FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Power booster að start straum

by Snorri Ingimarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Power booster að start straum

This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ólafur Helgason Ólafur Helgason 16 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 05.01.2009 at 00:38 #203475
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant

    Mig vantar græju sem er tengd við veitu (230V) og getur gefið um 80-100 amper inn á geymana hjá mér (12V). þetta eru almennt dýrar græjur en flestar þær ódýrari eru með rafhlöðum sem þarf a hlaða til að fá þetta á fram. Sem mér hugnast ekki. Græja sem kemur frá sér 800 Amperum á 12V gefur ca 1,000 Wött. Til að ná 1,000 Wöttum því þarf ekki meira en venjulega 10Amp innstungu á 230V. Trúi ekki öðru en ða til séu græjur sem geta gert þetta léttilega án rafgeymis. Sá Black&Decker græju í Húasamiðjunni sem virtist vera að gera þetta án rafhlöðu en enginn var til að útskýra það betur fyrir mér. þetta kostar ca 24.000.

    Skilur einhver hvað ég er að fara og getur bent mér á hvar ég finn svona græjur?

    Snorri
    R16

  • Creator
    Topic
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)
  • Author
    Replies
  • 05.01.2009 at 03:49 #636304
    Profile photo of Sævar Örn Eiríksson
    Sævar Örn Eiríksson
    Member
    • Umræður: 7
    • Svör: 200

    á að reyna að koma gamalli amerískri vél í gang?





    05.01.2009 at 09:00 #636306
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    [u:9agxafon][b:9agxafon][url=http://www.abp.com/High_Power_AC-DC_Converter.shtml:9agxafon]M.a. 12VDC/133A[/url:9agxafon][/b:9agxafon][/u:9agxafon]
    Veit reyndar ekkert hvort þetta henti þér :)
    -haffi





    05.01.2009 at 10:09 #636308
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Eru vött ekki volt sinnum amper? Þannig að 800 amper á 12 voltum eru nærri 10.000 vött… Þú nærð því ekki út úr venjulegri innstungu.
    –
    Ef þú varst að meina 80 amper þá geturðu fengið nálægt því út úr venjulegum aflgjafa úr tölvu:
    [url=http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_34&products_id=4431:u0ujftom][b:u0ujftom]t.d. gefur þessi 64 amper á 12 voltum[/b:u0ujftom][/url:u0ujftom].
    Það eru til öflugri tölvuaflgjafar en nýir eru þeir dýrir. Spurning hvort þú kemst yfir aflgjafa úr gömlum stórum server.
    –
    Bjarni G.





    05.01.2009 at 10:40 #636310
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 805

    Sæll Snorri

    Ég held ég viti hvað þú ert að meina. Mér þykir mjög líklegt að þessi græja sem til er í Húsasmiðjunni virki nokkurnvegin eins og þú villt að hún geri, en ég held að hún hljóti að vera með t.d. þéttum til að halda við straumnum. það gæti því vel verið að hún þurfi að vera í sambandi við 230v. í smá stund til að byggja upp strauminn.

    það er ekki líklegt að mikið finnist af spennum sem breyta 230v. í 12v. með þetta miklum straum án þess að þeir kosti fullt af peningum. Þeir eru örugglega þungir og klossaðir þar sem þeir þurfa svera vafninga, allavega á eftirvafinu. Ekki satt? Ætli það þurfi ekki 16-25q vír fyrir þetta? Svo er alltaf eitthvað tap í spenninum sjálfum, þannig að ekki er hægt að reikna strauminn beint út nema vita það. Því er líklegt að flest þessara starttækja séu með minni spenni og hafi svo einhvern búnað til að geyma srauminn á, eins og geyma eða þéttabanka, eða jafnvel hvorutveggja eins og varaaflgjafar gera oft.

    Þú fyrirgefur þeim félögum mínum sem svöruðu hér að ofan og héldu jafnvel að tölvudót virkaði í þetta, en þeim er vorkunn. Það eru ekki mjög sverir vírar í tölvunum sem þeir vinna á.

    Kv.
    Emil Borg





    05.01.2009 at 10:50 #636312
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Hva, kannski ætlar hann að vera með server rekka í skottinu?

    -haffi





    05.01.2009 at 10:55 #636314
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Þar sem menn stinga upp á að þú notir tölvuaflgjafa þá vil ég ekki ráðleggja svoleiðis dæmi.
    1. Til að hlaða inn á geymi. þá þarf spennan að fara upp í ca 14 Volt Tölvuaflgjafar gefa aðeins 12 Volt og eru flestir með innbyggða spennustilla og yfirspennuvörn til að hindra að úgangsspennan fari nokkurn tíma að ráði yfir 12 volt.
    2. Það er beinlínis hættulegt að opna kassann á tölvuaflgjöfum og fikta í rásunum, bæði vegna hættu á að fá í sig 220 volta spennuna ef þeir eru í gangi og einnig eru þar spennuhlaðnir þéttar sem hafa allt að 320 Volta spennu. Venjulegast tæmast þeir sjálfkrafa á nokkrum mínútum, en ef afhleðsluviðnámin bila þá helst 320 Volta spennan á þeim dögum og vikum saman – þótt búið sé að taka draslið úr sambandi.
    3. Virkni tölvustraumgjafa er miðuð við straumnotkun tölvubúnaðar og tiltölulega jafnt álag. Ef álagið fellur alveg eða skyndilega kemur inn mikið álag eins og t.d. af strartara þá gerist annað hvort það að straumgjafinn skynjar ástandið og slekkur á sér eða hann brennur yfir og það gerist á sekúndubroti með talsverðum látum.

    Ég er búinn að pæla talsvert í þessum tölvustraumgjöfum og niðurstaðan er sú að til almennra nota – annarra en við tölvur – eru þeir algjörir gallagripir.

    Ágúst





    05.01.2009 at 11:19 #636316
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 805

    Æ, Haffi, ég hafði ekki hugsað út í það.
    Þetta er örugglega rétt hjá þér. Eða kanski mjög svert öryggiskerfi.

    Emil





    05.01.2009 at 13:47 #636318
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Það eru til hleðslutæki með svona fídus en þau kosta yfirleitt slatta af peningum. Á verkstæði sem ég var að vinna á var eitt svona og það var klettþungt og á hjólum, á því var svo rofi með langa snúru til að gefa svona boost inná þegar maður sat inní bíl og startaði. Þetta skítvirkaði og kom oft ótrúlegustu díseldruslum í gang aftur. En þetta gerir ekkert sem nýjir og góðir rafgeymar gera ekki.





    06.01.2009 at 01:58 #636320
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Þið eruð semsagt ekkert hrifnir af tölvuaflgjöfum 😉
    –
    Svo er alltaf rauðhálsa aðferðin. Okkur félagana vantaði fyrir nokkrum árum 100 amper af 14,4 voltum fyrir einhverja fólksbílagræjusýningu. Þá fengum við lánaðan 3ja hestafla rafmagnsmótor sem við tengdum með reim við alternator úr bíl. Smíðuðum bracket undir þetta og þetta var í gangi fyrir utan Höllina heila helgi. Svínvirkaði.
    –
    Bjarni G.





    06.01.2009 at 12:07 #636322
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Rafgeymir með hleðslutæki. Sennilega ódýrasta og einfaldasta lausnin. Almennileg starttæki kosta yfirleitt slatta, og eru með innbygðum geymi fyrir þetta.
    Aflyfirfærslan er gígantísk og með venjulegum vöfðum spenni ertu sennilega kominn vel yfir kostnað á starttæki eða geymi og hleðslutæki.
    .
    Svo eru að vísu til einhverjir hörku Switch-mode spennugjafar sem ættu að geta þetta, en það er væntanlega fokdýrt dót líka.
    .
    kkv, Úlfr
    E-1851





    06.01.2009 at 14:54 #636324
    Profile photo of Jóhann Þröstur Þórisson
    Jóhann Þröstur Þórisson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 579

    Einhvern tíman var til í Bílanaust orkustöð sem var svona handgeimir sem var með köplum fyrir start og það voru á þessu 2 síkarettutengi og var bæði hægt að hlaða með 12V og 220V.
    það kom einhvern tíma tilboð á þessu með fjarstýrðu leitarljósi.





    06.01.2009 at 16:59 #636326
    Profile photo of Ólafur Helgason
    Ólafur Helgason
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 194

    mætti skoða að komast yfir gamalt lyftarahleðslutæki held að það sé það eina sem gæti hugsanlega virkað í svona notkun. Minnir að það sé oft hægt að taka hinar ýmsu spennur út af spenni í svoleiðis græu og spennarnir í þeim eru hugsanlega næganlega stórir og sterkir til að taka þetta afl út úr þeim. Þessi tæki eru klettþung og reyndar yfirleitt 3fasa þannig að kannski hentar það þér ekki. Til að ná að starta vél með tæki sem er tengt við húsarafmagn og án geyma get ég ekki ímyndað mér annað en að svoleiðis tæki sé afar ómeðfærilegt og þungt eins og Emil bendir á þarf engan smá spenni í svona verknað þannig að þetta eru allavegana ekki tæki til að taka með í ferðir. En samt langar mig að vita (af því ég er svo forvitinn) ertu að reyna að starta mótor eða vantar þig þetta í eitthvað annað?

    Kv, Óli





  • Author
    Replies
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.