Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › PMR446, arftaki CB?
This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 19 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.10.2005 at 07:08 #196549
Í leiðbeiningum vegna ferðar á vegum bíladeildar Ferðafélags Íslands um Vonarskarð fyrir rúmri viku, kemur fram þeir noti UHF handstoðvar til þess að tala milli bíla.
Þessar stöðvar er tiltölulega nýlegar komnar á markað en þær eru ódýrar og fást víða. Í Elko kostar pakki með tveim stöðvum, hleðslutæki og lithium batteríum 5000 krónur, 3000 krónur án hleðlutækis. Verðin í fríhöfninni eru um 50% hærri en þrefalt hærri í Bílanausti (samkvæmt rhs.is).
Þessar stöðvar eru með rásir á 8 tíðnum rétt við NMT í tíðni (446.00625-446.09375 MHz). Sítónar eru notaðair til losna við truflanir og deila tíðnum milli rása, á sama hátt og gert er á VHF rásum 4×4. Þessar tíðnir eru löglegar í flestum Evropu löndum en í USA eru notaðar aðrar tíðnir í FRS stöðvum sem eru annars sambærilegar.
Mér sýnist að þessar stöðvar eigi að geta komið í stað CB til þess að tala milli bíla, án þess að óviðkomandi heyri eins og gerist á VHF. Það væri gaman að heyra af reynslu þeirra sem hafa notað svona stöðvar í jeppaferðum.
-Einar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.11.2005 at 21:24 #530386
Mig langar að segja frá góðri reynslu okkar á Landmannaafrétti af Uhf stöðvunum. Fyrir 2 árum keyptum við 12 stöðvar til að nota við smalamennskuna . Þetta eru Alan stöðvar frá RSH .Þær nota 3 rafhlöður AAA og þarf yfirleitt tvo ganga í 5 daga smalamennsku .þessar stöðvar eru með mjög góða mótun og nýtast vel þar sem er ekki alltof langt á milli manna en draga að sjálfsögðu ekki í gegnum há fjöll. Menn fengust helst ekki til að bera gömlu labb rabb stöðvarnar í erfiðu landslagi og vildu loftnetin brotna . Ég talaði ótrúlega langt með minni gömlu handstöð ,Sharp 0,2 vatta , þar á meðal ofan af Löðmundi að Hellu og heyrði í mönnum í Borgarfirði og víðar langt að. Bara svona smá innlegg Kveðja Olgeir
01.11.2005 at 23:03 #530388Þessi handstöð sem eik er að tala um er snilldartæki. Veit einhver hvort að hægt er að fá bílstöð sem hefur svona breytt bandsvið og er með Cross Band Repeater. Það er snilldin ein að getað endurvarpað UHF handstöð yfir á VHF rás að eigin vali og öfugt.
P.s
Að heyra í mönnum langt að er ekki mælikvarði á hversu öflug stöðin er hjá manni. Ef svo væri gæti ég talað til Ítalíu á CB stöðini minni.
01.11.2005 at 23:12 #530390Eik, ertu viss um að hún geti sent á AM flugtíðnir, flestar af þessum stöðvum senda ekki á AM. ein af fáum sem getur það er VX7R sem getur sent á AM eftir moddið en krafturinn er svo lítill að flugmaðurinn heyrir ekki nema að þú sendir alveg við eyrað á honum.
01.11.2005 at 23:56 #530392Mér sýnist að þessar stöðvar séu mjög svipaðar, nema VX-7R sendir með meira afli (5W í stað 1.5W). Eftir [url=http://mods.dk/view.php?ModelId=114:34n08ncb]breytingu[/url:34n08ncb] á hún að geta sent á flugbandinu en sendiaflið er ekki mikið. Ég hef skoðað handbókina, ég sé ekki betur en að það sé hægt að velja milli AM og FM í sendingu. Annars verður bara að prófa hvort þetta er eitthvað sem hefur praktíska þýðingu. Þar sem það er flugmaður í fjölskyldunni, þá gæti gefist tækifæri til þess.
-Einar
02.11.2005 at 09:06 #530394vx-2r með moddi sendir á 121,5 mhz am en bara á 3 wöttum og 1.5 wöttum á betteríum
kv goðmundur
02.11.2005 at 09:25 #530396Þessi þráður var gerður um hvort að UHF stöðvarnar væru að gera sig eða ekki, sem mér finnst virkilega spennandi umræða þar sem mér finnst persónulega UHF mikið betri græja en CB stöðvarnar.
Þið eruð að þræta um það hvort það meigi kaupa einhverja eina gerð til að tala við flugvélar?
Ég hef nákvæmlega engann áhuga á því, ég geri það daglega í vinnunni og get sagt ykkur að það er bara ekkert spennandi.
02.11.2005 at 10:42 #530398Ég er viss um að Ingi myndi koma skilaboðum frá fólki í neyð til skila til 112 bæði fljótt og örugglega.
Annað er að þessar UHF græjur eru betri kostur en CB.
Kveðja
SBA
02.11.2005 at 20:35 #530400Ég held að við ættum að hvetja sem flesta að velja sér VHF þó að það kosti svolítið meira. við jeppakallarnir erum flestir með VHF, fæstir með UHF og CB sést í færri og færri bílum. Sleðamenn eru komnir með samning við 4×4 um aðgang að VHF endurvarpakerfinu, björgunarsveitir nota VHF og eru með 4×4 rásirnar inni. Við erum nokkrir motorhjólakallar sem erum komnir með VHF í hjálminn. þannig að með því að ganga í klúbbinn og fá sér VHF þá eru möguleikarnir miklir. svo er spurningin hvort klúbburinn þurfi fleiri rásir þegar umferðin er orðin svona mikil?
02.11.2005 at 20:54 #530402Ef þið hefðuð lesið aðeins betur þennan þráð og mín svör, að þá er ekki verið að tala um að taka UHF yfir VHF!
VHF þjónar bara allt öðrum tilgangi heldur en litlar UHF eru hannaðar í.
Pointið með þessari umræðu eins og þráðurinn heitir, PMR446, arftaki CB.
UHF OVER CB, þetta kemur VHF bara ekkert við.
______________________________________________________________________
Tilvitnun;
Ég er viss um að Ingi myndi koma skilaboðum frá fólki í neyð til skila til 112 bæði fljótt og örugglega.______________________________________________________________________
Það er ekki eins og að ég sé að fara að heyra mikið af neyðarboðum á CB talstöðinni, nema frá ferðafélaga mínum því að CB drífur mjög stutta vegalengd.
Ég er með NMT síma sem ég gæti jú notað til þess að hringja í 112. Held að það skilaboðin til 112 komist ekkert mikið hraðar en í gegnum síma.
Enn og aftur fyrir þá sem eru að misskilja þetta, þetta snýst um CB og UHF!!
02.11.2005 at 20:57 #530404Talandi um Ítalíu þá talaði ég einu sinni úr bílnum til Ítalíu í óbreyttri cb stöð Micro 66 og ég talaði við Sigfús á Brekku í Mjóafirði og fleiri þvert yfir landið en þetta var stundum hægt og var við sérstök skilyrði í loftinu og kallað "skipp". En á sólblettatímabilinu sem var yfirleitt á 10 eða 11 ára fresti voru nú ítalirnir til afar mikilla leiðinda og ásamt fleirum yfirgnæfðu allt á rásunum svo að illa gekk að ná langt. Það gat samt stundum verið gaman að þessu og sumir áttu mörg staðfestingakort frá útlöndum en algengt var að skiptast á kortum til að staðfesta samtölin .Með kveðju Olgeir
02.11.2005 at 21:11 #530406Ég hef heyrt sögur af því að menn hafi náð til Færeyja með CB af suðurlandi en finnst það frekar hæpið að draga með 3.5watta stöð til ítalíu. Að vísu er þessi stöð sem þú talar um á AM mótun og einhverstaðar las ég það að AM hefur þann eiginleika að endurkastast af neðra gufuhvolfi en til Ítalíu set ég spurningamerki við. Ég er ekki að kalla þig lygara Olgeir, mér finnst þetta bara frekar langsótt.
Er þetta ekki stöðin
[img:1hp6l3hx]http://www.rigpix.com/cbfreeband/lafayette_micro66.jpg[/img:1hp6l3hx]
02.11.2005 at 21:55 #530408Jú jú Rétt er það Ingi cb, eins og hún er uppsett víðast hvar dregur varla fram fyrir húddið á bílnum, og litu uhf græjurnar henntugri í millibílaspjall en cb.
En umræðan hafði leiðist útí hvort hægt væri að ná sambandi á 121.5, með ákveðinni stöð, og úr því þú talar nú við flugvélar í vinnuni á hverjum degi, og þykir ekki spennandi 😉 var ég að vitna til þess, að þetta væri leið til að koma frá sér skilaboðum um neyð með þeim hætti, nú þegar búið verður að taka af okkur NMT möguleikann.
Það er hinnsvegar ástæða til að taka fram í sömuandrá, að misnotkun á þessum græjum, sem geta vaðið um allt týðinsviðið er afar alvarlegt mál, og varðar við fjarskiptalög.
En enn og aftur, mér hefur reynst vel að nota uhf milli bíla, cb er hjá flestum ónothæft, en þetta hefur ekkert með vhf að gera. Auðvita er það komið til að vera.
Kveðja
SBA.
02.11.2005 at 22:17 #530410það sem ég átti við með mínum skrifum er það að VHF gerir fyrir mig allt sem þarf. líka spjall milli bíla enda er ég ekki feiminn við að aðrir heyri það sem ég segi. þess vegna þarf ég ekki CB né UHF
02.11.2005 at 22:39 #530412Sælir. Þið ráðið alveg hvort þið trúið því en ég og margir fleiri töluðu við ítali og fleiri í útlöndum en það var við viss skilyrði í lofthjúpnum . Algengt var að menn skiptust á staðfestingakortum . Einu sinni heyrðu íslendingar sem voru við höfnina í New York með handstöð í okkur félögum hér og gátu staðfest það með því að segja frá umræðuefninu seinna. Nokkrir færeyingar voru með íslensk FR númer en það voru held é mest sjómenn . Einn hafði kallmerkið Siera Foxtrot . Þetta er rétt mynd af Micro 66 6 rása stöð .Þetta eru afar einfaldar stöðvar og hafa reynst vel .Mína fékk ég 1976 og er hún núna búin að vera stöðugt í Víboninum í rúm 20 ár og alltaf í lagi. Það gæti verið gaman að taka einhverntíma saman ýmsan fróðleik um notkun þessara stöðva á FR tímanum því að oft komu þær að gagni í sambandi við slys og annað en það er nú önnur saga . Kveðja Olgeir
02.11.2005 at 22:46 #530414Undanfarin ár hefur um það bil helmingur þáttakenda í ferðum á vegum umhverfisnefndar 4×4 verið með VHF en c.a. 80-90% með CB. Þessi hlutföll hafa lítið breytst í gegnum árin, síðasta stikuferð var engin undantekning. Ef gerð hefði verið krafa um VHF til þáttöku, hefði helmingur þáttakendanna þar með verið útilokaður, því fæstir hefuðu farið að fjárfesta upp á 50-60 þúsund vegna slíkrar ferðar. Það er hins vegar vel hægt að ætlast til þess að menn séu með tæki sem kostar 1500 krónur per bíl.
Það stangast á við fjarskiptalög að nota amatör stöðvar eins og sumir okkar gera, og því tæplega stætt á því að klúbburinn fari að hvetja til slíks.-Einar
02.11.2005 at 22:55 #530416Ein lausn framhjá þessum þröskuldi er að það er hægt að leigja VHF stöðvar, m.a. hjá klúbbnum. Það að vísu kostar og þá meira en 1500 ef út í það er farið. Í ferðum á vegum jeppadeildar Útivistar er jafnan gerð sú krafa að allir séu með VHF og þeir sem ekki eiga slíkan grip verða bara einfaldlega að leigja sér stöð.
Einn kostur við að allir séu búnir VHF stöðvum er að þá er ekki þörf á að allir keyri í einum hnapp og ekkert mál þó teygist á röðinni, aftasti bíll dettur ekkert úr sambandi. Þetta finnst mér stærsta framförin við það að nota VHF milli bíla, skítt með það þó Hlynur eða einhver sitji við stöðina inni í Setri og fylgist með bullinu. Verði honum að góðum.
Kv – Skúli
02.11.2005 at 22:58 #530418Það sem gæti verið frábær lausn á fjarskiptavandamálum nýliðaferða sem og annara ferða er uppáhaldstæknin mín þessa dagana sem er Cross Band Repeater. Ef að tveir tækjaóðir menn í sömu ferð eru með "fullorðins" stöðvar sem bjóða uppá þennan möguleika þá ætti að vera hægt að hafa aðra á repeat á milli VHF 45 og Rás 1 á UHF og hina á CB 1 og VHF 45. Bingo allir geta talað saman. Og ég tala nú ekki um ef að vel upplýstur fararstjóri sé með eina sem sendir út á FM 89.7 og er með leiðarlýsingu og fræði um staðarheiti og skemmtilegar sögur úr sveitinni.
Kanski fjarlægur draumur tækjaóðs jeppakalls.
02.11.2005 at 23:00 #530420Líklega er þetta rétt hjá þér eik. Ég henti CB stöðinni úr bílnum þegar ég hafði ekki kveikt á henni í 2 ár enda allir mínir ferðafélagar komnir með VHF fyrir löngu. það er auðvitað tóm vitleysa að kaupa stöð á 30000 þegar menn fara í örfáar ferðir á ári og það er líka spurning um hvaða stöðvar ferðafélagarnir eru að nota
02.11.2005 at 23:10 #530422allan þráðin en ef það er ekki komið fram. þá hafa þessar uhf stöðvar verið til fyrir bæði evróðu, asíu og Bandaríkja markað.
Þú getur ekki notað stöðvarnar á milli þ.e. ef að ég er með stöð fyrir Evrópu markað og einhver annar með bandaríkja markað þá getum við ekki talað saman,
02.11.2005 at 23:18 #530424Þetta eru athyglisverðar fréttir frá Útivist. Notið þið þá rásir sem Útivist hefur fengið úthlutað eða er gerð krafa um að menn séu félagar í 4×4 til að komast með í ferðir hjá Útivist? Eða eruð þið kannske bara á rás 45?
Það getur verið töluvert snúið að nota VHF leyfisrásir þegar menn ferðast ekki alltaf með sama hópnum, án þess að teygja á reglum og skilmálum.Kosturinn við PMR er að þar er nóg af rásum (ef menn eru með stöðvar sem styðja sítóna), og allt er fullkomlega löglegt. Gallinn er að stöðvarnar draga ekki mjög langt og menn þurfa að hegða sér í samræmi við það.
Annars var ég ekki að velta fyrir mér verðleikum VHF þegar ég setti þennan þráð af stað, heldur því hvort það væri nokkur ástæða til þess að vera að púkka lengur upp á CB. Mín niðurstaða er að PMR uppfylli flestar þær þarfir sem CB gerir,og raunar talsvert betur en það.
Einn af göllum CB er hvað það getur, undir vissum skilyrðum, verið andskoti langdrægt, sem þýðir truflanir. Þetta er vegna tíðnisviðsins og hefur ekkert með AM eða FM að gera.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.