This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Tómas Þröstur Rögnvaldsson 16 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Þessa dagana er ég að vesenast í bílnum og er að velta fyrir mér hvort hægt sé að skipta um aftari pinjónsleguna í framdrifinu án þess að rífa framdrifið undan. Á teikningunni sýnsit þetta vera möguleiki en einhvernveginn grunar mig að það þurfi að rífa allt drasið úr til að ná legunni og hringnum. Ástæðan fyrir þessari pælingu er óhljóð hægrameginn að framan þegar ekið er í framdrifinu og aðeins þegar að bílnum er gefið inn, ekki þegar slegið er af. Mig grunar að þetta sé einhver lega í drifinu og langaði að skipta um aftari pinjónleguna til að ath hvort þetta væri meinið áður er í framdirfsuppskurð er haldið. Því ef maður fer í svoleiðis aðgerð kallar það á læsingakaup og tilheyrandi útgjöld.
Um er að ræða Nissan Patrol 99 árg.
You must be logged in to reply to this topic.