Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Patrol stolið!!!!!
This topic contains 187 replies, has 1 voice, and was last updated by Ásgrímur Stefán Reisenhus 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.11.2005 at 12:36 #196572
Jeppanum hans Jóns Bjarnasonar var stolið í nótt fyrir utan hús hans í Reykjanesbæ. Þetta er rauður Nissan PATROL sknr. YU-646 á 38 dekkjum árgerð 1991. Þetta er fullbúinn jeppi með öllum tólum og tækjum. Þeir sem hafa séð bifreiðina vinsamlegast látið lögregluna vita í síma 420-2400 Sjá mynd í albúmi.
Strákar stöndum saman og höfum augun opin.!!!
Strákar hvað er að verða um þetta þjóðfélag, bíll sem er harðlæstur fyrir utan manns heimili og svo þegar maður ætlar í vinnuna þá er enginn bíll fyrir utan hjá manni. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.11.2005 at 19:19 #530870
http://nd.is/template2.asp?PageID=28.
talaði við þá í haust eftir að patttanum var stolið fyrir norðan, um að setja þennan búnað í bíla, fellihýsi, kerrur og í raun allt sem maður vill vernda. einfaldur og góður búnaður sem enginn veit af nema eigandinn. var ekki búinn að fá verð hjá þeim en þeir voru opnir fyrir 4×4 afsl.
það væri ekkert að því að geta bara bankað uppá hjá þessum aumingjum sem eru að rippa fólk og sótt sína hluti.
vona að þessi finnist sem fyrst. byrjaður að dreifa myndum af honum.
kv svabbi.
03.11.2005 at 19:30 #530872í R.vík veit hver stal bílnum hans Sveinbjörns fyrir norðan. Drengaulinn viðurkenndi verknaðinn og að hans sögn var hann að stela bílnum fyrir einhvern annan aula.
Það eru sennilega einhverjir braskarar að fá auralausa vesalinga til að stela fyrir sig.
Við höfum augu og eyru opin hér fyrir norðan.
Kveðja.
Elli.
03.11.2005 at 20:34 #530874Þetta eru nú engir andskotans braskarar. Þegar þessir hundarúnkarar finnast ætti að dulbúa þá sem rjúpur, skilja þá eftir upp á heiði og láta veiðimennina um restina. Og hananú.
03.11.2005 at 20:58 #530876Mér finnst ekki að rjúpnaskyttur eigi að fá alla ánæguna.
En ég ítreka við ættum líka að leita að þeim sem kaupa þeir eru ekki betri en hinir og taka á því að menn séu að kaupa stolna varahluti, Hver er að gera upp svona Patrol???????
Klakinn
03.11.2005 at 21:41 #530878fagmenn á ferðum ?? lentum í því þar sem ég er að vinna að það var brotist inní 4 vörubíla hjá okkur og tekið allar græjur ur þeim,, það sá ekki á neinu nema lyklaskránum,, og er erfitt að eyðinleggja þær,, (höfum lent í að tína lykklum og það er bara vesen i scania reyndum 1 sinni að berja flatjárni inní þær til að snua þær i sundur og var það ekki séns nema að eigahættu á að dælda hurðina) en þessir náungar gerðu þetta greinilega eins og að stela sleikjó af smákrakka,,, en ég skal lofa að kikja vel eftir honum !!! KV Oddur
03.11.2005 at 21:53 #530880xxxxxxxxx er nu grunsamlegur,, hann er með fullt af dóti til sölu hvernig væri nu að ath hann hann auglýsir þetta í numeri xxxxxx
03.11.2005 at 22:12 #530882Ég sá þennan patrol í hringtorginu við rauðavatn í hádeginu, sá ekki hvort hann fór upp í breiðholt eða út úr bænum
kv Haffi
03.11.2005 at 22:25 #530884Er ekki þjóðráð að skipuleggja Leit af bílnum,Skipta með okkur svæðum frá Suðurnesjum og eitthvað austur á bóginn.
Ef bíllinn hefur sést við Rauðavatn er ekki ólíklegt að að hann sé á Suðurlandi eða í efri byggðum Árbæ,Fella eða Hólahverfi í breiðholti.Nú svo eru Trúðar að fara í ferð á morgun,og þeir líta alveg örugglega eftir honum á leið úr bænum og inná hálendið
Kv-JÞJ
03.11.2005 at 22:52 #530886Endilega setja upp auglýsingar á pizzastöðunum!
pizza gaurarnir, keyra hvern krók og kima allan sólahringinn
fleiri hundruð km á dag. á öllu höfuðborgarsvæðinu.td Hrói höttur kóp…..
hef augun vel opinn kv
bjarki
03.11.2005 at 23:07 #530888Það er mín reynsla að það sem virkar best er að koma sem flestum auglýsingum á stað í svona leit. Ég varð sjálfur fyrir þessu þann 03-10-05. Og það er merkilegt að þetta gerist líka 03-11-05. Það sem ég gerði var að sjálfsögðu kærði ég þetta til lögreglunar og verð ég að segja að þeir unnu mjög gott starf. Einnig leitaði ég sjálfur að bílnum og auglýsti á öllum netmiðlum, Fréttabalðinu, DV og Morgunblaðinu. visir.is og mbl.is. eða alls staðar sem mér datt í hug. Talaði við flugskólana þar sem þeir eru að fljúga yfir Reykjanes Hellisheiði og fleiri staði. Talaði við öryggismiðstöð Íslands ásamt Securitas og leigubílastöðvarnar. Ég fékk nefnilega strax símhringingar um að bíllinn hefði verið í umferðini í Reykjavík. Það er nú tilfellið að það er erfiðara að fela svona tæki á minni stöðum úti á landi það er alveg klárt mál. Strákar verum með opin augun og sendum sms og tölvupósta á alla sem okkur dettur í hug.
Kveðja að norðan
04.11.2005 at 01:02 #530890
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég henti inn orðsendingu inn á huga, sem er einn af mest lesnu netsíðum landsins, verst að það er frekar ungt lið sem hangir þarna
04.11.2005 at 17:48 #530892…
04.11.2005 at 18:40 #530894Er búinn að senda tölvupóst með mynd af Patrolnum út og suður. Allir taki sig saman og sendi tölvupóst sem víðast.
GG
04.11.2005 at 20:56 #530896Fekk að setja þetta inn a spjall vefinn hja veiðibuðinn Hlað. ( hlad.is )
eru þar margi og koma af flestum landshornum.Hef augun opinn.
Kv Hrafn Daði
06.11.2005 at 11:14 #530898Bara að uppfæra og hafa augun opin.
06.11.2005 at 20:29 #530900Það er ekkert nýtt að frétta en vonandi finnst hann fljótlega því að mér finnst menn sýna þessu skilning.
Kv Runar Sv
06.11.2005 at 20:40 #530902Ég sá auglýsinguna um að þessi bíll væri stolin en það vantaði bílnr.
Ég hef því miður ekki séð hann en ég hef augun opin.
Vonandi fynnst hann ásamt dótinu sem í honum er.
Kv
Snorri Freyr
06.11.2005 at 22:27 #530904Setti myndir með upplýsingum þ.e. bílnúmeri og síma hjá lögreglu, á Esso Lækjargötu í Hafnarfirði og í Seljahverfinu, Olís í Garðabæ og í Mjódd.
Betur má ef duga skal.
Hef augun galopin Jón.
Vonandi finnst hannBkv. Magnús G.
06.11.2005 at 22:42 #530906Snorri Freyr.
Númerið er í upphafsþræðinum YU 646.Ég er á Selfossi og mun vera vel vakandi.
Kv: Óðinn V. (kátur)
07.11.2005 at 01:09 #530908Sælir. Slæmt að ekkert hefur spurst til bílsins. En ég mundi biðja ykkur að ath eftirfarandi:
Bílnúmer-Gæti verið komið annað númer á bílinn
Þau einkenni sem gera bílinn þekkjanlegan geta öll verið farinn. Þannig var í mínu tilfelli að það var nánast ógjörningur nema fyrir mig að þekkja bílinn þegar minn bíll fannst. Allt sem einkenndi bílin var farið af honum. Þannig að allir rauðir Patrolar með þessu boddýi liggja undir grun. Ég er viss um að ef að frambrettið sem vantaði á minn bíl hefði verið á honum hefði verið erfitt að þekkja hann. Búið var semsagt að fjarlægja allt sem gerði bílinn þekkjanlegan. Skoða alla rauða Patrola þó þeir séu með öðru númeri. Ef eigandinn getur bennt á eitthvað sérstakt sem hann man eftir gæti það hjálpað. T.d. þá var búið að laga eitt ljósagler á mínum bíl með silikon kítti og það væri merkilegt ef það væri nákvæmlega eins á öðrum svona hvítum bíl. Verum vakandi ef við sjáum Rauðan Patrol með eldra laginu. Þessum mönnum sem gera svona er nefnilega trúandi til að gera hvað sem er og það er kanski ekki tiltökumál fyrir þá að skipta um númeraplötur á bílnum og setja jafnvel stolnar plötur.Kveðja að norðan og vonandi finnst bíllinn:
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
