This topic contains 59 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 17 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sú skrítna tík, hefur tekið völdin þessa vikuna. Svo hvað á að kjósa um helgina félagar.
Nú koma væntanlega einhverjir nöldurseggir að segja að pólitík eigi ekki heima á f4x4.is.
En ef jeppa og ferðamennska er ekki pólitísk, þá veit ég ekki hvað er pólitískt. Ég ætla allavega að gera gein fyrir atkvæði mínu. Ég kýs ríkisstjórnina og ég kýs framsókn. Einfaldlega vegna þess að það er sá flokkur sem hefur sýnt jeppamönnum einhvern áhuga, í verki. Reyndar margoft ef út í það er farið. Því þurfa þær Jónína og Siv ykkar stuðning á kjördag.
1 Ég kýs ríkisstjórnina vegna þess að ég vill ekki að Brussel ákveði fyrir okkur hvort breyttir jeppar sé heppilegir á íslenskum þjóðvegum.
2 ég kýs ríkisstjórnina því hún tók tillit til útivistafólks og veitti okkur fulltrúa í þjóðgarðsráði Vatnajökulsþjóðgarðar í gegnum Samút
3 Ég kýs framsókn vegna þess að þeir vilja skinsamlega nýtingu auðlinda okkar, samanber virkjanir á Reykjarnesi og í neðanverðri Þjórsá.
4 Ég kýs framsókn sem vill áframhaldandi atvinnuuppbygging, en ekki að við lifum á fjallagrösum í framtíðinni eins og vinstri grænir standa fyrir.
5 Ég kýs framsókn til þess að forða því að hálendið lendi í höndum vinstri grænna, sem vilja að það verði einungis til þess að horf á það á ljósmyndum.
PS enga feimni allir að tjá sig og æsa he he
You must be logged in to reply to this topic.