Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › perur??
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 16 years ago.
-
CreatorTopic
-
10.01.2009 at 11:02 #203526
góðan daginn….
jæa eg fór í gær og keifit mer kastara á jeppan minn fína kastara á góðu verði en það eru H3 24 vött perur í þeim enaða perur eru bestar í svona kastara???? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.01.2009 at 19:59 #636976
Hentu þessum perum bara.
Eru kastarnir með lituð gler? Ef ekki þá mæli ég með gulum perum, 12V 100W ætti að vera fínt.
11.01.2009 at 20:01 #636978Er hægt/ löglegt að setja einhverjar aðrar perur, sterkari, í venjuleg ökuljós heldur en þessar venjulegu H4 án einhverra magnara eða eitthvað slíkt?
Kv. Magnús G.
11.01.2009 at 20:19 #636980Hvar er ódýrast að kaupa gular/gylltar 100w perur í dag?
Sparnaðarkveðjur Halli Þór
11.01.2009 at 20:33 #636982Já það er til maggi, það eru til perur frá t.d Philips sem eru "háþrýstar" og gefa meira afl, vandamálið þó með að setja sterkari perur í er að þær eru dýrar og endast stutt það var m.a ein af þeim ástæðum fyrir því að við fórum að nota HID (xenon), stofnkostnaður er hærri en það er mun ódýrara til lengri tíma liðið sem og mun meiri lýsing en já þú getur prufað þessar sem ég nefni hér að ofan hugsa að það sé svona einna skást í halogen perum, ég á reindar til 100/170 perur (orginal IPF) en ég hef ekki trú á að þær endist neitt af viti í aðalljósum sem eru í sífeldri notkun og hef ekki samvisku til að bjóða þér þær á þeim forsemdum.
Samkvæmt minni reinslu og félaga okkar margra þá eru þessar sterku perur að endast 1-4 mánuði miðað við að bíllin sé notaður dags daglega….fyrstu xenon settin sem við tókum inn eru núna á sínum fjórða vetri og enn í fínu lagi, eftir því sem ég best veit og þá á ég við í bílum sem eru í daglegri notkun, óksturin er þó eins og segir hér að ofan hærri stofnkostnaður. Gangi þér velKv.
Benni
11.01.2009 at 21:10 #636984Bílasmiðurinn hefur verið með mjög gott verð á perum. Síðan minnir mig að félagar í 4×4 fái afslátt þar.
Góðar stundir
12.01.2009 at 00:48 #636986Takk fyrir uppl. strákar. Ætli ég kíki ekki upp í bílasmið á morgun og skoði dæmið og það sakar kannski ekki að fara í búðin hinum meginn við veginn.
Kv. Magnús G.
12.01.2009 at 09:45 #636988Ég gerði heiðarlega tilraun til að kaupa 100W perur í kastar sem eru framan á bílnum hjá mér og fékk þau svör hvert sem ég kom að það væri ólöglegt. Ekki hef ég þekkingu á að vita það en ég ég fór í Wurth, N1, bílasmiðinn, stillingu,Poulsen og allsstaðar var sama svarið. Ekki til og verður ekki til þar sem þetta er bannað.
Endilega látið vita ef þið vitið betur og getið sagt til um hvar þetta fæst.
12.01.2009 at 12:55 #636990Ég hef keypt mér 100W perur í H3 og H1 og 130W H1 perur. Ég get fengið gular H3 en það virðist enginn vilja selja gular H1 perur. Ég hef séð björgunarsveita bíla með þær þannig að ég veit að þær eru til. Ég þræddi allar búðir á Akureyri og fékk þau svör hjá Olís að það væri ólöglegt fyrir aðra en lögreglu og björgunarsveitir að hafa gular H1 perur.
Ætli maður verði ekki að kaupa sér H1 IPF ion á netinu.
12.01.2009 at 16:41 #636992já þú meinar það, þetta er reindar alveg rétt….Ég á til 110w 12v í H3, á slatta af þeim.
Kv.
Benni
12.01.2009 at 18:10 #636994Sæll Guðbjartur
Ég fór í N1 í haust og talaði við mann þar og hann sagði mér að þeir væru að selja alskonar perur löglegar og ólöglegar þetta var eldri maður og gráhærður vinnur í N1 á höfðanum (stóra búðinn veit ekki hvað höfðinn heitir sorry) hann er ekkert nema agmennilegheitinn
P.s ég var svosem að ath aðalljósa perur í crúsann en þeir hljóta þá að vera með kastara perur líka ???
13.01.2009 at 20:31 #636996Ef að N1 (gamla bílanaust) er hætt að selja sterkari perur en 55w þá ætti hillan að vera frekar tómleg hjá þeim. Í fyrra keypti ég 100w H3 hjá þeim afþví að 130w perurnar voru uppseldar, svo hef ég alltaf keypt reglulega hjá þeim 55/110w H4 perur í aðalljósin.
Galdurinn er að spyrja ekki starfsmennina sem í flestum tilvikum vita ekkert í sinn haus og leita bara í hillunum.
19.01.2009 at 12:24 #636998Eða bara að tala STRAX við Benna og fá sér Xenon.
Kv:Kalli
19.01.2009 at 17:44 #637000Er með mikið úrval af perum í hinum ýmsustu gerðum, stærðum og litum. Heilan hillurekka reyndar. Keypti þar perur á föstudaginn.
ps. Pera sem slík er aldrei ólögleg. Það getur verið að það sé ólöglegt að setja of stóra peru í ljós og nota á vegum, en peran sem slík er ekkert ólögleg og því seint ólöglegt að selja þær.
Rúnar.
19.01.2009 at 22:46 #637002Ég hef töluverða trú á svona xenon perum og langar að spyrja nokkurra spurninga. Hvernig kemur þetta út í skafrenningi og þoku? Er ekki í lagi að setja þetta eingöngu í háu ljósin (er með sitthvora peruna fyrir láa og háa) og hvaða lit myndi maður fá sér sem háageyslan þá? Ég hef mætt eldri fólksbíl með svona perur þannig að ég dreg þá ályktum að það hafi ekki verið orginal búnaður í honum og hann átti við leiðinlegt vandamál að stríða sem ég vildi ekki lenda í (keyri mikið utanbæjar) en hjá honum blikkuðu ljósin án afláts tírðu bara og náðu aldrei að lýsa nokkurn skapaðan hlut hafa menn verið að lenda í svona vandræðum?
Kv, Óli H
20.01.2009 at 00:14 #637004ljósboginn bílshöfða við hliðinn á stælnum eru með brigtlægt framljósaperur á fínu verði
20.01.2009 at 10:48 #637006Ég hef nú sett svona í eina 5 bíla og það var bara í einum af þeim sem þau áttu það til að blikka smá (og það var nú nýjasti bíllinn af þeim (2007)), það vandamál var bara leyst með viðnámi á straumsnúrurnar (ca 50 kr sem sú viðgerð kostaði mig).
En ef þetta er svona allsvakalegt diskóljósashow, þá þarf bara að setja relay og tengja við geyminn því það er greinilega ekki að berast nægilega stöðugur straumur í ljósin.
Xenon í háuljósunum er bara snilld miðað við mína reynslu og fær því mín meðmæli.
20.01.2009 at 13:06 #637008langar að koma því að að Xenon sem kaupfélagið flytur inn á ekki við svona vandamál að stríða, ég man hinsvegar eftir fyrstu ljósunum sem við tókum inn fyrir árum síðan að það átti til með að koma smá flökt við og við en það var ekki það mikið að maður væri að spá eitthvað sérstaklega í það það var það lítið og ekki um að ræða að það væri eitthvað disco ljós. Þetta vandamál er hinsvegar mjög vel þekt í ódýrari settum ásamt mörgum öðrum vandamálum en við kaupfélagskarlarnir erum ekki að sulla með það drasl!
Ólafur, jú þú getur sett þetta bara í háa ljósið ef þú ert með þannig bíl og varðandi þoku og skafrenning þá er ekki endilega að Xenon sé betra þar, það er mjög misjafnt og sumum finnst það reindar betra en sjálfsagt misjamt eftir bílum og ljósum. En svona heillt yfir er bara allt annað að aka um með xenon í heildina er það mun betra.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.