FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Plana hedd á Pajero 98?

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Plana hedd á Pajero 98?

This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson Ágúst Úlfar Sigurðsson 19 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 09.12.2005 at 00:25 #196820
    Profile photo of
    Anonymous

    Það lítur út fyrir að þessi óendanlega martröð mín með þetta bílhræ hætti ekki, og lítur núna ALLT út fyrir að heddið sé farið á þessari dollu! (þar sem ég er búinn að reyna allt til að gera hann betri en þakkirnar frá þessar druslu er að hann fer að láta fleiri kúnstum til að flýta fyrir gráhærunni). Lítur nú allt út fyrir að þessi ást mín á pæjum sé að deyja, allavegana er þessu ástarævintýri að ljúka!
    Svo ég ákvað að fara í það að einblína á þetta hedd, svo inn í öllum þessum dekur prósess mínum við hóruna þá ráðfer ég mig við þá upp í Bílaspítala, og þar fæ ég þær upplýsingar að það sé ekki hægt að plana heddið á þessum bílum („98 2.5 disel turbo) of hart í þeim eða einhvað álíka. Þannig spurningin er sú, er það rétt sem við mig var sagt? eða eru menn búnir að vera láta plana þau og bara fínt?
    Vill undirstrika það að öll sú útblásning hér að ofan er bara af einskærum pirringi, pajero eru undursamlegir bílar, bara á meðan þeir koma ekki í hendurnar á manni á viðhaldstímanum!

  • Creator
    Topic
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)
  • Author
    Replies
  • 09.12.2005 at 08:15 #535398
    Profile photo of Ólafur Hallgrímsson
    Ólafur Hallgrímsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 544

    Ég skil gremju þína vel. Á sjálfur 96 árgerð með 2,5. Heddið fór með látum og ég lét gera við það. En það dugði innan við 5000 km þar sem það gleymdist að skoða vatnskassann sem reyndist stíflaður og lét ekkert á kræla þegar sauð á bílnum og pakkningin fór aftur. Eftir að hafa hent bílverði í bílinn reyndist hann svo verðlaus í verðmati hjá umboðsaðila Heklu svo að ég skellti honum á 36". Nú eru hins vegar farin að heyrast óhljóð í framhjólabúnaði þegar ég legg á hann og tek af stað. ÓUPPLÝST!!!!





    09.12.2005 at 09:55 #535400
    Profile photo of Hreinn Jónsson
    Hreinn Jónsson
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 20

    Afhverju er heddið að fara er hann að missa vatn eða er hann að blása upp í vatnkassan Hreinsi og pæjan





    09.12.2005 at 10:36 #535402
    Profile photo of Ólafur Hallgrímsson
    Ólafur Hallgrímsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 544

    Í mínu tilviki þá var það þannig í fyrra skiptið að hann fór að tapa vatni en í seinnaskipti hefur bara verið um þrýsting að ræða. Núna er hann reyndar farinn að gleypa vatn aftur og ég bið til guðs að þetta sé ekki að koma fyrir aftur.





    09.12.2005 at 11:37 #535404
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Ég hélt að þessar 2,5 vélar entust og entust – í það minnsta hef ég ekki heyrt annað en að menn séu að keyra þessar vélar í a.m.k. 300 þ, vandræðalaust

    En svo veit ég að hedd á 2,8 vélina var að kosta um 100þ.

    En er þetta ekki fyrst og fremst að fara út af of miklu álagi – of háum afgashita ? Það er allavega, held ég helsta ástæðan og því mætti án efa forða mörgum svona tjónum með meiri og betri kælingu (2,8 vélin þarf þess allavega og reyndar 3,2 vélin líka ef bíllinn er kominn á 44")

    Ég veit að menn hafa verið að festa kúplinguna viftuspaðanum og setja auka viftur í þessa bíla – eins auka loftstreymi í gegnum húddið með því að opna upp að aftan – svo í sjálfskiptu bílana verður að setja kæli á skiptinguna.

    Svo er að sjálfsögðu kjörið að vera með afgashitamæli og keyra eftir honum – ekki það að ég hafi getað það….

    Ólafur – hvernig eru þessi óhljóð ? Það er eðlilegt að það smelli í klafanum í fullri beygju og þegar tekið er af stað – svo gætu kúluliðir við hjól verið orðnir daprir og heyrst í þeim – nú einu sinni lenti ég í að skinna/málmhringur í kúlulið losnaði og gaf frá sér hin undarlegustu hljóð… Eins getur "shift on a fly" búnaðurinn gefið frá sér skrall hljóð ef það vantar vacum til að halda framdrifinu af ( hann er default í framdrifi (sídrifi) þegar ekkert vacum er til staðar.)

    bara svona smá hugmyndir – Annars bila Pajeró aldrei og það er algerlega óhugsandi að menn geti misst ást á þessum eðalvögnum þegar þeir hafa kynnst þeim….. :-) Ég er allavega búinn að eiga 4 og er hvergi nærri hættur…….

    Benni





    09.12.2005 at 11:59 #535406
    Profile photo of Ólafur Hallgrímsson
    Ólafur Hallgrímsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 544

    Þetta heyrist þegar ég tek af stað og legg á hann á sama tíma. Heyrist bara þegar lagt er á til beggja hliða en ekki þegar hann er réttur af. Heyrist ekki þegar bíllinn er kyrrstæður og beygt.





    09.12.2005 at 13:11 #535408
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hreinn:
    Hann er að henda öllu vatninu í forðakútinn og svo bullar hann lofti stöðugt úr sér í kútinn (þetta eru ekkert litlar sætar loftbólur, bara loftstreymi), þannig þetta hljómar ekki eins og neitt nema hedd sé farið?
    En hefur einhver hugmynd um hvort að hægt sé að plana þau eða er það alveg út úr dæminu, er búinn að finna head frá bretlandi í hann á 75 þús. nýtt komið hingað heim. En 75 þús. er bara þreytandi mikið þegar ég er búinn að eyða í hann 120 þús. og það á meðan ég er í námi.
    Og þetta að ég hafi sagt að ást mín væri að fjara út í garð Pajero, þá yðrast ég það, hef á tilfinningunni eins og ég hafi haldið framhjá útaf þessari setningu hehehehe





    09.12.2005 at 14:11 #535410
    Profile photo of Hreinn Jónsson
    Hreinn Jónsson
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 20

    Otto hringdu í Vélaland þeir vita allt um þetta þá þarftu ekki að skrifa oftar:) Hreinsi p.s minn er að komast í 400.000 still good humm eða soleiðis eðalvagnar





    09.12.2005 at 14:17 #535412
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    heddin á 2,5l vélinni sprungu í stórum stíl en svo virtist að þetta lagaðist þegar intercooler bílarnir komu, eða öllu heldur skánaði, það eru forkammer eða hvað það nefnist á þeim og það er til ein planmaskína í Velalandi uppá höfða sem getur planað svona hedd, hann Alfred Frederiksen hefur notað hana í nálægt 40 ár. Ef menn eru vissir um að heddin séu í lagi er allt í lagi að spandera plönun á þau en ef þau eru byrjuð að springa eða eru mjög undin myndi ég sleppa því, eins með ventlana að reyna að fá þá nýja því þeir áttu það til að slitna í sundur við splittraufina, kv.Benedikt.





    09.12.2005 at 14:36 #535414
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Það er búið að fara hedd hjá mér, einvörðungu vegna álags þ.e. eins og sumir segja “ standan flatan“ þangað til allt bullsýður og málmar fara að bráðna. Þegar það gerist fær maður sér allt það sem Benni taldi upp og aðeins meira, nema brakið í framliðnum og þó. Ég er með ’98 2,8 tdi og á þeirri vél er ekki hægt að plana heddið vegna þess að sprengihólfið er ekki upp í heddið í kringum ventlana eins og er á bensín vélum, heldur er lítið stálklætt hólf (sprengihólfið) sem liggur upp í heddið við hliðina á ventlunum, ofan í þetta hólf kemur svo spíssinn og glóðakertið. Ventlarnir standa niðurúr heddinu og leggjast ofan í bolla á stimplunum, þar á milli er nánast ekkert rými. Það hefur verið reynt að plana þessa tegund af heddum en ekki tekist ennþá að ég viti, því eru menn ekkert að spá í það frekar og skipta þeim út ef þau verða leiðinleg. Nú er ég búinn að eiga minn Pajero í 6 ár og hef reynt að fylgst með því sem er að fara í þeim, ég hef aldrei heyrt að heddpakkning hafi farið heldur það að sprungur hafi myndast í brunahólfinu vegna hita og ef loftbólur eru farnar að koma í vatnskassann þá er eitthvað svoleiðis í gangi og best að rífa bara strax. Annað, ef/þegar þú tekur heddið af þá skaltu athuga vel blokkina, við hitan getur myndast tæringarbollar á kantinum á slífinni og ef ekki er gert við það fer heddið fljótlega aftur vegna þess að ef smá vatn kemst inn í sprengihólfið, eykst hitinn verulega sem álið í heddinu þolir ekki. Ég vona að þetta tæknibull skiljist, ef ekki þá þarftu bara að heimsækja Kistufell eða álíka staði og leita þér upplýsingum.

    kv. vals.





    09.12.2005 at 19:54 #535416
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Ef þetta er 4D56 dísellinn, 2,5 lítra með túrbó og intercooler þá lét ég Vélaland plana fyrir mig og þrýstiprofa svona hedd fyrir 4 árum síðan. Fyrsta ásetning klikkaði og heddpakkningin marðist, en eftir tilraun tvö hefur allt virkað ljómandi vel.
    Ég á einhvers staðar í skúrnum hedd fyrir þessa vél, notað og án ábyrgðar, en það gæti verið falt fyrir mjög gott verð ef ef það gæti bjargað útkulnandi ástarævintýri.

    Wolf





    09.12.2005 at 21:32 #535418
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Ég lét Velaland plana fyrir mig hedd á sínum tíma
    þá var bílinn ekinn 66.000 km 2.8 disel 99 model
    ég greiddi fyrir plönun og þrýstiprófun. Hmm grunsamlegt
    ef ekki er hægt að plana heddin ?





    11.12.2005 at 20:24 #535420
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Langar að þakka ykkur öllum kærlega fyrir hjálpina, ég er bara búinn að vera svo upptekinn út í skúr að ég gleymdi að ég hefði verið að spyrjast um hérna eftir ráðum þangað til áðan.

    p.s. Ágúst, ég var að senda þér mail :)





    11.12.2005 at 20:35 #535422
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Ottó. Hringdu í mig í 5670078 eða 6910078.





  • Author
    Replies
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.