Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Piaa kastarar vs. Hella
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
15.11.2007 at 16:22 #201182
Ég ætla að fara að setja kastara á bílinn hjá mér og hef verið að skoða hvað er í boði. Ég fór til þeirra í Volta og skoðaði Hella kastara (sem eru á tilboði núna) og líka í ArticTrucks og skoðaði Piaa. Það sem er að vefjast fyrir mér er það að þeir hjá ArticTrucks segja að 55W Piaa kastarar séu að gefa frá sér sama ljósmagn og 100w Hella. Er þetta rétt, hafa menn einhverja reynslu af þessu??
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.11.2007 at 16:36 #603502
Ég var að leita að 110w peru um daginn og einhver sölumaður laug þvví að mér að það væri ekki leyfilegt að nota það í 12v bíl. Ekki veit ég hvaðan þær upplýsingar komu. En það reyndist ómögulegt að finna 110w peru fyrir 12v (H1 pera) .
En ég fékk líka að heyra þetta í AT "55w virkar eins og 110w" var sagt við mig. Það var hlegið að mér þegar ég var að bera þetta undir fróða menn.
15.11.2007 at 16:59 #603504Tékkaðu á þeim hjá Benna.
170 watta með háum og láum geisla og voru á góðu verði. Lýsa mikið betur en Hellan og eflaust fleiri. Húsið á þeim var þó frekar viðkvæmt og mælt með að stífa þá af með stýfu í toppinn á þeim.Hef ekki prófað PIAA. Verðlagningin á þeim var alltaf gjörsamlega út úr kortinu. Verðið á Hella var orðið það líka reyndar.
H1 perur hafa verið fánlegar 55wött, 100 wött og 130 wött. 130 watta perurnar entust mjög illa hjá mér og gáfu ansk ekkert framyfir 100 watta perur. 55 wött eru bara til skrauts.
Keypti 100 watta H1 í N1 fyrir ca 2 vikum.kveðja
Rúnar.
15.11.2007 at 17:12 #603506sælir
ég hef keyrt með IPF 930 kastarana síðan 2003 með gulu ljósi, lági/hái geislinn er 110/170 W og þetta dót svínvirkar. Eini gallinn er að þeir eru með álbotnum þannig að þeir virka frekar viðkvæmir. Ég hef aðeins stíft þá í eitt ár af þessum fjórum og þeir eru ennþá í fullkomnu lagi eftir þennan tíma. Tek þá reyndar alltaf af á sumrin. Tveir kastarar með loomi kosta líklega ca 40-50 þús hjá BB.
kv
Agnar
15.11.2007 at 17:17 #603508sko hella kastararnir koma allir með 55w perum en fatningin er h1 og ættu allar h1 perur að passa í kastarana.
ég er með 2 týpur af luminator kösturunum framan á bílnum hjá mér, annars vegar driving sem er að gefa frá sér 1 lux í 430 metrum (uppgefið frá hella)
og svo er ég með pensil beam sem er að efa 1 lux í 735 m. en svo er líka til fog týpa sem er að gefa 1 lux í 35 m.
þessar 3 týpur eru allar með sama húsinu en mismunandi gleri og spegli,
ég er með bara 55w í kösturunum hjá mér og ég er bara sáttur. ég hef keirt við hliðiná ipf og pia og hef ekkert skammast mín.Ef ég á að ráðleggja þér eithvað þá myndi ég taka bláa kastarann frá hella, þetta er flottur kastari sterkt hús og ég myndi taka hann í driving, hann er breiðari og skemmtilegri heldur en pensillinn….
en með 1 lux. ég las einhverntímann í skóla að það væri hægt að lesa við 1 lux. ? en ég veit að ég er að lýsa upp stikur vel yfir 1 km með þessum kösturum sem ég hef að framan hjá mér, og er frekar óþægilegt þegar ég þarf að slökkva á þeim til að mæta bíl.
15.11.2007 at 17:22 #603510aðeins meira….
hvað 1 kastari er að lýsa upp.
1 lux
driving
440 m
22m breitt
driving xenon
470 m
80 m breittpensil beam
735 m
c.a 8m breitt
pensil beam xenon
1290 m
20 m breitt c.agefur ykkur hugmynd. ég hef aldrei séð neitt um ipf eða pia.
15.11.2007 at 18:08 #603512Ég held að ég hafi velt þessu fyrir mér í um það bil ár… og endaði með því að kaupa tveggja geisla IPF eins og hann Agnar er með (og fleiri… og margir margir fleiri). Svo far so good, mjög ánægður og það er fínt að hafa lága geislann því þegar maður slekkur þetta alveg og er bara með ökuljósin er dimmt… mjög dimmt. Gallinn auðvitað við IPF er að þetta tekur dálítið á orkubúskapinn, 340W.
Annars gæti ég trúað að Hella chrome blue með ökumynstri séu líka góður kostur á því verði sem þeir eru núna (14þ).
15.11.2007 at 18:41 #603514ég ætla að setja þessa kastara á fjölskydubílinn sem er nýr Santa Fe, með krómgrind framan á. Kastaranir þurfa að koma inn á milli bita á grindinni svo ég hef ekki pláss fyrir þessa IPF kastara, þeir eru allt of stórir. Valið stendur á milli Hella og Piaa en þá er það spuring um lýsinguna. Eru þessir Piaa kastarar (55w=110w) að lýsa eins vel og Hella með 100w perum??
15.11.2007 at 18:56 #603516Já þú meinar það…. í hvaða tilfellum ætlaru að nota þessa kastara? eru að leita þér að "auka háum ljósum", punktkösturum, dreifikösturum eða þokuljósum?
Ef það er bara til að fá meira ljósmagn í sömu dreifingu og ökuljós gæti jafnvel verið jafngott að setja Xenon HID perur í ökuljósin. Svo eru líka vinsæl svona "augu" (eiga að vera með dreifingu eins og þokuljós, þ.e. mikið til hliðar og niður en með skýr lágrétt efri mörk) eins og Hella Micro DE (held ég að þetta heiti), ættu að komast fyrir hvar sem er.
15.11.2007 at 19:10 #603518Ég ætla að setja punkt ljós sem draga miklu lengur en háu ljósin á bílnum. Þau eiga ekki að vera lituð, bara "hvít", þess vegna er ég í þessum vafa með Piaa kastarana, draga þeir eins langt og Hella. Ég var með stóra Hella á síðustu tveimur jeppum sem ég átti og þeir voru ágætir með 100w perum, spuring með Piaa hvort þeir eru að gera sama gagn.
15.11.2007 at 20:12 #603520Piaa ljósin eru oft með ?reingri geisla en önnur ljós
vegn smæðar sinnar og þeir tala um 55 w skili sama og
85 w og aðrar 55w til 110w . Svo þaug sem er með
2 geisla lá 55w til 85w og há 85wtil 135w .
piaa er bara of dýr miðað við önnur ljóskv,,, MHN
15.11.2007 at 20:53 #603522Lightforce er en eitt merkið sem enginn hefur minnst á. Það eru dúndur kastarar sem svínvirka og hægt að stilla á milli punkt og dreifiljós aftaná honum. Kostar 14þús stykki minnir mig uppí Hlað á Bíldshöfðanum.
16.11.2007 at 00:50 #603524kastarar þú getur fengið þá 100 wött eða 150 wött punta
og eru þeir mjög nettir.kv. Kalli
16.11.2007 at 23:49 #603526Átti Hella 3000 kastara virkuðu flott,en því miður tjónuðust þeir og fékk ég mér þá Piaa tveggja geisla og fann ég þá myrkrið og hef verið þar síðan,dýrir kastarar enn ekki betri.
Kv B.
18.11.2007 at 14:14 #603528Er hægt að fá svona gler í varahluti fyrir Hella kastarar… eða þarf að fá bara nýjann.
Kv. stef.. sem að á sprungið gler í Hella kastara.
18.11.2007 at 14:22 #603530Ég fékk svona plasthring fyrir hella 3000 í N1/Bílanaust sem varahlut, þeir og [url=http://www.volti.is/:2lrnha0d]Volti[/url:2lrnha0d] eru að flytja inn Hella og gætu aukagler, spurning hvað það kostar.
18.11.2007 at 14:33 #603532Það er hægt að fá glerið í lumman frá Hella ég hef keift það hjá (Jóhanni Ólafs ) sem er sennilega Volti í dag.
18.11.2007 at 17:54 #603534Eða Volti hf er í eigu Jóhanns Ólafssonar og co ehf… flókið þegar allir eiga orðið í öllum og öfugt.
Volti er í Vatnagörðum 10 og þar vinnur nafni minn sem er akkúrat í Hella viðskiptunum, myndi kanna málið hjá honum.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.