This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurbjörn H. Magnússon 13 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Fyrir stuttu ákvað ég að breyta til, selja 4Runnerinn, sem ég hafði átt í 11 ár og kaupa 38″Patrol árg. 2002 í staðinn. Ég er að öllu leyti ánægður með skiptin, en þó er eitt atriði, sem er að angra mig og það er læsingin að aftan. Þetta er original vacum læsing, sem er oft lengi að taka við sér og síðan dettur hún úr sambandi í tíma og ótíma.
Þetta er búið að gera til lagfæringar:
1. Skipta um allar vacum slöngur frá membrunni á hásingunni og fram í vélarhús. Gömlu slöngurnar voru bæði morknar og sprungnar. Stálrör í lögnunum voru hins vegar látin halda sér, en blásið var úr þeim.
2. Skipta um læsingarhjól í drifinu, þ.e. hjól, sem er með tveimur ,,kubbum“ sem ganga inn í raufarnar á kastalahjólinu í læsingunni. Ég vona að þetta skiljist. Kubbarnir á umræddu hjóli voru orðnir nagaðir sennilega vegna þess að læsingin hélt ekki nógu vel.Nú um helgina fékk ég í fyrsta sinn tækifæri til að prófa bílinn í snjó og þrátt fyrir áðurnefndar lagfæringar hélt læsingin áfram að svíkja. Hún kemur að vísu á nokkru eftir að rofanum er snúið en síðan dettur hún úr sambandi ýmist þegar skipt er úr áfram í afturábak eða jafnvel í átaki á leið upp brekku. Þá blikkar ,,Diff lock“ ljósið og læsingin verður óvirk.
Það er eins og vacum þrýstingurinn detti niður og leki einhvers staðar út.Ég hef verið spurður að því hvort bremsurnar séu í lagi. Þær eru það, en ég tek þó eftir því að við það að stíga tvisvar á bremsupedalann hækkar hann talsvert. Nú veit ég ekki hvort einhver tengsl séu á milli bremsukerfis og þess vacum búnaðar, sem stýrir læsingunni, en læt þetta samt fljóta með.
Ég veit að innan ferðaklúbbsins 4×4 er saman komin mikil vitneskja og reynslubanki og því leita ég til ykkar um lausn.
Hvers konar ráðleggingar, sem leyst gætu ofangreint vandamál eru vel þegnar.Kv. Sigurbjörn.
You must be logged in to reply to this topic.