This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Elías Þorsteinsson 12 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Góðan daginn allir Patrol eigendur.
Ég er einn þeirra sem ek um á 93 árgerð af Nissan patrol Y60 týpunni og hef átt jeppann í bráðum 17 ár.
Mér gengur ágætlega að fá í hann varahluti og halda honum við á allan hátt. Gat eiginlega aldrei fundið skynsamlega ástæðu til að selja og kaupa nýrri bíl.Stundum hitti ég jeppaeigendur sem eru í svipaðri stöðu; eiga Patrol af Y60 gerðinni. Það er eins og að hitta Íslending í útlöndum; það verða fagnaðarfundir og við finnum til frændsemi. Við skiptumst á reynslusögum og raunasögum en yfirleitt fer þó umræðan út í það hvað þetta eru skrambi góðir bílar og synd að nýji patrolinn og þessi bíll og hinn bíllinn séu ekki lengur eins góðir og sá gamli. Menn eru auðvitað ánægðir með þá bíla sem þeir keyra þá og þá stundina, það er velþekkt.
Mig hefur stundum langað að ná betur tökum á þessum bíl almennt. Hvað skyldu vera margir Y60 á götunni enn í dag? Hve margir voru fluttir inn til landsins ? Síðasta árgerð þessa bíls er 1997 ef ég skil hlutina rétt.Af tölum um innflutning á bílum sést að endurnýjun í jeppaflota okkar stöðvaðist nánast árið 2008.og það er óvíst hvenær rætist úr. Hugurinn snýst því ekki svo mjög um það hvaða bíl maður er að fara að kaupa sér næst. Frekar er maður að hugsa um hvernig get ég látið þann gamla endast sem best. Hvar fær maður partana, hver kann að gera við það sem er að bila. Hvar fær maður grind ef sú gamla ryðgar frá mér? o. s. frv.
Meðan bílar eru nýlegir þá er þetta mest spurningin um að kaupa í þá bremsuklossa og púströr og stöku sinnum kúplingu og hjólalegur. En það er ýmislegt nýtt og óvenjulegt sem þarf að hugsa um þegar bílar fara að eldast. Þar að auki getur orðið erfitt að finna algenga varahluti í gamla bíla, þegar framleiðandinn er alveg orðinn áhugalaus og eftirmarkaðurinn orðinn lítilll.Mig langar að varpa fram til umræðu hvernig mönnum gengur að reka sína gömlu jeppa og hvaða spurningar og vandamál eru að koma upp, t.d. þegar árin færast yfir (bílinn).
Einnig velti ég fyrir mér hvort okkar ágæti félagsskapur, Ferðaklúbburinn 4×4, gæti eða ætti að láta þessa hluti til sín taka. Ég hef stundum velt fyrir mér hvort við ættum að reyna að stuðla að samskiptum milli manna sem eru að gera út samskonar bíla. Skiptast á sögum og fróðleik og hugmyndum, og etv. kaupa og selja a á varahlutum!. Fræðslukvöld þar sem reynsluboltarnir kenn þeim ungu að eiga og umgangast gamlan bíl (án þess að vera með sérstaka viðgerðarhæfileika og viðgerðarkunnáttu).
Etv. eru fleiir bílategundir sem ætti að hugsa um á svipuðum nótum. T.d. Land Cruiser 80 og 90.
kveðja, Arnþór
You must be logged in to reply to this topic.