This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar,
ef svo illa vildi til að einhver kannaðist við gangsetningarpest í 6 cyl. Patrol Tdi árg. ´98, þ.e. með þessu tölvustýrða olíuverki:Fer helst ekki eða alls ekki í gang heitur ef hann stendur í nokkrar mínútur, nema hann renni eða sé dreginn. Fær greinilega olíu í startinu því hann mökkreykir fari hann í gang. Skiftir engu þótt hitað sé lengi, lengi.
Dettur í gang kaldur, og ef startað er strax eftir að drepið er (eða kæft) á honum heitum.
Endilega tjáið ykkur um þetta, bíllinn ku ekki vera í ábyrgð og ég tími ekki að skipta um olíuverk bara si svona, ef þetta gæti verið eitthvað annað, t.d. einhver skynjari eða hver veit hvað.
Ingi
You must be logged in to reply to this topic.