Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Pólitík
This topic contains 59 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 17 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.05.2007 at 21:50 #200279
AnonymousSú skrítna tík, hefur tekið völdin þessa vikuna. Svo hvað á að kjósa um helgina félagar.
Nú koma væntanlega einhverjir nöldurseggir að segja að pólitík eigi ekki heima á f4x4.is.
En ef jeppa og ferðamennska er ekki pólitísk, þá veit ég ekki hvað er pólitískt. Ég ætla allavega að gera gein fyrir atkvæði mínu. Ég kýs ríkisstjórnina og ég kýs framsókn. Einfaldlega vegna þess að það er sá flokkur sem hefur sýnt jeppamönnum einhvern áhuga, í verki. Reyndar margoft ef út í það er farið. Því þurfa þær Jónína og Siv ykkar stuðning á kjördag.
1 Ég kýs ríkisstjórnina vegna þess að ég vill ekki að Brussel ákveði fyrir okkur hvort breyttir jeppar sé heppilegir á íslenskum þjóðvegum.
2 ég kýs ríkisstjórnina því hún tók tillit til útivistafólks og veitti okkur fulltrúa í þjóðgarðsráði Vatnajökulsþjóðgarðar í gegnum Samút
3 Ég kýs framsókn vegna þess að þeir vilja skinsamlega nýtingu auðlinda okkar, samanber virkjanir á Reykjarnesi og í neðanverðri Þjórsá.
4 Ég kýs framsókn sem vill áframhaldandi atvinnuuppbygging, en ekki að við lifum á fjallagrösum í framtíðinni eins og vinstri grænir standa fyrir.
5 Ég kýs framsókn til þess að forða því að hálendið lendi í höndum vinstri grænna, sem vilja að það verði einungis til þess að horf á það á ljósmyndum.
PS enga feimni allir að tjá sig og æsa he he -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.05.2007 at 13:12 #590646
Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem lagt hefur fram skýr drög að því hvernig egi að skipuleggja hálendið, hvaða svæði egi að láta ósnortin og hvaða svæði eru fýsilegur kostur m.a. virkjanaframkvæmda. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem opinberlega lagðist gegn áformuðum kjalvegi Norðurvegar ehf. Samfylkingin, Vinstri græn og framanaf forustusauður Íslandshreifingarinnar mæltu með þeirri framkvæmd, en Ómar Íslands skipti um skoðun á síðustu stundu. stjórnarandsstöðuflokkarnir hafa ekki lagt fram neitt um hvar egi að virka fyrir hugsanlegt netbú Microsoft og fyrir hugsanlega gagnageymslu Yahoo sem saman eru álíka orkufrek og meðal álver, semsagt orkuframleiðsla Kárahnúkavirkjunnar. Vinstri grænir hafa alla tíð lagt sig á móti bjórframleiðslu og mótmæltu því á sínum tíma að bjórsala hæfist á Íslandi, og líka eini flokkurinn sem ekki þorði að sýna sig í mötuneyti Ölgerðarinnar fyrir þessar kosningar.
Núverandi stjórnvöld hafa lagt drög að því að leggja nýjan sæstreng til Íslands sem gerir það að verkum að möguleikar Microsoft og Yahoo á Íslandi eru raunverulegir. núverandi stjórnvöld hafa gert umhverfi atvinnureksturs þannig að stórfyrirtæki vilja alveg eins vera á Íslandi einsog annarstaðar. núverandi stjórnvöld hafa byggt upp blómlegan atvinnuveg og atvinnumöguleika á Íslandi, miklu meira en bara álver. hérna blómstra fjármálafyrirtæki, hátæknifyrirtæki, útgerðarfyrirtæki, afþregingarfyrirtæki og hingað hafa erlend stórfyrirtæki, bæði mengunarspúandi og algjörlega ómengandi, áhuga á að byggja upp starfsemi.
ekkert stopp X-B
12.05.2007 at 13:30 #590648‘I vikunni komu VG í vinnuna til mín til að predika sínar siðareglur og hófu samræður sínar á þessum nótum "við vitum hvað við ætlum að gera spurningin er hvað ætlið þið að gera" vinnufélagi minn stóð upp og svaraði að bragði kjósa sjálstæðisflokkin….. klappaði þá hópurinn sem var saman var kominn í matsal fyrirtækisins ekki þarf neinum að dyljast að þetta var eins og blaut tuska framan í græn andlit vg manna og kvenna.
X-D
kv-Fosti
13.05.2007 at 13:06 #590650Núna er framsókn búin að fá rækilega á kjaftin. Töpuðu 5 mönnum og þurkuðust út í Reykjavík. Verst þótti mér að stjórnin heldur velli.
Jeppumst áfram, ekkert stopp—X-4×4.
Góðar stundir
14.05.2007 at 17:46 #590652Ekki svona vondur Hlynur. Það eru alveg skelfilegir tímar framundan. Ef Framsókn og Íhaldið verða ekki við stjórn lengur þá er ég bara alvarlega að íhuga að flýa af landi brott. Ég er einmitt búin að taka hræðslu áróður þessara manna mjög alvarlegan þar sem þetta eru einu flokkarnir sem geta stjórnað. Það fer örugglega allt í rúst. Engar ólöglegar stöðuveitingar, Bónus feðgar fá að vaða uppi, ekki fleiri sendiráð, fáum ekkert að taka þátt í stríðum, öryrkjar og gamalt fólk fær að vaða yfir okkur og fá jafnvel fría læknisþjónustu, forsetinn kemst upp með að láta almúgan hafa áhrif í mikilvægum málum og svo er ég mest hræddur um að þeir geti ekki skamtað sér almennileg laun.
Skrifa næst frá Danmörku..eða Færeyjum.
kv,
HG
20.05.2007 at 12:37 #590654Er fólkið í Íslanshreyfingunni meiri umhverfissinnar enn fólkið í Vinstri grænum? Hefðu Ómar og hans fólk getað kennt Framsóknarmönnum eitthvað um umhverfismál?
Eftir þessar miklu kosningar og dramatík sem þeim fylgdi finnst mér rödd Íslandshreyfingarinnar hafa þagnað, höfðu þeir kannski ekkert meir að bjóða enn að stöðva virkjanaframkvæmdir og friða ca 90% landsins.
Lítið fannst mér þetta góða fólk í Íslandshreyfingunni tala um heilbrigðismál, atvinnumál, menntamál. Sölumaður hjá Bílaumboði verður að benda kúnnanum á eitthvað meir enn að bíllinn sé búinn ABS bremsukerfi þó það sé góður kostur.
Nú þegar Framsókn og Vinstri grænir munu taka sér stöðu í ræðupúlti alþingis í stjórnarandstæðu grunar mig að þeir munu fylgjast með fleiru enn stórvirkum vinnuvélum á hálendi íslands.
20.05.2007 at 15:57 #590656Fólk er með mismunandi skoðanir á náttúruvernd.
Sumt fólk vill að landið verði einskonar minjasafn um hvernig landið var áður en mannkin varð til og vill að svokölluð ósnortin víðerni verði sem víðast.
Sjá tilvitnun í [url=http://vg.is/media/landsfundir//VG_Granframtid.pdf:3a5k0an2][b:3a5k0an2]stefnu[/b:3a5k0an2][/url:3a5k0an2] VG:
Vaxandi skilningur er nú hér á landi sem og um allan heim á þeirri staðreynd
að ósnortið land og villt náttúra er auðlind sem virða ber og varðveita á eigin
forsendum. Í mörgum löndum er nú unnið að verndun slíkra svæða en fáar
þjóðir í okkar heimshluta eiga jafnmikla möguleika og við Íslendingar í þeim
efnum. Sérstaða Íslands felst fyrst og fremst í einstæðri náttúru og því hve
strjálbýlt landið er. Enn eru stórir hlutar þess óbyggðir og að mestu lausir við
mannvirki og rask. Fullyrða má að á fáum eða engum stöðum sjáist landmótunaröfl
náttúrunnar jafn greinilega og á hinum íslensku víðernum. Þessi
sérstaða er stærsti þátturinn í þeirri ímynd sem í æ ríkari mæli er notuð sem
grunnur undir uppbyggingu og eflingu ferðaþjónustu innan lands og utan.
Við skilgreiningu ósnortinna víðerna ber að hafa til hliðsjónar eftirfarandi
skilgreiningu: "Landsvæði sem er a.m.k. 25 km2 að stærð eða þannig að hægt
sé að njóta þar einveru og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða
umferð vélknúinna farartækja á jörðu, er í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum
og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum,
miðlunarlónum og þjóðvegum, og þar sem ekki gætir beinna ummerkja
mannsins og náttúran fær að þróast án álags af mannlegum umsvifum."
Starfshópur um skilgreiningu ósnortinna víðerna 1998.
Tilvitnun lokið.
Annað náttúruverndarfólk er fólk sem ferðast um landið og nýtur þess án þess endilega að loka fyrir umferð vélknúinna öku tækja.
Ómar er þekktur fyrir sína náttúrvernd, en ferðast um gangandi, akandi og fljúgandi, rétt eins og almenningur í þessu landi.
Ekki finnst mér máttúruvernd sem lokar fyrir aðgengi að sjálfri náttúrunni fýsileg, þó að ég telji mig náttúrverndarsinna.
Kveðja Dagur Umhverfisnefnd.
20.05.2007 at 21:54 #590658Ég veit ekki hvort rétt sé að segja að ég sé endilega ósammála Degi ferðafélaga mínum og félaga í umhverfisnefnd, þekki hann frekar af því að skoðanir okkar liggi nokkuð nærri, en ég held ég geti tekið undir flest það sem kemur fram í tilvitnuninni hér að ofan. Hvað sem má um VG segja þá myndi ég vilja sjá álíka viðhorf í stefnuskrá fleiri flokka, því stærsta ógnin liggur í stórframkvæmdum á hálendinu sem eiga rót sína í að menn skilja ekki mikilvægi óspilltrar náttúru. Mér finnst afskaplega mikilvægt að geta í bland við aðra ferðamennsku lagt Breska heimsveldinu, skellt bakpokanum á bakið og horfið inn á svæði sem ég kemst ekki um á jeppanum. T.d. finnst mér frábært að koma inn á Lónsöræfi, leggja bílnum uppi á Illakamb, rölta niður í Múlaskála með tjaldið og flækjast um svæðið út frá því. Sama á við um fleiri staði á landinu og á allmörgum viðkomustöðum á hálendinu er hægt að bæta miklu við ánægjuna af ferðalaginu með því að rölta í lengri eða skemmri tíma út frá bílnum. Það væri mikill skaði af því ef það yrðu lagðir slóðar inn á hvern blett. Á hinn bóginn eru leiðir sem eru gríðarlega skemmtilegar ökuleiðir sem þarf að verja. Bárðargata sem við höfum viljað stika er dæmi um það. Mjög skemmtileg haustleið, en nokkuð vandrötuð. Persónulega met ég hana allavega meira sem slíka heldur en gönguleið, enda hrjóstugt og örugglega erfitt gönguleið, sérstaklega vegna vatnsfalla. Þetta þarf allt að fara saman í hæfilegri blöndu.
Kv – Skúli
20.05.2007 at 23:21 #590660Þessi áhersla um ósnortin víðerni þar sem einstaklingur á að geta verið einn með sjálfum sér og engar menjar mannvirkja eða vélknúinar umferðar eru á 25 ferkílómetra svæði umhverfis einstaklinginn, finnst mér frekt og sérstaklega þar sem nefnd UST fjallaði um málið og tilgreindi um 1/3 Íslands sem "Ósnortin" og þar með nær allt hálendið sem er eftir án virkjana.
Þetta er einnig viðhorf virkjanasinna sem skipta vilja upp hálendinu á milli almennings með malbikuðum vegum á milli virkjana og hinsvegar "Ósnortinna Víðerna" þar sem enginn merki um vélknúna umferð á að sjást.
Seinast fjallaði fyrrverandi forstjóri Orkustofnunar um þetta í Mogganum og er hann talin einskonar risaeðla með úreltar skoðanir.
En þessar skoðanir virðast lifa enn.
Kveðja Dagur
21.05.2007 at 14:37 #590662Reitur sem er 25 ferkílómetrar er svæði sem er 5 km á kant eða sambærilegt. Þau eru nokkuð mörg og víða á hálendinu og víða talsvert stærri. Svo ég nefni dæmi má benda á Fögrufjöll við Langasjó, áður búinn að nefnda Lónsöræfin en þar er svæði talsvert stærra en þetta sem uppfyllir skilyrðin. Það má hugsa sér að ef maður gengur 2,5 km frá bílnum geti maður verið staddur á miðju slíku svæði. Núverandi slóðar hálendisins eru mjög langt frá því að ógna þessu viðmiði og ég get ekki fallist á að með þessu sé verið að ganga óeðlilega langt í verndun á ósnortnu landslagi.
Kv – Skúli
21.05.2007 at 19:54 #590664Þetta með 25 km2 er svolítið sérstakt. Það lætur lítið yfir sér, en þegar maður skoðar hvað liggur á bak við þessar hugmyndir þá kemur ýmislegt í ljós. [img:3r7q1g6f]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/3929/43109.jpg[/img:3r7q1g6f] Bleikur litur er fyrir víðerni og rautt fyrir friðlýst svæði.
Þetta er skilgreining UST á umfangi 25 KM2 og er ekki mikið eftir fyrir slóðana hans Ofsa.
Sjá [url=http://idnadarraduneyti.is/media/Rafraen_afgreidsla/Audlindaskyrsla_lokautgafa.pdf:3r7q1g6f][b:3r7q1g6f]skýrslu iðnaðarráðuneitis[/b:3r7q1g6f][/url:3r7q1g6f]
Í lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999, er ósnortið víðerni skilgreint sem landsvæði "sem er a.m.k.
25 km2 að stærð eða þannig að hægt sé að njóta þar einveru og náttúrunnar án truflunar af
mannvirkjum eða umferð vélknúinna farartækja á jörðu, er í a.m.k. 5 km fjarlægð frá
mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum
og þjóðvegum, og þar sem ekki gætir beinna ummerkja mannsins og náttúran fær að þróast án
álags af mannlegum umsvifum." Árið 2005 töldust 38.900 km2 landsins til víðerna eða um 38% af
heildarflatarmáli Íslands, en til samanburðar þá töldust 39.900 km2 landsins til víðerna árið 2002.
Einnig er búið að setja nákvæmar reglur hvað megi og s´æerstaklega hvað má ekki vera innan þessara víðerna:
Nánari skýringar um hvað má og hvað ekki innan ósnortins víðernis er að finna í þessu [url=http://www.althingi.is/altext/123/s/0404.html:3r7q1g6f][b:3r7q1g6f]þingskjali[/b:3r7q1g6f][/url:3r7q1g6f] :
1. Mannvirki, sem leyfð eru innan ósnortinna víðerna, skulu vera þannig gerð að mögulegt sé að fjarlægja þau og afmá ummerki eftir þau. Rústir og fornminjar, þar sem mjög lítil ummerki eru um mannvist, þurfa ekki að koma í veg fyrir að svæði sé skilgreint sem ósnortið víðerni. Gangnamannakofar og sæluhús, sem eru innan svæðis þegar það er lýst ósnortið víðerni, geta fengið að vera, en slík hús ber að mála í jarðlitum. Skálar í einkaeign, sem heimild er fyrir, eiga heldur ekki að koma í veg fyrir að svæði verði skilgreint sem ósnortið víðerni, en eigendur þeirra verða skilyrðislaust að lúta reglum um stærð, útlit, umgengni og umferð. Ekki á að leyfa nýja skála nema þá sæluhús fyrir göngufólk og þá ekki á áberandi stöðum eða þar sem um sérstakar náttúruperlur er að ræða.
2. Akstur verði takmarkaður um ósnortin víðerni eins og frekast er kostur. Gangnamönnum verði heimill akstur að sæluhúsum og gangnamannakofum meðan á göngum stendur. Heimilt verði að veita undanþágur vegna viðhaldsverkefna og rannsókna, ef flytja þarf efnivið og tæki á vettvang. Sérstakar reglur verður að setja um akstur á snjó. Umferð vegna veiðiskapar skal miðuð við brýnustu nauðsyn vegna flutninga með afla eða bráð, t.d. við hreindýraveiðar.
3. Fara ber varlega í að merkja göngustíga. Leggja skal áherslu á útgáfu góðra korta um svæðin og hafa vegvísa einfalda og lítt áberandi. Skilti með upplýsingum skulu vera einföld og á vel völdum stöðum.
4. Ef nauðsynlegt er vegna öryggis að hafa göngubrýr skal hafa þær eins einfaldar og kost ur er.
5. Girðingar verði fjarlægðar.
6. Raflínur mega ekki sjást og fjarlægja ber leifar af símalínum.
7. Fjarskiptaloftnet á fjöllum verður að leyfa vegna öryggismála, en þau á að hafa eins lítið áberandi og frekast er kostur.
8. Lendingarstaðir flugvéla eiga ekki að vera merktir eða valtaðir innan þessara svæða. Af öryggisástæðum þurfa þeir þó að vera kunnir flugmönnum og leyfilegt að lenda, ef nauðsyn ber til.
9. Gamlir reiðvegir fá að halda sér, en gæta skal varúðar ef þörf er talin á mörkun nýrra leiða.
10. Sérstækar reglur í anda sjálfbærrar þróunar eiga að gilda um hvers konar nytjar, svo sem beit eða veiðiskap.
11. Fiskirækt í ám og vötnum er óheimil innan ósnortinna víðerna.
12. Landgræðsla og gróðursetning eiga ekki heima innan ósnortinna víðerna. Þó er heimilt að veita undanþágu vegna aðgerða sem miða að því að hefta jarðvegseyðingu.
Mín niðurstaða er að þetta gangi berlega gegn hagsmunum klúbbsins ef engir slóðar megi vera innan þessara víðerna.
Kveðja Dagur
22.05.2007 at 00:27 #590666Væri þetta kort að sýna raunveruleg ósnortin víðerni skv. skilgreiningunni í þingsályktunartillögunni frá 1998 væri Kárahnjúkavirkjun ekki til, við værum ekki að fá virkjanir í Jökulsánnum í Skagafirði og Skaftárveita með Langasjó sem uppistöðulón væri út af borðinu. Það er augljóst að þessi svæði verða seint ósnortin víðerni í þessum skilningi og hafa aldrei verið það. Þar fyrir utan sýnist mér kortið sýna ósnortin víðerni í mun víðari merkingu en þessi þingsályktunartillaga leggur í hugtakið. Enda hefur þetta hugtak verið notað á margvíslegan hátt, t.d. hefur Ómar gjarnan talað um allt hálendið sem ósnortin víðerni, utan virkjanasvæða.
Kv – Skúli
22.05.2007 at 01:26 #590668Hér í [url=http://www.landvernd.is/myndir/UtanVegaSkyrsla.pdf:2f0rsitz][b:2f0rsitz]skýrslu[/b:2f0rsitz][/url:2f0rsitz] starfshóps umhverfisráðherra um vegi og slóða í óbyggðum sem Árni Bragason var formaður fyrir er svipað kort á bls. 7.
Þetta hugtak um víðerni er líklegast fengið frá bandaríkjunum þar sem sett voru lög um "Wilderness" 1964 um svæði som voru alveg óbyggð og er lang stærsta svæðið um 15% af Alaska tekið í þessa vernd og má ekki gera vegi, hús eða eitthvað sem minnir á veru manna.
Ínuitar fá að vera vísu áfram og á seinni árum er borað eftir olíu á svæðinu.
Önnur svæði í Bandaríkjunum eru mun minni og flest undir 1% af heildar flatarmáli ríkjanna.
Þannig að þessi þessi skilgreining á Ósnornum víðlendum hér á Íslandi yfir 30% af heildarflatarmáli landsins er út í hött miðað við hvað aðrar þjóðir eru að gera.
23.05.2007 at 11:39 #59067023.05.2007 at 21:13 #590672Já þetta er gleðiefni og ég er svo bjartsýnn að segja að eftir að ein ríkisstjórn er búin að setja þetta inn í stjórnarsáttmála geti þær sem síðar koma ekki verið þekktar fyrir að leyfa Landsvirkjun að slátra honum.
Líka ánægjulegt að sjá Þjórsárverin tryggð þarna og svo er Torfajökull nefndur. Vekur að vísu spurningu um hvað menn eiga við með því, þýðir það að ekki verði farið í að virkja háthitasvæðið umhvefis Torfajökul eða eru menn bara að tala um jökulinn sjálfan???
Datt í hug að bera þetta saman við ‘sáttakort’ Framsóknarflokksins (heitins). Þar er Torfajökulssvæðið og Kerlingafjöll með rauðum punktum (röskun óheimil) en ekki tekið af skarið með Þjórsárver og Langasjó. Jökulsá á Fjöllum er vernduð í báðum hugmyndum, en Frammararnir eru með Hrafnabjargarfoss á verndun í sínum hugmyndum. Annað sem nefnt er í báðum hugmyndum er eitthvað sem öllum ætti að vera ljóst að ekki verði hróflað við, s.s. Askja sem þegar er friðlýst og Geysir. Að mínu mati tekur stjórnarsáttmálin nokkur mikilvæg skref frammúr hugmynd Frammarana. Vonandi bætist fleira á listann síðar.Kv – Skúli
24.05.2007 at 10:06 #590674ég fæ nú ekki betur séð en að það standi í þessum sáttmála að baugur fái að byggja kjalveginn sinn. blessuð sé mynning ferðalaga umhverfis kjöl án þess að baugur fái 2500 kall á bíl.
24.05.2007 at 11:00 #590676Í sáttmála ríkisstjórnar er tryggt að ekki verður farið inn á ný svaeði, en orðalagið er svona:
"Þar til sú niðurstaða er fengin verði ekki farið inn á óröskuð svæði án samþykkis Alþingis, nema rannsóknar- eða nýtingarleyfi liggi fyrir."
Nýr Kjalvegur þarf að fara um land sem er í dag óraskað.
kveðja Dagur
25.05.2007 at 10:47 #590678yfir kjöl liggur vegur í dag og því er hann ekki óraskað landsvæði, í sáttmálanum eru talin upp þau svæði sem teljast óröskuð og kjölur er ekki í þeirri upptalningu. einnig segir í sáttmálanum að tryggja skuli tengingu á milli landssvæða með sem stystum vegakerfum sem alltaf eru opin umferð. Semsagt vegalagningar þar sem nú eru engöngu sumarvegir.
25.05.2007 at 15:06 #590680Það er rétt hjá Sigga að ýmislegt er loðið við þetta og hægt að túlka. Það er þó líka rétt sem Dagur segir að eins og Kjalvegshraðbrautin er hugsuð liggur hún víða um óröskuð svæði, þ.á.m. um Guðlaugstungur sem Alþingi er búið að friðlýsa. Ég held að þetta hljóti því að þýða að það þyrfti að breyta hugmyndunum talsvert til þess að mögulega sé hægt að fella þær að stjórnarsáttmálanum. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun þessa máls, mér segir svo hugur að talsmenn vegarins séu ekki búnir að gefa hugmyndina upp á bátinn. Þar fer fremstur í flokki Kjartan Ólafsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í umhverfisnefnd á síðasta kjörtímabili. Þeir gætu hugsanlega tekið þá stefnu að láta veginn fylgja sem mest núverandi vegstæði, en þá minnkar líklega ávinningurinn úr litlu í ekki neitt. Ég veit ekki afstöðu hins nýja samgönguráðherra í þessu máli né heldur umhverfisráðherra. Ef mig misminnir ekki hefur hins vegar nýskipaður heilbrigðisráðherrunum lýst yfir efasemdum um Kjalveg.
Ég myndi veðja á að það séu nógu margir stjórnarliðar á þingi andsnúnir þessari hugmynd til þess að koma í veg fyrir að hún nái í gegn, en þrýstingurinn á veginn er hins vegar örugglega mikill.
25.05.2007 at 15:39 #590682Þegar upphaflega samvinnunefndin um svæðisskipulag Miðhálendisins skilaði af sér, var gert ráð fyrir svæði fyrir vegi um Kjöl og Sprengisand, auk Fjallabaksleiðar nyrðri. Reyndar var ekki gert ráð fyrir heilsársvegum í þeim tillögum, en öðru eins hefur nú verið breytt í gegn um tíðina. Þar var hinsvegar ekki gert ráð fyrir að vegurinn færi austur yfir Blöndu sunnan núverandi stíflulóns, eins og mér skilst að verið sé að tala um. Nýi samgönguráðherrann var yfirlýstur stuðningsmaður heilsársvegar yfir Kjöl í vetur, meðan hann var óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu. Varla hefur afstaða hans breyst mikið. Þetta er líka sótt fast af áhrifaöflum í hans kjördæmi og hann getur varla beitt sér á móti þeim eða hvað? Bendi fólki á skýrslu Hreins Hjartarsonar veðurfræðings og deildarstjóra á VÍ um veðurmælingar á svæðinu. Sú skýrsla er heilsársvegi á þessum slóðum varla til framdráttar – og við skulum muna að þrátt fyrir þetta er Hreinn Akureyringur það best ég veit.
http://www2.vedur.is/um-vi/frettir/2007/nr/932
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.