This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Hagalín Guðjónsson 13 years ago.
-
Topic
-
Hér ætla ég að starta enn einum þræðinum um þetta málefni.
Hversu mikið mál er til dæmis að koma fyrir í 3.0 bílinn 4.2 vélinni??? Passa mótorfestingar á milli rafmagn og þess háttar?? Veit að skiptingin passar á milli. Hvað erum við að tala um í kostnað við svona breytingu ef þetta er vel gert og til þess gert að endast??
Varðandi aðra möguleika í stöðunni hafa menn ekki verið að setja 6.2 og 6.5 í vélarsalinn í stað 3.0 og 4.2 vélanna.
Þá er sama spurning hér. Hvernig er að koma þessu fyrir í vélarsal á Y61 boddy erum við að tala um mikla vinnu fyrir utan að breyta mótorfestingum??? Hafa menn notað 3.0 skiptinguna eða tekið skiptingu sem passar á 6.2 eða 6.5 beint og notað þá patrol millikassann??Svo er það kostanðurinn í svona dæmi. Er ekki rétt hjá mér að maður getur fengið 6.2 eða 6.5 vélinna á töluvert minni pening heldur en 4.2 nissan mótorinn???
Svo er ein vangavelta í viðbót. Eru menn yfirleitt í svona aðgerðum eftir að 2.8 eða 3.0 mótorinn fer til fjandans eða hafa menn verið að selja orginalinn 2.8 eða 3.0 á meðan þær eru í lagi og fá þar af leiðandi meiri pening fyrir þær upp í stærri mótor???
Þetta eru bara svona vangaveltur sem maður spáir reglulega í og sérstaklega þegar menn eru að segja frá þessu og sýna myndir frá sínum aðgerðum……
Hagalín
Með 3.0 enn í lagi
You must be logged in to reply to this topic.