Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Plastviðgerðarmaður??
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Gísli Þór Þorkelsson 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
29.11.2006 at 15:47 #199069
Einhver velviljaður sem ég man ekki lengur hver var, í Hjálparsveitarferðinni, vissi um góðan plastviðgerðarmann. Getur Sá hinn sami haft samband og gefið mér nafn á honum?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.11.2006 at 15:57 #569742
[url=http://plastvidgerdir.is/:26eup46g][b:26eup46g]Plastviðgerðir[/b:26eup46g][/url:26eup46g]
kv gundur
29.11.2006 at 15:57 #569744Sæl Barbara. Þú getur prófað að tala við Grétar í Kópavoginum, held götunni fyrir neðan BYKO.
Agust
29.11.2006 at 19:00 #569746Það er enginn betri en Helgi Guðmundsson (Plastviðgerðir H Guðmundsson ehf). Hann rekur verkstæði á Eldshöfða 1 síminn hjá honum er 567 3999. Hann er alger snillingur og gerir meðal annars við allt plast á tjönuðum bílum fyrir tryggingarnar.
Ég ábyrgist að þú færð ekki betri vinnu.Kveðja:
Erlingur Harðar
29.11.2006 at 19:15 #569748Síðast þegar ég átti viðskipti við Plastviðgerðir Gretars, þá fannst mér útseld vinna vera á við forstjóralaun, svo næst ætla ég að prófa þennann á höfðanum.
….ég tek undir með Baldri að vinnubrögðin voru 100% og tímasetningar stóðust. Eftirá að hyggja, í mínu tilfelli hefði verið nánast jafn dýrt að kaupa nýja hluti (með afslætti).
29.11.2006 at 19:15 #569750Síðast þegar ég átti viðskipti við Plastviðgerðir Gretars, þá fannst mér útseld vinna vera á við forstjóralaun, svo næst ætla ég að prófa þennann á höfðanum.
29.11.2006 at 19:41 #569752ég verslaði við þá í sumar fyrra útaf vinnunni, það var bara alltof dýrt. Töluvert hærri taxti en á venjulegu bílaverkstæði. En vinnubrögðin voru mjög góð
29.11.2006 at 20:03 #569754Ég mæli með Þessum, hann lagar allt fyrir mig og er sanngjarn og góður…
http://frontpage.simnet.is/plastver/index.htm
29.11.2006 at 20:35 #569756Ertu búin að taka stuðarann af Barbara?
Hafðu samband.
Kv. Úlfurinn.
29.11.2006 at 22:02 #569758ég heiti Bjarki…svona ef þú ert búin að gleyma því..
Og já sammála Plastviðgerðir Grétars er RUGL. með stóru Ri
þeir miða við verð á nýju stykki nánast sama hversu lítið þarf að gera….
29.11.2006 at 22:20 #569760En bara svona að gamni, ég sendi honum myndina af stuðaranum og fékk til baka svona cirka tölu upp á 50þúsundkall..!!!
29.11.2006 at 22:29 #569762Vááá ertu ekki að grínast….þetta er varla fyndin upphæð á svona einfalt verk. Þá ætirðu nú frekar að taka upp lóðboltan góða og trefjasparsl 😉
30.11.2006 at 00:04 #569764
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll gaman væri að fá að sjá mynd af stuðaranum því að hann hlýtur að vera í kássu miðað við að hann ætlar að vera ca. 8 tíma að gera við hann miðað við verðið. Grétar er mjög góður í plastviðgerðum en hann rukkar líka vel fyrir mjög góð vinnubrögð.
30.11.2006 at 00:06 #569766[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/4955/36461:99pz6vuu][b:99pz6vuu]Stuðarinn[/b:99pz6vuu][/url:99pz6vuu]
30.11.2006 at 00:35 #569768Lóðbolti og sparsl;-)
30.11.2006 at 00:39 #569770hefur virkað fínt hjá mér….
30.11.2006 at 01:34 #569772Er þetta ekki bara plastkover utan á sjálfum stuðaranum, hvað kostar svona í Benna? Svo eiga þeir í Hedd þetta, gætu meira að sega átt þetta til í hvítum lit.
Lúther
01.12.2006 at 10:16 #569774fékk bréf frá Grétari í Plastviðgerðum þar sem hann kvartar undan ósanngjarnri umræðu um cirka verð sem hann gaf mér í viðgerð á stuðara. Læt bréfið hans og sundurliðun á viðgerð fylgja hér með þar sem ég hef ekki áhuga á að vera ósanngjörn við einn eða neinn.
Sæl Barbara.
Ástæðan fyrir því að ég semdi þér þessar línur er sú að ég sá mjög ósannjarna umræðu um mig í tengslum við stuðarann á bílnum þínum.
Þetta verð sem ég gaf þér upp var cirka verð með allri vinnu við allt verkið, sprautun og vinnu við að taka hlutinn af og setja á aftur, og ég sagðist þurfa að fá bílinn á staðinn til nánari skoðunar.
Viðgerð á stuðaranum sjálfum var 22000 ekki. 50000, þetta sendi ég þér sundurliðað, mér þætti vænt um að þetta verði leiðrétt.
Ég vara þig við lóðbolta og trefjaplastviðgerðum það er ekki viðgerðaaðferð fyrir þetta plast, ég er að tala um 100% viðgerð miðað við útlit og styrk. Það eru margir sem halda að það sé ekkert má að gera við svona hluti, ég fæ nánast í hverri viku endurvinnu eftir svona snarreddara , og kostnaður við það lendir á bíleigandanum.
Það eru ekki margir á Íslandi sem geta lagað svona skemmd á réttan hátt, Við kunnum það og ég get mælt með Helga á Eldshöfða og engum öðrum.Kveðja.
Grétar Þórisson.
Viðgerð á stuðara 22000 plastið
Vinna við að taka af og setja á aftur 13000
Sprautun 1/2 stuðari 15000 aðkeypt vinna
Samtals: 50000 m.vsk
01.12.2006 at 11:31 #569776Já það er satt það er ekki sangjarnt að vera með ósangjarna um ræðu um áhveðið fyrirtæki á netinu, enn að mínu mati þá er þetta allveg fokdýrt tilboð, enn reyndar fer lúmskur tími í að taka stuðaran af og setja á aftur til dæmis sem að þú getur hæglega gert sjálf og sparað marga peninga. Hitt er svo annað mál að halda því fram að það séu bara 2 menn/ fyrirtæki sem geta lagað plast sómasamlega er bara bull og ósanngirni á aðra menn í faginu.
01.12.2006 at 15:12 #569778Það eru mikið fleiri menn sem eru í þessu og eru mjög góðir
og verðið á allt öðrum skala en hjá Plastv..Grétars.
Ég er með einn aðila sem hefur verið í þessu fyrir mig.
er búin að flytja inn og gera við tugi bíla síðasliðin ár.
En viðkomandi vill fá vinnufrið og því vil ég ekki benda á hann hér.
ég reyndi við Plastv Grétars á sínum tíma en gafst upp á bull
verðinu sem mér voru boðin hvað eftir annað.
01.12.2006 at 16:25 #569780Plastviðgerðir Grétars hafa reynst mér ákaflega vel og verið sanngjarnir í verðlagningu, vinnubrögðin mjög góð. Ég held að menn finni það nú líka á verkefnastöðunni hvort þeir eru að verðleggja sig út af markaðnum, ég sé a.m.k. ekki samkeppnina í þeim sem vilja ekki láta ná í sig?
Mér finnst líka mjög heiðarlegt hjá Grétari að benda á hverjum öðrum hann treystir í vinnubrögðum, eitthvað myndi nú heyrast ef bent væri á bílskúrskalla sem svo stæðu sig ekki?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.