Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Plast body er það sniðugt???
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjartmar Ö. Arnarson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
05.03.2007 at 18:40 #199853
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að það sé eitthvað við í því að fá sér plast body á jeppann. Ég veit vel að maður losnar við rið vandamál en koma bara ekki einhver önnur í staðin? Ég hef einhverra hluta vegna bara viljað hafa þetta original og ekkert viljað sjá neitt annað. Því spyr ég hvað finnst ykkur sniðugast / best? Er það plastið, ál eða járn og af hverju? Ég væri líka alveg til í að fá einkver rök með og á móti.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.03.2007 at 19:39 #583342
Jahh sko plastið hefur verið þónokkuð mikið notað af willis eigendum og er misjafnt hvort það sé frammendin eða skúffan líka eða bara boddýið allt.
Þetta hefur auðvitað sína kosti þetta er léttara ryðgar ekki en gallarnir hljóta að vera einhverjir t,d held ég að boddýið gangi aðeins meira til heldyr en ál/járn og getur það gert lakkið ljótt þ,e,a,s stjörnur og brot jafnvel í lakkið
en ég hef aldrei verið svo frægur að eiga bíl með plastboddýi þó var ég með willis með plastframmenda en það voru þónokkrar stjörnurnar í boddúinu á honum
vona að þetta hjálpi eitthvað:P
davíð Karl
05.03.2007 at 20:15 #583344Ég var lengi á þeirri skoðun að plastið væri sniðugt, ryðgar ekki og væri létt. En eftir að hafa talað við nokkra sem vita meira um þetta en ég þá líst mér ekki jafn vel á plastið. Til að ná nægum styrk er plastið oft þykkt og jafnvel með krossviðarstyrkingum og viktar þegar upp er staðið jafnvel meira heldur en blikkið.
.
Hefur einhver hérna viktað bílinn sinn fyrst með orginal boddýi og svo með plastboddýi og getur frætt okkur um þyngdarmunin????
.
Freyr
05.03.2007 at 20:23 #583346koltrefjar fyrir þá sem hafa efni á það væri gaman að vita hvað koltrefja patrol myndi kosta og ætli vélin yrði ekki jafnvel nægilega kraftmikil fyrir svoleiðis bíl
05.03.2007 at 23:29 #583348Koltrefjar eru ca. 4-5x dýrari en glertrefjar, miðað við þyngd. Hins vegar þarf mun minna af þeim fyrir sama ,,styrk", það er nú samt verulega háð formi uppleggsins. T.d. ef um er að ræða sléttan flöt, þá ræðst stífleikinn miklu fremur af þykkt heldur en gerð trefja. Ef um er að ræða form þar sem togspennur koma í efnið koma koltrefjarnar vel út. Hins vegar hafa glertrefjarnar það umfram að þær eru ekki alveg eins stökkar.
Mesti styrkur fyrir minnstan pening er sennilega að nota OFNAR glertrefjamottur í stað þessara hálmmotta sem jafnan er verið er að nota í boddísmíði og báta. Jafnframt þarf að velja hentugt resin miðað við hvernig smíðin fer fram (vacum dregið, rúllað, pre-preg…)Ultimate-styrkur fæst með pre-preg koltrefjum (búið að setja resinið í trefjarnar, oftast epoxy), sem eru lagðar upp eins og teip, svo er plastað yfir með sérstökum möskum, lofttæmt og sett í autoclava (þrýstihylki með yfirþrýstingi og hita) til að láta allt harðna.
Ég hugsa að rúður og sæti, já og kannski teppin, yrðu ráðandi faktor í þyngd á Patrol boddíi úr koltrefjum….Það sem væri hins vegar AFAR spennandi verkefni, væri grind, stífur og hásingar úr koltrefjum. Þar eru ofurefnin algerlega á heimavelli þar sem verið er að skipta út þungum og sterkum hlutum fyrir létta og sterka.
Ég heyrði líka af því fyrir nokkrum árum að einhverjir Rússar voru að reyna að komast yfir nýlega Cummins úr Dodge Ram, sem þeir ætluðu að endursmíða úr títani !!! Þokkaleg rella það…Gott í bili
Grímur
06.03.2007 at 00:33 #583350Ég tek undir með síðast ræðumanni, virkilega góð skrif, en koltrefja efnið er virkilega skemmtilegt og athyglisvert efni, það hagar sér öðruvísi en málmar og önnur plastefni. En það er þannig með carbonið að ef nógu færir menn komast í það að smíða úr þessu er hægt að hanna(í þessu tilfelli boddý) dót algjörlega eftir huganum, þ.e.a.s. þar sem þú veist að mæðir mikið á boddýinu þar er hægt að vefja carbon þræðina þannig að vikilega mikill stífleiki myndast kannksi til hliðar(hægri-vinstir) meðan hægt er að fá "fjöðrun" í efnið upp og niður. Þetta veldur því að þar sem stífleika er óskað er hægt að fá hann en á þeim stöðum þar sem ekki er jafn mikilvægt að hafa stífleikann er hægt að létta boddýið…þ.e.a.s algjörlega hægt að ráða því hvar styrkurinn er í efninu og hvar er skorið niður þyngdin. Þetta er kosturinn við koltrefjarnar að það er hægt að fá mismunandi stífleika í mismunandi áttir(stiffness dirrection) eftir því hvar þess er óskað. T.d. eins og nefnt var með stífurnar að þar væri hægt að fá hámarksstífleika í beinni línu hásing-boddyfesting en til að losna við þvingun væri hægt að hanna efnið þannig að það "fjaðrar" t.d. í þá átt sem þvingun myndast, við fóðringarnar eða álíka…
Ég þekki þetta carbon efni úr hjólum en framleiðsla á "high-end" carbon hjólum er með því fremsta sem gerist í carbon framleiðslu. Hjólaframleiðendur hafa t.d. verið í samstarfi við Ferrari F1 lið o.fl. En í hjóli þá er hægt að hann það þannig að stífleiki fæst t.d. í kringum sveifarnar(hliðarstífni) en mýkt í efninu þannig að það taki "víbríng" og virkar þannig eins og mini-demparar. En já ég veit þið hafið kannski ekki gífurlegan áhuga á hjólum en vildi bara láta þetta koma með.
Allavega finnst mér þetta algjört snilldar efni og þyngdin á þessu er sú allra besta sem gerist.!!
Kv. Dabbinn
06.03.2007 at 00:37 #583352Það væri gaman að heyra hvað þeir sem hafa prufað þetta segja um þessa hluti. Gunnar Gunnarsson og Bjartmar Ö. Arnarson hafa báðir breytt Willys eða eiga Willys með plast body og ættu að geta frætt okkur um kosti og galla þess. En hvað segja menn um ál? Eru engir búnir að prufa það?
11.03.2007 at 13:53 #583354Er ekki eitthvað íslenskt fyrirtæki sem framleiðir svona body? Mig minnir að ég hafi séð svona auglýst einhvern tíman. Veit einhver hvernig þau voru þá að reynast?
11.03.2007 at 17:58 #583356
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eins og koltrefjar gefa mikla möguleika í smíði þá er svimandi hátt verð þeirra algjörlega flugvélaframleiðendum að kenna. Nýja risa Airbus þotan notar 30% composite efni og Boeing þotan sem sett er henni til höfuðs notar 50%. Búnir að klúðra þessu algjörlega fyrir okkur.
Ég hef verið að leita eftir koltrefjum og epoxy resini í ákveðið verkefni. Þetta virðist illfáanlegt hér á landi. Einn aðili að því ég best veit að flytja það inn. Virðast líka fáir vera smíða úr koltrefjum hérlendis, nema náttúrulega Össur stoðtækjaframleiðandinn. Þeir nota pre-preg koltrefjar í sínum smíðum. Allir bara í gamla trebba og poly resini (ísl. bátaframl. hefð).
11.03.2007 at 21:35 #583358Fiberglass body-ið mitt kemur frá AJ’s Fiberglass. Það var mjög vel smíðað. Gunnar Ingvi hjá Brettakantar.is breytti síðan hjólhafinu og smíðaði kanta og fleira. Það tókst mjög vel.
Ég bað um að létt body hjá AJ. Þar sem ég var að skipta um Wrangler skúffu yfir í Scrambler (ca66cm lengri) þá er samanburður ekki alveg raunhæfur. En þyngdarmunurinn var óverulegur en ég fékk mun sterkara body en var fyrir á bílnum. Síðan var smíðaður alveg nýr bíll utan um plastið og léttist margt en annað var þyngra en í gamla bílnum þannig að það er erfitt að segja. Loka niðurstaða var sama þyngd og á gamla en mun stærri bíll.
Ókostir við plastið:
Það þarf að leggja jarðtengingar um allt.
Óslétt ef menn eru að leyta eftir óaðfinnanlegu lakki.
Plastið er sjaldan nákvæm eftirlíking af orginal hlutnum.
Annars er ég mjög sáttur…
11.03.2007 at 22:04 #583360Fallegt tæki hjá þér Bjartmar! en ég er smá forvitinn hvað er maður að borga fyrir svona boddý að utan hvað svona ca ???
Kv Davíð Karl
12.03.2007 at 20:13 #583362Takk fyrir það.
Mig minnir að bodyið hafi kostað 1800$ og húsið 1600$. En síðan kemur vandamálið með flutning, tolla osfrv.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.