Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › PMR446, arftaki CB?
This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 19 years ago.
-
CreatorTopic
-
31.10.2005 at 07:08 #196549
Í leiðbeiningum vegna ferðar á vegum bíladeildar Ferðafélags Íslands um Vonarskarð fyrir rúmri viku, kemur fram þeir noti UHF handstoðvar til þess að tala milli bíla.
Þessar stöðvar er tiltölulega nýlegar komnar á markað en þær eru ódýrar og fást víða. Í Elko kostar pakki með tveim stöðvum, hleðslutæki og lithium batteríum 5000 krónur, 3000 krónur án hleðlutækis. Verðin í fríhöfninni eru um 50% hærri en þrefalt hærri í Bílanausti (samkvæmt rhs.is).
Þessar stöðvar eru með rásir á 8 tíðnum rétt við NMT í tíðni (446.00625-446.09375 MHz). Sítónar eru notaðair til losna við truflanir og deila tíðnum milli rása, á sama hátt og gert er á VHF rásum 4×4. Þessar tíðnir eru löglegar í flestum Evropu löndum en í USA eru notaðar aðrar tíðnir í FRS stöðvum sem eru annars sambærilegar.
Mér sýnist að þessar stöðvar eigi að geta komið í stað CB til þess að tala milli bíla, án þess að óviðkomandi heyri eins og gerist á VHF. Það væri gaman að heyra af reynslu þeirra sem hafa notað svona stöðvar í jeppaferðum.
-Einar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.10.2005 at 07:27 #530346
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þessar stöðvar eru mikið betri að því leiti að þú heyrir ALLDREI truflun (ekki hef ég lent í því hingað til, en leiðréttið ef að ég fer með rangt mál) og draga bara allveg slatta miðað við svona lítið kvikindi. hinsvegar held ég að CB dragi lengra, ef að rétt er frá þeim gengið. en þar sem þetta eru hlunkar miðað við UHF handstöðvar, þá yrði UHF fyrir valinu hjá mér, samt ekkert sem að kemur í staðin fyrir VHF í langdregni (það er hér, með öllum endurvörpunum o.þ.h.)
31.10.2005 at 08:34 #530348Er ekki bara best að nota VHF í stað CB. það er nóg af tækjum í bílnum svo maður fari ekki að bæta UHF við. það er hægt að fá ódýrar VHF stöðvar allt niður í 119$ í ameríku. eini gallinn er að þær eru ekki CE merktar og því ekki löglegar hér. ég leifi mér að efast um að þær séu eitthvað síðri fyrir það. 4×4 klúbburinn é fullt af spjallrásum og því ætti það ekki að vera vandamál svo geta klúbbar og klíkur fengið einkarásir.
31.10.2005 at 09:17 #530350Ókosturinn við VHF, fyrir utan verðið, er að klúbburinn er bara með 4 tíðnir fyrir beinar rásir (hef reyndar heyrt að ein tíðni hafi bæst við en það gerir lítið gagn meðan hún er ekki komin í stöðvarnar), sem gerir það að verkum að það verður að reikna með því að fleiri en til er ætlast heyri allt sem sagt er. Ég þekki dæmi um að menn hafi lent í verulegum fjárútgjöldum vegna þessa. Að vísu er hægt að draga úr þessu með því að fá úthlutað einkarásum, en það nýtist bara ef menn ferðast alltaf með sömu ferðafélögunum.
Raunar er VHF sambærilegt við gamla góða sveitasímann sem sumir muna eftir. Það er kannske ekki að öllu leiti slæmt að allir viti allt um alla, en það getur stundum orðið óþægilegt. [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=fjarskiptamal/1334:13nbrk5u]Hér má lesa[/url:13nbrk5u] um áfallið sem einn góður félagi fékk þegar hann uppgvötaði hversu "prívat" VHF samskiptin eru.Afleiðingin er sú að menn nota talsöðvarnar miklu minna nú en þeir gerðu meðan þeir notuðu CB.
-Einar
P.S. Freyr, stöðin sem þú ert með ætti að geta talað við PMR stöðvarnar, þá þarft þú ekki viðbótargræju.
31.10.2005 at 10:00 #530352Ef ég væri að velja mér talstöð í dag og valið stæði á milli UHF og CB myndi ég án frekari umhugsunar velja UHF.
Ég fór með hóp í helgartúr í september síðastliðnum og vopnaði allan hópinn með UHF-stöðvum, það er skemmst frá því að segja að þær voru mjög skýrar og drógu feyki nóg fyrir svona hóp. Í stöðvunum eru fjórar AA-rafhlöður og með því að slökkva á þeim á nóttinni dugðu rafhlöðurnar alla helgina þrátt fyrir að bullað væri stöðugt í þær. Það er líka kostur að hafa stöðvarnar lausar í bílnum því þá er hægt flytja þær á milli bíla, lána þær (gæti verið kostur) og ef þörf er á að setja mann í spotta á undan bílnum í blindhríð er nauðsynlegt að hann/hún verði í sambandi við bílstjórann.Kv. vals.
31.10.2005 at 10:25 #530354Ég hef notað svona FRS/GMRS handstöð keypta í USA bæði á þjóðvegum þar í landi og svo á fjöllum hér heim. Þessar stöðvar eru á svipuðu tíðnisviði og NMT en ég hef ekki prófað hvort þær ganga við evrópsku stöðvarnar sem eru á svipuðu tíðnisviði (væntanlega ekki). Þær svínvirka í sjónlínu (nokkrir km.) en það dregur fljótt úr þeim í hæðóttu landslagi. Ég myndi telja að drægnin væri svipuð og á CB, þ.e.a.s. þetta er ágætis "dyrasími". Lítið, létt og ódýrt.
–
Bjarni G.
31.10.2005 at 12:38 #530356Ég keypti svona stöðvar á Esso á einhverju tilboði fyrir löngu, kostuðu minnir mig 1500 kall og einhverja safnpunkta. Ég hef notað þær 2svar og kem ekki til með að nota þær aftur. Þvílíkt og annað eins aflóga drasl hef ég aldrei séð, mæli með því að menn vandi valið í þessum Uhf stöðvum og fari frekar í þektari merki eins og Cobra og Midland.
ALLS EKKI kaupa þetta sem Esso var að selja.
31.10.2005 at 14:47 #530358Eitt hefur ekki ennþá komið hér fram, en það er það að mismunandi tegundir á UHF stöðvum geta verið með mismunandi tíðnir og/eða sítóna á rásunum. Það er því ekki öruggt að menn með sitt hvora tegundina af UHF stöðvum geti talað saman!
VHF er það eina skynsama í dag, enda búinn að taka cb-stöðina úr bílnum!
Annars er ekkert að því að menn séu líka með UHF stöðvar, en þá verður væntanlega allur hópurinn að vera með sömu tegundina!
31.10.2005 at 14:59 #530360Ég tel það nokkuð öruggt að allar þessar "leikfangastöðvar" sem seldar eru á bensínstöðvum, Europris, Hagkaup, Elko og Rúmfatalagernum séu allar 8 rása og á sama tíðnisviði. Það sem er mismunandi eru óhljóðin sem er hægt að senda á milli stöðva sem "call". Ég hef heyrt allan andskotann á þeim stutta tíma sem ég reyndi að nota þetta.
Annars er mjög gaman að stríða bensínafgreiðslufólki með þessum tækjum. "25 lítrar af mótorolíu á Yaris á dælu 5"
31.10.2005 at 15:13 #530362Einu UHF stöðvanar sem leyfilegt er að nota hér, án skráningar, eru þær sem fylgja PMR446 staðlinum. Amerískar FRS stöðvar nota aðrar tíðnir sem ekki er heimilt að nota hér á landi án sérstaks leyfis.
Allar PRM446 stöðvar nota sömu 8 tíðnirnar, en notkun á tónum virðist breytileg.
Mér sýnist í fljótu bragði að þær stöðvar sem seldar eru núna séu flestar með CTCSS sítónum, sumar líka með DCS. Ef stöðvarnar eru notaðar án þess að vera með CTCSS eða DCS virkt má búast við allskyns truflunum, a.m.k í þéttbýli, líkt og stebbi lýsir hér að ofan. Hugsanlega hafa verið seldar stöðvar án sítóna, en ef mér skjátlast ekki, þá voru stöðvarnar sem ég sá í Elko allar með möguleika til þess að velja a.m.k. 38 mismunandi tóna fyrir hverja af 8 tíðnum, Þetta gefur möguleika á 304 mismunandi rásum.
-Einar
31.10.2005 at 15:57 #530364Ég er búinn að prófa fullt af þessum stöðvum. Midland, Euro wave, cobra o.fl.
Niðurstaðan er sú að krakkarnir eiga fullt af talstöðvum til að leika sér að.
En þetta er kannski ágætis arftaki CB – virkar álíka vel og að kalla út um gluggann.
En án gríns þá eru þessar stöðvar flestar gefnar upp fyrir að draga allt að 10 km – sem er algert kjaftæði, þetta dregur ágætlega um 1 – 2 km nema við allra bestu skilyrði. Og fyrir mína parta þá er slík drægni allt annað en nóg og ég hef margoft lent í því að hópur sem er að ferðast saman er með lengra á milli bíla en þetta.
Í fyrra var ég í hóp þar sem voru 4 bílar – 3 með VHF og einn án fjarskiptatækja og honum lánaði ég eina svona stöð. Síðan hrepptum við aftakaveður á miðjum Langjökli – það slæmt að á tíma sá ekki á milli bíla – þessi með UHF stöðina "Týndist" þ.a. hann missti sjónar á næsta bíl á undan þrátt fyrir að vera bara um 50 metra á eftir. Hann náði að kalla í bílinn á undan með þessu dóti en ég sem var fremstur – um 100 m á undan honum heyrði ekkert í honum – þannig að við urðum varir við að hann var að dragast afturúr. Ef við hefðum verið komnir orlítið lengra í sundur þá hefði þessi ruslahaugur sem kölluð var talstöð ekki gert neitt gagn og við týnt bílnum í kolvitlausu veðri og ekki átt séns á að ná neinu sambandi við hann…..
Þannig segi ég að þetta dót er fínt sem leikföng fyrir krakka – en að nota þetta sem fjarskipta- og öryggistæki í ferðum á fjöllum er rugl.
Þannig að ég er á þeirri skoðun að VHF er það eina sem hægt er að treysta á – og ef einhvern langar að hlusta á það sem ég er að segja í stöðina – þá hann um það…..
Benni
31.10.2005 at 16:06 #530366Ég geri ráð fyrir að enginn heilvita maður sé að hugsa um að nota UHF í staðinn fyrir VHF!
UHF stöðvarnar eru eingöngu viðbót við VHF, sem eru nú eitt besta öryggistækið sem við höfum í dag á fjöllum!
Hvaða tegund á maður að kaupa af UHF stöð sem nær öllum tíðnum og sítónum? Svona "universal" UHF-stöð.
31.10.2005 at 16:23 #530368Af þessu dóti sem ég hef prófað þá er stöðin sem ég keypti í Bílanaust með flesta möguleikana. þ.e. a.m.k 8 rásir (minnir þó að þær séu fleiri) sítónar, scan o.fl. Mig minnir að það sé Midland.
En hún dregur jafn stutt og hinar – mældi hana á þjóðvegi 1 þar sem hann var lítið eitt hæðóttur. báðar stöðvar með ný batterí og þá dró þetta 2,7 km – eftir það var ekki hægt að skilja viðmælandann.
Benni
31.10.2005 at 16:25 #530370Það er alveg rétt að UHF er aðeins viðbót við VHF og kemur alls ekki í staðin fyrir hana en ef velja ætti á milli UHF og CB væri UHF betri kostur. Þessar stöðvar sem ég var með í áður nefndri ferð voru Yaesu VX400. Það teygðist aldrei nógu langt á hópnum til að einhver dytti út og sem dæmi þá sat ég heima í stofunni hjá mér í Hafnarfirði og talaði við anna mann sem var inni í húsi á Hringbrautinni í Reykjavík og var sambandið alveg skýrt. Það eru örugglega margar tegundir af UHF-stöðvum til með mismunandi sendistyrk en þessar stöðvar sem ég var með eru einu stöðvarnar sem ég hef reynt og líkaði bara vel.
kv. vals.
31.10.2005 at 16:40 #530372Sæll Vals – varstu ekki að spjalla á VHF tíðninni þarna bæjarhluta í millum.
Mér sýnist þessi [url=Yaesu VX400]VX400[/url] stöð vera bísna snjöll – þar sem hún er bæði VHF og UHF – er þetta dýrt tæki ?
Mér þykja hinsvegar þessar litlu UHF stöðvar dauðleiðinlegar, eru yfirleitt útum allt (eða neðst undir öllu) og afar algengt að þeir sem eru komnir yfir hæðina heyra ekki baun í þeim hinum sem eru hinumeginn – en nást þó ágætlega á CB.
Þeir sem ég ferðast oft með eru ákaflega hrifnir af þessu tæki … en eru líka með CB til vara (hafa ekki allir þróast í VHF).kv. Siggi
31.10.2005 at 16:50 #530374Amatör stöðvar er hægt að stilla á allar tíðnir og tóna. Ég hef t.d. verið að skoða [url=http://www.universal-radio.com/catalog/ht/0176.html:2to6bif0]þessa[/url:2to6bif0] stöð, sem er bæði VHF og UHF og getur þar að auki hlustað á lægri tíðnir, t.d. útvarp og CB.
-Einar
31.10.2005 at 20:57 #530376Þessar stöðvar sem ég var með í láni eru UHF og tíðnin er að mig minnir eitthvað í kringum 450.000 MHz. Þessar stöðvar eru róbúst ca. 12cm á hæð, 8 rása og að sögn lánandans eru þær ekki með VHF-rásum. Þær eiga að kosta eitthvað í kringum 30.000kr. Ég veit sosem ekkert meira um þær en var eins og áður segir nokkuð sáttur við skýrleika og drægni þeirra.
kv. vals.
31.10.2005 at 21:08 #530378Þaðe er ekki nóg að kaupa stöðina það þarf líka að koma henni til landsins og það er ekki hægt nema að "smegla" henni í handfarangri.
01.11.2005 at 10:38 #530380Við félagarnir fórum í ferð nýlega, og áður en við fórum datt einum í hug að kaupa talstöð í eico sem var á tilboði, bara til að prófa.
Hún virkaði mjög vel, talað var á milli bíla og tel ég að drægni þeirra hafi verið vel það sem framleiðandinn gefur upp og jafnvel lengra.
Ég er mikið að spá í að fá mér þetta í staðin fyrir að setja einhvern CB hlunk í innréttinguna til að geta talað á milli bíla.
En þessar upplýsingar koma af Eico.is
________________________________________________________________Cobra MT 525 8 rása handstöð
Handhægar og vandaðar stöðvar frá hinum heimsþekktaframleiðanda Cobra.
Stærð (BxHxD):61x98x31 mm
Þyngd:96 gr
Drægni allt að 3 Km
8 sendirásir
38 (Sub)rásir CTCSS
Rafhlöðusparnaðarstilling.
Lyklaborðslæsing
Beltisfesting
Notar 3 stk. AAA rafhlöður. Nota má venjulegar eða hleðslurafhlöður.
Upplýstur skjár
Senditíðni :446.00625-446.09375 MHz
Hleðslutæki og höfuðheyrnartól fáanleg.
Verð kr: 9.900
TILBOÐSVERÐ kr: 5.900
01.11.2005 at 15:42 #530382Einar, ég þekki einn sem sona vx2 stöð og hann er svakalega ánægður með sína. Mæli með henni sem aukastoð í jeppann þetta er að vísu bannað nema með amatörleifi. (!!þetta er nefnileg stórhættulegt tæki og ógn við þjóðaröryggi ef einstaklingar ganga um með 2 watta talstöðvar í vasanum!!)
Hún nýtist þér hinsvegar ekki nema með moddi og verður þá ólögleg líka með amatörleyfi en það er aðvelt bæði með [url=http://www.mods.dk/view.php?ArticleId=2740:77i8ci0w]jumpperum[/url:77i8ci0w] og með
[url=http://www.qsl.net/kc8unj/index.html:77i8ci0w]softwarei[/url:77i8ci0w]. Eftir moddið er hægt að nota hana nánast í alt nema að skipta um dekk og mæla smurolíuna. Ef þú ætlar að nota stöðina til að ganga með og þá sem öryggistæki skaltu frekar takka ft60 hún er með 5 watta sendi og lítið dýrari en vx2 hún nær hinsvegar ekki miðbylgju, fm útvarpi og cb eins og vx2.
kv gðmundur
01.11.2005 at 19:22 #530384Mér sýnist það megi nota þessa stöð til þess að fremja allskyns óhæfuverk, þar á meðal:
Skanna CB rásirnar.
Hlusta á flugrásir .
Kalla í flugvélar, t.d. í neyðartilfellum.
Senda neyðarkall á 121.5 MHz (am), neyðarrás sem notuð er í flugi og af neyðarsendum á björgunarbátum.
Messa yfir ferðafélögunum í gegnum FM útvarpið, (þar sem þeir geta ekki svarað fyrir sig).
Hlusta á NMT
Tala við PMR og aðrar UHF og VHF talstöðvar.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.