Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Patrol stolið!!!!!
This topic contains 187 replies, has 1 voice, and was last updated by Ásgrímur Stefán Reisenhus 19 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
03.11.2005 at 12:36 #196572
Jeppanum hans Jóns Bjarnasonar var stolið í nótt fyrir utan hús hans í Reykjanesbæ. Þetta er rauður Nissan PATROL sknr. YU-646 á 38 dekkjum árgerð 1991. Þetta er fullbúinn jeppi með öllum tólum og tækjum. Þeir sem hafa séð bifreiðina vinsamlegast látið lögregluna vita í síma 420-2400 Sjá mynd í albúmi.
Strákar stöndum saman og höfum augun opin.!!!
Strákar hvað er að verða um þetta þjóðfélag, bíll sem er harðlæstur fyrir utan manns heimili og svo þegar maður ætlar í vinnuna þá er enginn bíll fyrir utan hjá manni. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.12.2005 at 23:48 #531110
Vertu samkvæmur sjálfum þér s.b.r. hér að ofan.
Annars; hvernig var fundurinn í kvöld hjá Suðurnesjadeild.Kveðja
Elli.
14.12.2005 at 23:58 #531112Þegar nafn og kennitala er kominn á netið þá er í raun búið að birta ævi sögu mannsins, ef menn hafa áhuga á að vita meira um viðkomandi, þá er það lítil mál út frá þeim upplýsingum. En það er svo hinsvegar klárt að þegar jeppa verður stolið næstu árinn þá verður þessi aðili kannaður af lögreglunni. Því sé ég ekki ástæðu til þess að vera að birta neitt aðnnað en nafn hann og kennitölu. Og sé engann veginn tilganginn í öðrum upplýsingum.
15.12.2005 at 00:01 #531114Ég er að velta fyrir mér, eru þessir 3 Patrolar sem búið er að stela allir skráðir hér á vefinn með mynd, heimilisfangi og öllum upplýsingum um aukabúnað og breytingar. Þjófurinn er greinilega að skoða þennan vef gaumgæfilega og gæti þannig valið sér fórnalömb auðveldlega.
15.12.2005 at 00:01 #531116Ég held að ég sé samkvæmur sjálfum mér. Enda hef ég ekki gert neina athugasemd við nafnbirtingunni og myndi ekki gera neina athugasemd við myndbirtingu. En það ætti að vera nægilegt. Og meirihluti stjórnar er samála þessu.
15.12.2005 at 00:06 #531118bara ekki undann að svara. En fundurinn var góður í Reykjanesbæ. Stjórninn ætti að gera meir af því að heimsækja deildir, það er svo fjandi skemmtilegt. Spurning hvort ekki þurfi að fara norður ef menn tíma að blæða í bauk
15.12.2005 at 00:09 #531120Drengir mínir. Voru ekki margir orðnir þreyttir á því þegar Moggi lét öllum illum látum og talið var að svona rifrildi og hótanir á spjallinu væri fráhrindandi og gæfu ranga ýmind af klúbbnum, nóg er nú um illindi í garð okkar jeppakallanna. Væri því ekki ráð að finna einhverja leið til að takmarka aðgang að vefnum nema þegar að allar persónu upplýsingar kæmu fram og hægt er að fylgjast með öllum sem á vefinn koma. sjáiði bara hversu margir eru búnir að skoða þennan þráð, rúmlega 20.000 sinnum.
Haffi H-1811.
PS: Ég skráði mig í klúbbinn í haust Hvar er gíróseðillinn og skírteinið mitt? Ofsi, þú hlýtur að geta gert eitthvað í þeim málum fyrir mig. Takk fyrir.
15.12.2005 at 00:17 #531122ég kem þeim skilaboðum áfram til starfsmannsins hennar Selmu.
15.12.2005 at 00:20 #531124er starfsmaður Selmu.
Kveðja
Elli
15.12.2005 at 00:23 #531126Hvað ert þú Ofsi að tala um þegar að þú segir "að blæða í bauk"
Þarf að borga fyrir ykkur stjórnarmenn til að ferðast?
eða hvað?Kveðja
Elli.
15.12.2005 at 00:26 #531128Sælir félagar. Ég lenti í því að bílnum mínum var stolið. Það er spurt hvort að það séu myndir af þessum bílum hér á netinu þá var ekki mynd af bílnum mínum hér fyrr en honum var stolið. Þá var sett sambærileg auglýsing inn á síðuna og fyrir þennan bíl, og kann ég klúbbnum mínar bestu þakkir fyrir hjálpina. Ég er hins vegar búinn að setja mynd af bílnum inn á netið núna með nokkrum upplýsingum.
15.12.2005 at 00:34 #531130Takk fyrir það Ofsi. Nú er OFSAlega gaman hjá mér. Ég man nefninlega ekki betur en ég hafi sent Elíasi (þeim hér að ofan) email í sumar um kaup á svona Hiclone hólkum í bílinn minn, en ekkert svar. Ætla því að biðja þig um að hafa við mig samband ef þú vildir vera svo góður.
Svo biðst ég afsökunar á því að fara út fyrir efni þráðarins, sérstaklega þegar verið er að ræða jafn leiðinleg mál og bílþjófnað. Ég skal vera góður!!!Haffi- H1811
15.12.2005 at 00:36 #531132Selma er starfsmaður/kona 4×4. svona erum við nú latir hérna á mölinni. Auðvita þar að skilja eftir bjórdós á hverjum brúsapalli til þess að við rötum norður
15.12.2005 at 00:42 #531134Ofsi- Ég skal gefa þér viskí ef þú kemur norður. Það er miklu betra.
Annars gæti maður haldið, samkvæmt auglýsingum að Ágúst Þór á Krílinu hafi stolið eigin bíl og sé að selja úr honum gramsið. Nei nei, bara djók.
15.12.2005 at 00:58 #531136Þú verður þá að láta coarann keyra norður ef þú lendir í whiskey tunnunni hjá haffatopp á leiðinni, taktu hann bara með þér áfram, það er líka til eitthvað gott í gogginn hér lengra "norðaustureftir"
En vertu ævinlega velkominn alltaf gaman að sjá skemmtilega menn í "byggð"
En í alvöru talað, þá þarf að gera eitthvað MJÖG róttækt í þessum stuldarmálum. Að rassskella menn á almannafæri er gömul betrunaraðferð, ég lýsi eftir hugmyndum um aðferðir sem að gagni gæti komið, OG BIÐ YKKUR AÐ HALDA ÞEIM BARA FYRIR DEILDINA YKKAR. síðan komum við saman og ákveðum aðgerðir þegar búið er að finna þann sem er með þessum Val í "companýi"
Kveðja.
Elli.
15.12.2005 at 01:11 #531138Mér finnst gæta svolítils misræmis í því hvernig tekið er á málum manna sem stela peningum af fólki eða þá þeim sem stela bílum eða öðrum lausafjármunum. Ef þið lesið fréttir liðinar viku kemur fram að maður sem stal peningum í gegn um heimabanka fólks var hnepptur í gæsluvarðhald í nokkra daga. Maður sem stal þremur bílum að verðmæti ????? er frjáls maður þegar hann hefur játað og getur hafist handa við þessi störf sín um leið aftur. Maður hefur lesið dómasöfn þar sem menn með mörg mál á bakinu og eru kanski á skilorði er ekki gerð sérstök refsing bara af því að hann hafði svo mörg mál. Maður var tekin hér á Akureyri um síðustu verslunarmannahelgi ölvaður og próflaus og með langan sakaferil að baki og var ekki gerð sérstök refsing. Verður það ekki eins í okkar tilfelli???
15.12.2005 at 08:39 #531140Það er svo skrítið með þennann þjóf að hann er ekki fyrr búinn að játa einn þjófnað er hann fer og stelur næsta Patrol mér finnst það engin spurning að byrta myndina af viðkomandi, er ekki alveg að skilja meðaumkvun manna með þessum þjófum, hvað með þá sem eiga hlutina sem þeir stela?? hvað með alla vinnu og peninga sem viðkomandi eigendur eru búnnir að leggja fram og fá engar bætur fyrir þær skemmdir sem unnar hafa verið af þjófinum nei mér finnst þolendur eigi kröfu á að það sé gert eitthvað rótækt við slíka menn og þjófarnir eigi ekki að sleppa svo billega sem þeir gera í "réttarríkinu" og varðandi skólagöngu eins og Þórir nefnir þá er það staðreynd að verstu og siðblindustu glæpamenn jarðar hafa flestir verið hámentaðir,innræti fer ekki eftir menntun heldur manninum og virðist uppeldi og aðbúnaður ekki vera afgerandi þáttur.
Hins vegar finnst mér það vera allgjör vitleisa að fara að hella viskey í Ofsann hann er nógu ruglaður fyrir væri nær að gefa Klakanum smá lögg
Kv Klakinn
15.12.2005 at 09:11 #531142Eftir að hafa lesið þenan þráð í gegn nokkrum sinnum, og þá sérstaklega það sem kom eftir að bíllinn fannst, fór ég að spá og leitaði aðeins í gömlum þráðum og fann Val nokkurn Sigurðsson sem skrifar undir nafninu isjaki@hotmail.com. Fór að velta fyrir mér hvort gæti verið um sama mann að ræða. Gott mál að bíllin fannst, en verst hvað það tekur langan tíma í kerfinu og svo hvað útkoman verður lítil.
15.12.2005 at 18:10 #531144
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég skrifaði póst sem er c.a. númer 90…
Þar sem ég sagði frá því að mínum nissan primera var stolið fyrir 2 árum síðan.
Fyndið.. eða ekki… en það er sami þjófurinn.. Valur Sigurðsson, þá var hann með rúmlega 60 bílaþjófnaði á bakinu, en að sögn lögreglu harðduglegur stákur í vinnu og aldrei drukkið og ekki í neinni óreglu. En þetta er hinn FRÆGI Nissan þjófur.
En hvað ætli maður þurfi að stela mörgum bílum til að lögreglan fari að fylgjast með manni?
15.12.2005 at 18:49 #531146Svo var ónefndur þingmaður úr sama kjördæmi, settur 2 ár inn fyrir að nappa timbri og dúk. þetta er svipað dæmi og kerru og tjaldvagna þjófurinn úr kópav. með 27 mál á bakinu (í fyrra), hann gengur laus ruplandi og rænandi, þurfti að vísu að flytja vegna “ónæðis“ lögreglu. Svona kvikindi úr umferð. Takk fyrir.
15.12.2005 at 20:44 #531148…..hjá þessum einstaklingi, sem stofnar hér spjallþráð núna þ. 12.12. þar sem hann biður okkur um ráðleggingar um hvernig vél hann eigi að kaupa í Patrol "91, því hann sé svo slappur með 2,8 vélinni, tja, þá veit ég ekki hvað flokkast undir bíræfni! ´
Maður er eiginlega alveg kjaftstopp gott fólk!
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.