FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Patrol Túrbína – olíuleki

by Arnþór Þórðarson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Patrol Túrbína – olíuleki

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Arnþór Þórðarson Arnþór Þórðarson 20 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 05.01.2005 at 12:09 #195167
    Profile photo of Arnþór Þórðarson
    Arnþór Þórðarson
    Participant

    Sælir félagar. Ég er með Patrol 2.8 lítra dísel með túrbínu og millikæli. Túrbínan lekur orðið meiri og meiri smurolíu sem berst yfir í millikælinn og svo alla leið inn í soggrein. Ég er að velta fyrir mér hvernig maður fer að því að laga þetta. Mér sýnist helst að það sé farin pakkdósin á túrbínuöxlinum. IHelgason selur ekki þessar pakkdósir. Veit einhver hvar fær maður nýja slíka pakkdós?
    Hvað ber helst að varast við að rífa úr túrbínuna og í sundur og skipta um sjálfur.
    Þarf etv. sérfræðing í þetta?
    Etv. er hægt að benda mér á gamlan spjallþráð um þetta málefni. Þakkir og kveðja, Arnþór

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 05.01.2005 at 12:26 #512440
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Arnþór,
    Það er rétt metið hjá þér að þetta geta verið þéttihringirnir við túrbínu öxulinn, sérstaklega ef þetta er orðið mikið notað. Hinsvegar getur smurolían líka farið á svona flakk ef það er loftleki á lögninni frá túrbínu gegnum millikæli og að vél, en þá ætti líka að koma fram olíuleki þar sem forþjappaða loftið lekur út. Fyrst olían er farin að safnast fyrir í millikælinum er líklegra að fyrri skýringin eigi við.

    Til að ná túrbínunni úr er best að aftengja púströrið við túrbínu ásamt kælivatns og smur lögnum. Losa síða soggreinina og pústgreinina frá vélinni og taka pústgreinina úr með túrbínuna fasta á. Síðan er hægt að losa túbínuna frá greininni og taka í sundur eða fá sérfræðinga í það.

    ÓE





    05.01.2005 at 12:58 #512442
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Sæll,
    Ég myndi rífa hana úr og fara með hana í framtak/Blossa.
    Þeir geta bilanagreint hana fyrir þig.
    Það þarf að ath. afgashúsið hvort það er sprungið eins myndi ég ráðleggja þér að láta þá ballensera öxulinn.
    Mig minnir að fóðringasettið kosti eitthvað í kringum 10-15 þúsund hjá þeim.

    Kveðja
    Glanni.





    05.01.2005 at 13:35 #512444
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælir! Var og er ekki verkstæði upp á höfða sem heitir Túrbó? Kolleki minn heldur að þeir eigi skiptitúrbínur, eða í verstafalli geti þeir frætt þig um þetta mál.

    Kv. Magnús G.





    05.01.2005 at 13:56 #512446
    Profile photo of Gísli Þór Þorkelsson
    Gísli Þór Þorkelsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 1363

    það getur líka lekið olía að túrbínu frá ventli sem er á ventlaloki hann á að loka þegar að mikið sog er á túrbínunni svo að það sogist ekki olía frá vélinni niður í túrbínu. ath hvort það er mikil olía í rörinu niður að túrbínu ef svo er þá er ekkert annað en að skipta um þennann ventil hann er ekki svo dýr þú getur annars haft samband ef þig vantar nánari uppl
    kveðja Gísli s 8931527





    06.01.2005 at 02:39 #512448
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    Túrbó ehf er reyndar á Tunguhálsi, en ég mæli með að þú farir þangað, þeir vita ALLT um þessar Patrol túrbínur, ég lét þá gera upp bínu fyrir 2 árum í Patrol fyrir mig og hún hefur haldið kjafti síðan. Fínir gæjar og ágæis verð.

    kv, Ásgeir





    07.01.2005 at 21:03 #512450
    Profile photo of Arnþór Þórðarson
    Arnþór Þórðarson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 83

    Bestu þakkir fyrir allar þessar ábendingar.
    Kveðja,
    Arnþór





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.