This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Ég var að taka í Patrol 94, 38″ og langar að leggja nokkrar spurningar fyrir þá sem þekkja þessa bíla.
Læsingin að aftan virkar ekki. Hvað gæti valdið því? Er þetta eitthvað algengt og eru dýrir varahlutirnir í þetta? Einhvern tímann heyrði ég að þetta væri vacuum stýrt, fyllist þetta af vatni eða hvað?
Ég hafði aldrei keyrt svona bíl áður og mér fannst heyrast soldið mikið í túrbínunni við inngjöf, er það „eðlilegt“? Mér sýndist hann ekkert hitna, tók vatnskassalokið af með hann í gangi eftir hálftíma akstur og sá engar loftbólur.
Snúningshraðamælirinn hoppar og skoppar, var aldrei neitt að marka hann sýndist mér, hvað gæti valdið þessu?
Mér fannnst hann leita aðeins, eins og hjólalega væri ekki nógu hert eða slitin, hvað kosta legur í þetta? Get ég notað Toyotu naflykilinn minn á þetta?
þakkir,
-haffi
You must be logged in to reply to this topic.