Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Patrol stolið!!!!!
This topic contains 187 replies, has 1 voice, and was last updated by Ásgrímur Stefán Reisenhus 19 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
03.11.2005 at 12:36 #196572
Jeppanum hans Jóns Bjarnasonar var stolið í nótt fyrir utan hús hans í Reykjanesbæ. Þetta er rauður Nissan PATROL sknr. YU-646 á 38 dekkjum árgerð 1991. Þetta er fullbúinn jeppi með öllum tólum og tækjum. Þeir sem hafa séð bifreiðina vinsamlegast látið lögregluna vita í síma 420-2400 Sjá mynd í albúmi.
Strákar stöndum saman og höfum augun opin.!!!
Strákar hvað er að verða um þetta þjóðfélag, bíll sem er harðlæstur fyrir utan manns heimili og svo þegar maður ætlar í vinnuna þá er enginn bíll fyrir utan hjá manni. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.12.2005 at 21:34 #531030
VISIR.IS
Lögregla fann stolinn jeppa og hluti úr öðrum
Lögreglan á Selfossi fann á dögunum Nissan Patrol jeppa sem stolið hafði verið í Njarðvík í byrjun nóvember. Eftir ábendingu fannst jeppinn í bílskúr í bænum og í ljós kom að maður í Þorlákshöfn leigði skúrinn. Sá var handtekinn og færður í fangageymslur. Í jeppanum fundust hlutir sem tengdust öðrum Partrol-jeppa sem stolið var í Reykjavík í síðustu viku og fannst strípaður við Rauðavatn. Við yfirheyrslu játaði maðurinn að hafa stolið báðum þessum jeppum. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum og mun mál hans verða sent til ákæruvalds sem ákveður framhald málsins.
13.12.2005 at 22:02 #531032Fór með bílinn til NEYÐARÞJÓNUSTUNA Laugarvegi 168. S. 562 5213 – 562 4240. Lét þá gera upp svissinn og kostaði 7500 kr
Hilsen
Kalli
14.12.2005 at 00:26 #531034Þetta eru afar góðar fréttir fyrir eigandann þó svo að það þurfi eitthvað aðeins að skrúfa í bílnum til að koma honum í samt lag, þá verður hann allavega með sinn bíl aftur. Óska eigandanum til hamingju og vona að það náist það sem upp á vantar í báða bílana þar sem þetta var sami aðili og tók þennan svarta. Ég lenti í þessu 3 okt og var viku að finna minn bíl. Er núna að verða kominn með hann í samt lag. Ég fékk þó aldrei frambrettið brettakantinn eða símstöðina. Einnig hefur annað lauslegt sem var í bílnum ekki skilað sér svo sem NMT símstöð vatnsheldur vinnukuldagalli (neyðargalli) ásamt verkfæratöskum. En hvað um það til hamingu með að vera búin að endurheimta bifreiðina.
Kveðja að norðan.
14.12.2005 at 00:35 #531036Djö… er ég ánægður að ekki bara bíllinn fannst heldur líka sá sem það gerði! Núna koma myndir af honum í DV þannig að við getum bara bankað uppá hjá honum næst þegar einhverjum bíl er stolið, einnig þarf maður að eiga við hann eitt eða tvö orð 😉 Nei svona án gríns samgleðst ég honum Jóni innilega, þetta var farið að líta soldið á illa út, en allt er gott sem endar vel.
kv, Ásgeir
14.12.2005 at 10:34 #531038
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég var með hnút í maganum fyrir hönd eigandans varðandi bílinn, vonandi er hann sem minnst skemmdur, svona aumingjar sem ekkert eiga sleppa algjörlega frá svona málum að mínu mati, ef engar eignir eru þarf þolandinn að borga allt tjónið sjálfur, sem er hrikalega skítt, þessum gæjum er líka bara sléttsama, fokking hálfvitar.
14.12.2005 at 10:36 #531040Óska eigendum til hamingju með það að bíllinn skuli vera fundinn og þessi aumingi sem stal honum. Nú verða Patrol eigendur að gera allt til að vernda sína bíla, annars hverfur ábyggilega annar bíll í næsta mán. því að þessi hundur verður örugglega ekki innandyra lengi.
kv Svavar.
14.12.2005 at 11:22 #531042Játaði þjófnað á tveimur jeppum
lögreglan á Selfossi handtók í gærmorgun mann sem við yfirheyrslu játaði að hafa stolið tveimur Nissan Patrol jeppum, öðrum í Njarðvík í byrjun nóvember og hinum í Reykjavík í liðinni viku. Jeppinn sem hann stal í Njarðvík fannst í bílskúr sem maðurinn leigði, ásamt hlutum sem hann hafði fjarlægt úr hinum jeppanum.
Að sögn lögreglu fékk hún ábendingu um að jeppi líkur þeim sem stolið var í Njarðvík væri á Selfossi og við eftirgrennslan fannst hann í bílskúr í bænum. Í ljós kom að maðurinn, sem er búsettur í Þorlákshöfn, hafði leigt skúrinn. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu og færður á lögreglustöð þar sem hann játaði á sig þjófnað á báðum jeppunum. Jeppinn sem hann stal í Reykjavík fannst í liðinni viku við Rauðavatn þar sem honum hafði verið ekið út fyrir veginn.Dugnaðarforkar! löggan á Selfossi.
14.12.2005 at 11:41 #531044Við Suðurnesjamenn höfum mikinn áhuga að hitta þennan mann, þannig að það væri gman að fá nánari upplýsingar um hann. Óskum eftir nafni og mynd. Kveðja HSE
14.12.2005 at 11:57 #531046Sælir félagar
Ég veit um fyrirtæki sem setur gps sendi í bíla og tekur síðan við gögnum í gegnum gsm kerfið varðandi akstursupplýsingar td. staðsetningu á hverjum tíma.
Spurning hvort klúbburinn skoðaði þann möguleika að þetta yrði sniðið að okkar þörfum.
kv gundur
14.12.2005 at 11:59 #531048Þetta sé sami kappi og stal Patrolnum á Akureyri fyrr í haust. Myndir af honum birtust í auglýsingum frá hinu virta komapnýi Bílanaust eða einhverju af dekkjafyrirtækjum þeirra.
Nú er bara að fletta gömlum moggum…..
14.12.2005 at 12:39 #531050Er stefnan að taka aðeins til í andlitinu á honum, ef svo er þá er það mín skoðun að það sé það eina sem svona menn skilja.
14.12.2005 at 12:41 #531052Ég er búinn að fá það staðfest að þetta er sami náungi og stal Patrol á Akureyri í október og búinn að fá nafnið og kennitöluna (svona til staðfestingar er hann fæddur í lok ársins ef hann skyldi lesa þetta). Hann er með fullt af málum á bakinu, játar hjá löggunni og labbar út og fer sjálfsagt að leita að öðrum Patrol. Kveðja HSE
14.12.2005 at 14:05 #531054Ég veit ekki hvað er best að gera til að fá svona einstaklinga til að hætta þessu. Ég er á því að við ættum að hringja í hann eða einhvern veginn að ná á honum og bjóða honum að bæta fyrir gjörðir sínar eða jafnvel að kynna fyrir honum starfsemi klúbbsins. Það væri hægt að sína honum hver samstaða jeppamanna er þegar eitthvað bjátar á og gera honum grein fyrir að það er ekki hægt að komast upp með svona. Ég hef ekki trú á að ofbeldi lagi það sem er að hrjá þennan mann. Þetta er greinilega mikill jeppaáhugamaður og afhverju ekki að kynna honum hvað við erum að gera og kynnast honum aðeins í leiðinni. Ekkert víst að þetta virki en það er þá búið að reyna það.
kv
HG
14.12.2005 at 16:53 #531056Það má segja að við séum búnir að prófa þessa leið. þ.a.s að vera góðir við þjófa. Það kostaði klúbbinn milli 300-400.000 kr ef ég man rétt. Maðurinn var hand tekinn og ekkert kom út úr því þrátt fyrir mikla eftrifylgni þá verandi formans Björns Þorra. Ég er nú á því að myndbirting ætti við í þessu tilfelli þar sem maðurinn er með þetta mikinn brotavilja og ekki um eitt tilfelli að ræða. Ég sé ekki alveg fyrir mér að hann sé hættur. Ef myndbirting yrði að veruleika þá fyndist mér klúbburinn ætti einfaldlega bara að taka þá áhættu sem af því hlytist ( þ.a.s ef okkur væri stefnt fyrir slíkt ) en þjófurinn myndi einungis vekja enn meiri athygli á sér ef hann gerði vesen úr því. Hvað segja menn um myndbirtingu.
PS þetta er einungis min skoðun en ekki stjórnar.
14.12.2005 at 17:04 #531058Ég tel að það væri réttast að taka upp gapastokkinn
og híðingar þá held ég að menn færu að hugsa sig
tvisar um áður enn menn fara að fremja svona lagað
14.12.2005 at 17:10 #531060Mogga, Ofsa og Hilmari.
Kveðja
Elli
14.12.2005 at 17:18 #531062Móðir þeirra sópar gólf og flengir þá með vendi………………………………….
14.12.2005 at 17:20 #531064tala nú ekki um ef sami aðili er það illa farinn og óforskammaður, að óska eftir varahlutum og ráðleggingum frá patrol eigendum!!!!
kv Svavar.
14.12.2005 at 17:40 #531066Sammála
14.12.2005 at 17:53 #531068Er það komið á hreint að það sé sami gaurinn og er að spyrja hérna um ráðleggingar á öðrum þræði?
kv. Kristinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.