FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Patrol Y60 " 38

by Haukur Sigmarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Patrol Y60 " 38

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Haukur Sigmarsson Haukur Sigmarsson 14 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.03.2011 at 23:50 #218109
    Profile photo of Haukur Sigmarsson
    Haukur Sigmarsson
    Participant

    Sælir félagar, er með einn 94 árg á 38″ og langaði að leita álits á eftirfarandi atriðum ?

    Tvöfaldur hjöruliður á drifskafti: Hversu mikilvægt er það ?

    Demparar: Er það nauðsynlegt að vera með góða dempara, hvað er ég að græða á því ? Er núna orginal dempara.

    Drifhlutföll: Ég er með orginal drifhlutföll og miðað við verðið sem kostar að setja ný hlutföll þá er það ekki á stefnuskránni.

    Hvað myndu þið telja rétt í þessu ofangreindum atriðum ? Hverju ætti að sleppa og hvað myndu þið framkvæma ?

    Kv H

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 22.03.2011 at 00:10 #724392
    Profile photo of Axel Sigurðsson
    Axel Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 55
    • Svör: 1116

    Ég var alltaf með tvöfaldann lið að framan hjá mér þannig að ég þekki ekki muninn en ég myndi telja að þú ættir að sleppa við ákveðinn víbring þegar þú notar hann í fourwheel ef þú setur tvöfaldann lið og færð réttara átak á skaftið. Orginal demparar undir 38" held ég að sé frekar dapurt, voru festingarnar færðar eða hvað? varla eru þeir nógu langir orginal, myndi fara í OME dempara undir hann, gríðarlega margir notað þá dempara undir patrolana með fínum árangri, Koni er of dýrt fyrir þennan pakka, ferð ekkert í þá fyrr en þú ert kominn í loftpúðana. Varðandi hlutföllin að þá átti ég einn á 38" með orginal hlutföllum, hann komst þetta nú allt saman en oft óskaði ég þess að hafa lægri hlutföll þegar í þungang snjó var komið. En overall, þetta virkar allt svona en virkar betur með breytingunum og ekkert af þessu er beint ókeypis.





    22.03.2011 at 00:18 #724394
    Profile photo of Haukur Sigmarsson
    Haukur Sigmarsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 232

    Ég hef nú ekki mikið vit á þessu eins og sést á skrifum mínum. Ég þarf að skríða undir hann í fyrramálið og skoða dempara festingarnar. Ég man bara eftir því þegar ég lét gorma af y61 patrol þá kom mér svo á óvart hversu aumingjalegir þessir demparar voru. Þá fékk ég svarið að þetta væru orginal demparar :)

    Já ég þarf eiginlega að prófa bíl með svona OME dempara þá hef viðmið. Sem er kannski ekki gott því þá þarf ég að fara fá mér þannig dempara!

    Þakka fyrir góð og skilvirk svör Axel!





    25.03.2011 at 12:29 #724396
    Profile photo of Rúnar Þór Gestsson
    Rúnar Þór Gestsson
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 74

    finnst þér bíllinn þinn vera nægilega mjúkur eða ekki?,
    finnst alltaf jafn vitlaust þegar menn setja gorma undan Y61 bíl undir Y60 bílinn, er búinn að keyra 2 svoleiðis bíla og þeir versnuðu báðir í sambandi við mýkt á bílnum við það að setja þessa gorma undir!
    en orginal dempararnir eru virkilega góðir demparar! ef maður ætlar að vera bara á 38" þá myndi ég hafa fjöðrunarkerfið undir svona bíl alveg eins orginal og hægt er!

    hlutföll: þau eru dýr já, en hvað notaru bílinn í? ertu að keyra mikið á honum um fjöllin á veturna? þegar fer að þyngjast færi þá vantar manni alltaf lægri gíra, ég sjálfur er kominn með lógír og það vantar oft enn lægri gíra!





    26.03.2011 at 09:21 #724398
    Profile photo of Jón Garðar Helgason
    Jón Garðar Helgason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 638

    Sælir

    Ég er sammála síðasta ræðumenni með demparana. Original dempararnir eru virkilega góðir demparar og engin ástæða til að skipta þeim út. Festingarnar á mínum voru færðar saman og ég skipti út dempurum merktum Nissan fyrir 3 árum fyrir KYP dempara. (KYB framleiðir Nissan demparana) og þeir voru í raun ónýtir eftir árið.

    Þetta segir líka dálítið um orginalinn því að IH selur ekki original dempara undir patrol svo að maður gæti haldið að þetta hafi verið upphaflegu dempararnir síðan 92 og þá entust þeir rétt um 300.000km. sem ég tel viðunandi endingu.

    Dempararnir eru líka mjög fínir í ófærð og eftir að hafa prófað stífleika margra Patrola með hina ýmsu dempara fullyrði (næstum því allavega) ég að þú færð aldrei mýkri jeppa með öðru en original.

    38" patrol er ekki að gera sig á original hlutföllum. Ég þráaðist alltaf við að skipta og endaði á að skipta um mótor og þá virkar þetta fyrst. Ég geri ráð fyrir að þí sért með 2,8 TD mótorinn og hann vinnur ekkert fyrr en á háum snúningi og þá þarf einhverja gírun til að láta dekkin snúast hægar þegar mótorinn er að gera eitthvað. Milligír hvarflaði að mér og það er eitthvað sem klárlega kemur til greina. Þarft aðeins að velta fyrir þér hvert þú ætlar með bílinn, s.s. stærri dekk, snjóferðir eða slóðarakningar.

    Ég hef ekki haft tvöfaldann lið að framan og er núna búinn að hækka hann það mikið að nauðsynið fer að koma í ljós, þarft þetta ekki fyrir 38" breytingu með einhverjum 10cm hækkun á gormum.

    Kv Jón Garðar





    30.03.2011 at 14:34 #724400
    Profile photo of Haukur Sigmarsson
    Haukur Sigmarsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 232

    Bílinn minn er keyrður 280.000 þúsund og var breytt af Kidda Bergs. Ég er mjög ánægður með hann í alla staði en ég hélt ég myndi fá eitthvað meira út úr honum við að skipta um fjöðrun.

    Ég algjör byrjandi í þessu og ég held að það sé rétt að ég afli mér meiri reynslu áður en ég tek ákvörðun um framhaldið.

    Ég finn þó aðallega fyrir hlutföllunum þegar ég er að fara upp kambana og bröttubrekku. Ég er alveg tilbúinn að hleypa framúr fyrir þá upphæð sem ný hlutföll kosta :)

    Þakka góð svör.





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.