Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Patrol stolið!!!!!
This topic contains 187 replies, has 1 voice, and was last updated by Ásgrímur Stefán Reisenhus 19 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
03.11.2005 at 12:36 #196572
Jeppanum hans Jóns Bjarnasonar var stolið í nótt fyrir utan hús hans í Reykjanesbæ. Þetta er rauður Nissan PATROL sknr. YU-646 á 38 dekkjum árgerð 1991. Þetta er fullbúinn jeppi með öllum tólum og tækjum. Þeir sem hafa séð bifreiðina vinsamlegast látið lögregluna vita í síma 420-2400 Sjá mynd í albúmi.
Strákar stöndum saman og höfum augun opin.!!!
Strákar hvað er að verða um þetta þjóðfélag, bíll sem er harðlæstur fyrir utan manns heimili og svo þegar maður ætlar í vinnuna þá er enginn bíll fyrir utan hjá manni. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.12.2005 at 17:54 #530990
allavega þegar ég var patroleigandi gat ég opnað 3 aðra patta hjá mönnum sem ég þekki og hefði örugglega gengið af fleirum hefði ég prófað en ég gat líka sett 2 þeirra í gang allt saman með mínum lykli…
þannig fáiði ykkur þjófavörn með miklum háfaða
09.12.2005 at 18:10 #530992Hvernig er það, fær Jón eigandi þessa rauða hann eitthvað bættan frá tryggingum ef enginn finnst bíllinn? kv Svavar.
09.12.2005 at 19:51 #530994ef menn eru að hirða hurðarspjöld og innréttingu.
Myndi ég grennslast fyrir um aðila sem hafa verið að kaupa tjónabíla klesta eða velta síðustu mánuði. Reyndar getur líka verið um menn að ræða sem eru að uppfæra í "hreina innrétingu" en allavega smá punktur í umræðuna.
Subbi
09.12.2005 at 20:06 #530996Ég lenti í því að þurfa að færa patrol um daginn og prufaði þá eitt. Tók lykilinn að Pajeroinum mínum og stakk honum ca. 1 cm inní cylenderinn og viti menn, hurðin fór úr lás. Svo hoppaði ég inn og og stakk sama lykli örlítið inní svissinn og eins og við manninn mælt þá svissaði hann á og fór svo í gang.
Það eina rétta sem þeir sem eiga eldri patrola geta gert núna er að fara í hóp niður í IH og fara fram á það að þeir geri vel við sína og bjóði lásasett á lágmarksverði til Patrol eigenda til þess að þetta fari nú að hætta.
Eru kanski allir búnir að gleyma Nissan Sunny faraldrinum sem gekk um höfuðborgarsvæðið hérna um árið. Mig minnir að umboðið hafi boðið Sunny eigendum einhver kjör á cylendrum í kjölfarið af því.
09.12.2005 at 20:30 #530998
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að flestir þeir sem eiga gamlan nissan geri sér grein fyrir því hversu slæmar læsingarnar eru á þeim, og finnst mér það hinn mesti óþarfi að auglýsa það hérna inni hversu auðvelt það er að stela þem.
En það sem ætlunin var að segja er það að ég lennti í því að minni nissan primera var stolið og hreinsuð og fannst einmitt þarna efst í árbænum. Nokkrum vikum seinna var ungur drengur stoppaður í hafnarfirði af lögreglunni þar og reyndist bíllinn sem hann ók á vera samsettur úr a.m.k 12 nissan bílum. Hvalbakurinn var úr bíl sem hafði verið keyptur á smápening hjá vís nokkrum mánuðum áður.
Þess vegna myndi ég ráðleggja þessum mönnum að skoða hvort tryggingafélögin hafi selt svona bíla og einnig hvort hægt sé að fylgjast með þeim bílum sem númerin hafa verið sett í geymslu af.
09.12.2005 at 21:17 #531000Sælir
Einhvern veginn grunar mig nú að Nissan eigendur geri sér ekki allir grein fyrir þessu þjófnaðarvandamáli.
Það eru jú aðallega bílaáhugamenn sem ræða svona lagað sín á milli og eins er það ekki á hverjum degi sem maður er að prófa aðra lykla í svissin hjá sér. Ég hef sjálfur þurft að upplýsa nokkra eigendur af eldri Nissan bifreiðum um þetta vandamál.Það kostar lítið (20 – 30.000 kr í komið) að fá sér þjófavarnarkerfi og þess vegna tel ég það vera af hinu góða að þetta komi fram hér á þessu spjalli svo fólk geti brugðist við.
Ég tel hinsvegar að þeir sem eru að stunda það að stela bílum viti allir um þetta lásavesen…
Kveðja
Izeman
09.12.2005 at 21:25 #531002Þeir sem eru svo ólánsamir að eiga Patrol…
mjög ódýrt er að setja rofa í bílinn sem slær út straum
í svissinn, eða þeas bílinn startar en fer ekki í gang.
Nema rofinn sé inni. rofinn þarf að vera á stað þar sem
aðeins eigandinn veit af. þetta virkar fínt.
09.12.2005 at 21:45 #531004Málið er að skipta út lásunum fyrst. Þessir aðilar eru augljóslega að stela þessum tegundum vegna þess að megninu af þeim má stela með húslyklum. Ef að þjófurinn kemur að bíl sem hann getur ekki opnað með nissan lykla safninu sínu þá eru mjög góðar líkur á því að hann láti viðkomandi bíl í friði og leiti áfram.
Þetta tel ég vera "höfuðlausnina" og þjófavarnarkerfi og höfuðrofa koma þar á eftir.
09.12.2005 at 22:01 #531006Ég er sammála síðasta ræðumanni. En ég hef lengi staðið í þeirri meiningu að það sé frekar dýrt (auðvitað ekki miðað við stolin bíl) að skipta um lása í öllum bílnum. Eða hvað?
Kveðja
Izeman
09.12.2005 at 22:37 #531008Ég skoðaði þetta með Corollu fyrir nokkrum árum og þá kostaði lás í bílstjórahurð, sviss og farþegahurð undir 10.þús. En þetta eru að sjálfsögðu bara cylendrar sem þarf að stilla eftir lylkinum og það kostar eitthvað aukalega. Og svo er að koma þessu í sem er ekkert stórmál fyrir laghenta menn.
09.12.2005 at 22:38 #531010Ferð bara með bílinn til NEYÐARÞJÓNUSTUNA Laugarvegi 168. Þetta kostar sirka 7000 kr á svissinn og eitthvað mynna á cylendra í hurðum.
Hilsen
Kalli
11.12.2005 at 12:43 #531012Sælir.
Ég keypti nýtt cylendrasett í heilan bíl. Í því var sviss með stýrislás og svissbotni ásamt boltunum til að festa hann utan um stýrisleggin. Cylendrar í hurðir þ.e. allar ásamt cylendra í lok fyrir olíutank. Þetta kostaði allt saman um 40.000 kr með vsk.
11.12.2005 at 13:04 #53101440þ!
á þá eftir að stilla cylendrana að lyklinum?
-haffi
11.12.2005 at 23:03 #531016Þessu setti fylgdu 2 lyklar að herlegheitunum. Það á hins vegar eftir að skipta um settið í þessu verði. Skipti sjálfur um í mínum bíl og það tók mig um eina kls.
12.12.2005 at 12:39 #531018Það er mun ódýrara að kaupa bara cylendrana og dunda sér við að stilla þá inn eða láta gera það fyrir sig. En þessi leið er mun fljótlegri og maður fær "flúnkunýja" lykla með.
13.12.2005 at 20:03 #531020Nissan Patrol-bifreiðin sem saknað hefur verið frá 3. nóvember síðastliðnum er komin í leitirnar. Lögreglan á Selfossi fann bifreiðina í nótt og var einn karlmaður handtekinn í kjölfarið. Samkvæmt Þorgrími Óla Sigurðssyni, lögreglufulltrúa á Selfossi, hefur maðurinn játað verknaðinn.
Þetta mun vera bifreiðin sem stolið var í Lyngmóa í Reykjanesbæ, sagði Þorgrímur Óli í samtali við Víkurfréttir í kvöld. Búið var að setja einhverja slitminni hluti á bílinn og mála neðri hluta bílsins gráan, sagði Þorgrímur.Bifreiðin er á lögreglustöðinni á Selfossi en eigandi bifreiðarinnar fær hana ekki afhenta alveg strax þar sem rannsókn málsins er ekki lokið.
Ég er mjög sáttur við fundinn, þegar ég fæ bílinn til baka þá ætla ég mér að koma honum í samt lag, sagði Jón Bjarnason, eigandi bifreiðarinnar, kátur í bragði.
Kv Rúnar Sv.
13.12.2005 at 20:55 #531022Frábært að bíllinn sé fundinn,óska eiganda til hamingju með að endurheimta kaggan til baka.
Hvernig er það með refsingu á svona menn sem stunda bílþjófnað,er slegið á puttanna og sagt við þá ekki gera þetta aftur og er þeim svo sleppt ? eins og tíðkast í nánast öllum málum hér í þessu kerfi sem hvert mannsbarn hlær af í dag.Kv-JÞJ
13.12.2005 at 21:10 #531024Maður hefur verið hugsa um það nú undanfarið hvernig manni væri innanbrjósts í sporum þessa félaga okkar, sem á þennan bíl. Það er ekki bara hið peningalega tjón sem þarna kemur við sögu, heldur hitt að geta ekki verið í friði með eigur sínar, þótt maður hafi gert allt sem venjan er að gera til að þær séu látnar í friði af svona liði. En eitt kom í hug í sambandi við það í hvaða umdæmi bíllinn fannst, – í fréttunum í dag hefur komið fram að lögreglan á Selfossi var ansi mikið upptekin við eitt tiltekið mál s.l. nótt – skyldu þessi tvö mál tengjast eitthvað? Það væri nú eftir öðru að þetta dóplið væri viðriðið málið! En mikið er þó gott að bíllinn fannst, þótt sjálfsagt sé hann ekki jafngóður.
13.12.2005 at 21:11 #531026Er þá ekki hugsanlegt að þetta sé sami maður og hreinsaði af gráa patrolnum sem stolið var í síðustu viku stuðara ,inréttingu o.f.l
13.12.2005 at 21:32 #531028jú einmitt, hlutir af Gráa Patrolnum( sem fannst við Rauðavatn) fundust á sama stað og komnir í og á Jóns Patrol en við munum segja frá þessu um helgina þegar allir hlutir liggja á hreinu og lögregla verður búin að skila Patrolnum til Jóns.
Kveðja Rúnar Sv.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.