This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 19 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Það lítur út fyrir að þessi óendanlega martröð mín með þetta bílhræ hætti ekki, og lítur núna ALLT út fyrir að heddið sé farið á þessari dollu! (þar sem ég er búinn að reyna allt til að gera hann betri en þakkirnar frá þessar druslu er að hann fer að láta fleiri kúnstum til að flýta fyrir gráhærunni). Lítur nú allt út fyrir að þessi ást mín á pæjum sé að deyja, allavegana er þessu ástarævintýri að ljúka!
Svo ég ákvað að fara í það að einblína á þetta hedd, svo inn í öllum þessum dekur prósess mínum við hóruna þá ráðfer ég mig við þá upp í Bílaspítala, og þar fæ ég þær upplýsingar að það sé ekki hægt að plana heddið á þessum bílum („98 2.5 disel turbo) of hart í þeim eða einhvað álíka. Þannig spurningin er sú, er það rétt sem við mig var sagt? eða eru menn búnir að vera láta plana þau og bara fínt?
Vill undirstrika það að öll sú útblásning hér að ofan er bara af einskærum pirringi, pajero eru undursamlegir bílar, bara á meðan þeir koma ekki í hendurnar á manni á viðhaldstímanum!
You must be logged in to reply to this topic.