This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 19 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Í leiðbeiningum vegna ferðar á vegum bíladeildar Ferðafélags Íslands um Vonarskarð fyrir rúmri viku, kemur fram þeir noti UHF handstoðvar til þess að tala milli bíla.
Þessar stöðvar er tiltölulega nýlegar komnar á markað en þær eru ódýrar og fást víða. Í Elko kostar pakki með tveim stöðvum, hleðslutæki og lithium batteríum 5000 krónur, 3000 krónur án hleðlutækis. Verðin í fríhöfninni eru um 50% hærri en þrefalt hærri í Bílanausti (samkvæmt rhs.is).
Þessar stöðvar eru með rásir á 8 tíðnum rétt við NMT í tíðni (446.00625-446.09375 MHz). Sítónar eru notaðair til losna við truflanir og deila tíðnum milli rása, á sama hátt og gert er á VHF rásum 4×4. Þessar tíðnir eru löglegar í flestum Evropu löndum en í USA eru notaðar aðrar tíðnir í FRS stöðvum sem eru annars sambærilegar.
Mér sýnist að þessar stöðvar eigi að geta komið í stað CB til þess að tala milli bíla, án þess að óviðkomandi heyri eins og gerist á VHF. Það væri gaman að heyra af reynslu þeirra sem hafa notað svona stöðvar í jeppaferðum.
-Einar
You must be logged in to reply to this topic.