja ökutækja 3.500 kg eða minna og leyfð heildarþyngd eftirvagnsins / tengitækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins.
5. Dráttarvél.
6. Vinnuvél. ( aðeins heimilt að aka en ekki vinna á vinnuvélinni )
7. Léttu bifhjól.
8. Bifhjóli á þremur, fjórum eða fleiri hjólum.
9. Torfærutæki, s.s vélsleða og torfærubifhjóli.BE flokkur Veitir rétt til að stjórna:
1. Samtengdum ökutækjum þar sem dráttartækið er í flokki B og leyfð heildarþyngd eftirvagns eða tengitækis er meiri en 750 kg.
C1 flokkur Veitir rétt til að stjórna:
Bifreið í flokki C allt að 7.500 kg að leyfðri heildarþyngd og 16 farþega án gjaldtöku, réttindi sem taka gildi við 21. árs aldur. Tengdan eftirvagn / tengitæki sem er ekki meira en 7.50 kg að leyfðri heildarþyngd
M. kveðju
Pétur ökukennari
29.05.2008 at 22:06 #623498……..þegar maður er búin að tala við lögfræðimenntaðan mann sem setur hlutina í samhengi.
Það er ekkert í þessum lista sem segir að á meðan kerran er ekki þyngri en 750kg þá megi bíllinn ekki vera 3500kg að heildarþyngd. Semsagt samanlagt 4250Kg, fáránlegt að eitt kíló á kerru setji bílinn aftur um 751kg.
29.05.2008 at 22:11 #623500Ef að maður er með venjulegt skírteini eftir ’97 þá má maður ekki fá lánaðan Patrolinn hans pabba og draga lítið Viking fellihýsi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.