Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Patrol , smellir í framdrifi
This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Hagalín Guðjónsson 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.01.2008 at 14:06 #201504
AnonymousEr með 92 model af patrol sem að gefur svona hressilega smelli þegar að hann er keyrður í framdrifinu fyrst var þetta bara svona með löngu millibili en nú er þetta farið að aukast mikið.
Þetta er svona eins og það se þvingun á drifskaftinu og svo kemst drifskaftið yfir það og kemur góður dynkur , það er búið að skipta um driflokur , reyndar notaðar superwinch lokur , 4wd virkar alveg en þetta er ekki eins og það á að vera .. Það er búið að þreifa á drifskaftinu og það virðist vera eins og og það sé í lagi , allir krossar og svona en getur verið að þetta sé eitthvað í öxlunum út við hjólin .. eða í millikassanum .. Þessir dynkir koma bara í akstri ekki þegar að það er verið að taka af stað
Veit að það er milljón þræðir um þetta en þeir benda allir á sjálvirku lokurnar en það er búið að skipta um þær og ekkert breyttist
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.01.2008 at 14:16 #608566
já pabbi minn á við sama vandamál að stríða í 99" módelinu og það er búið að rífa sjálfvirku lokunar úr honum líka og setja manual.
þetta er búið að vera í 2 ár hjá honum þetta virðist ekki skemma neitt en er rosalega taugatrekkjandi við erum farnir að kalla þetta traustabresti ef einhver hefur hugmynd latið ljós ykkar skína
02.01.2008 at 14:23 #608568Sæll,
mágur minn á patrol 90 módelið,
það voru svona smellir í honum eins og það væri þvingun í framdrifi og við skiptum um hjöruliðskross í framskaftinu þótt að það væri rosalega lítið slit í honum og viti menn smellirnir eru hættir og allt eins og það á að vera.
02.01.2008 at 15:37 #608570Þetta hefur gerst hjá mér tvisvar á tveim mismunandi Pöttum (´92 og 2001), skipt var um lokur og þetta læknaðist í báðum tilvikum. Settuð þið ekki örugglega nýjar superwinch lokur ?
Sá gamli var með org sjálfv lokurnar en núverandi bíll var með superwinch. Ef það er drulla í superwinch lokunum þá geta þær byrjað að missa gripið, auðvelt að kippa þeim af og kíkja og hreinsa drulluna. Ég keypti mér fasta flangsa um daginn á bílinn hjá mér en ætla að nota gömlu superwinch fyrir sumaraksturinn….
Svo getur þetta náttúrulega verið eitthvað allt annað……
kv
Agnar
02.01.2008 at 15:38 #608572einnig getur verið að keðjan í millikassanum sé að smella yfir á tönn
Kv Gísli Þór
02.01.2008 at 15:40 #608574ég veðja á lokurnar, þótt þú hafir skipt ef þú settir gamlar lokur í þá getur verið vandamál með þær líka. Svona lokuvandamál er nokkuð algengt og ég hef sjálfur lent í þessu á patta, lýsti sér nákvæmlega eins hjá þér.
Ég tók lokurnar hjá mér og þreyf þær mjög vel allar og smurði með þunnri olíu (ekki feiti) þá lagaðist allt saman. Svo er fínt að hafa lokurnar bara alltaf ON yfir veturinn þá minka líkur á veseni.
Mér finnst mjög ótrúlegt að drifskapt eða hjöruliðskrossar valdi svona smellum nema þeir séu handónýtir.
02.01.2008 at 16:54 #608576
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það var reyndar brugðið á það að setja NOTAÐAR superwinch lokur og það er kannski hægt að þrifa þær betur .. en hvaða olíu er gott að setja á lokurnar
Ef að keðjan er að klikka er nokkuð hægt að ath það nema að rífa hann í sundur ??
02.01.2008 at 18:18 #608578Þú getu notað ýmsa olíu gott ef þú átt eitthvað á sprayi, aðal málið er ekki að vera með þykka feiti. Tilgangurinn er aðallega að halda frá raka og verja gegn riði. Svo mæli ég með að hafa lokurnar alltaf í "ON" þegar þetta er komið í lag.
Ég mæli með að þú einbeitir þér að lokunum áður en þú ferð að rífa eitthvað meira, vera 100% að þær séu ekki sökudólgurinn áður en lengra er haldið.
Gangi þér vel.
03.01.2008 at 22:11 #608580Ég var að berjast við svipað vandamál í Patrol ¨92 einsog þú og fannst í fyrstu ekkert vera að skaftinu en þegar að ég skoðaði þetta betur þá gat ég hreyft tvöföldu krossana í sitthvora áttina, ég reif skaftið undan og sá þá að kúlan sem tengir tvöföldu krossana saman var ónýt en krossarnir í fínu lagi. Ég skipti að vísu um alla krossa í skaftinu og kúluna líka og þessir dynkir (högg) hættu.
14.01.2008 at 13:33 #608582
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er einhver möguleiki að þetta séu framhjólalegur sem að eru farnar að slappast að höggin koma þegar að átak komi á hjólið ?
Og annað mál er eitthvað betra að kaupa hjólalegur að utan hefur einhver reynt það eða getur bent á bílabúð á netinu sem að selur varahluti í allra handa bíla ?
13.03.2008 at 21:30 #608584
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sagan endalausa er með þennan patrol , búið að skipta um millikassa , nýjir krossar í drifskafti , hjólalegur í lagi og enn eru þessi traustabrestir í honum , sú akvörðun var tekin að rífa lokurnar úr sem að voru keyptar NOTAÐAR og þá sast að þetta er að öllum líkindum driflokan sem að er enn þá að svikja þvi að það sast á " tannhjólunum" á driflokunni að þau hefðu verið að naga hvort annað og hlaupa á tönnunum þannig að þetta lagast vonandi með NÝJUM driflokum , en annað þegar að millikassinn var settur í ( árgerð ekki vitað) þa er afstöðumunur á kössunum , nýji kassinn það er eins og hann se einu skrefi neðar , þegar að stöngin er í 2h þá er kassinn í 4h .. hvað getur orsakað það ? , og er til einföld lausn á þessu eða bara eitthvað gott modd ?
KAssinn flaug samt í öll skrúfugöt pössuðu saman
14.03.2008 at 01:12 #608586Getur verið að bíllinn sé boddíhækkaður mikið?
Við það færist stöngin veit ég og getur lent á asnalegum stöðum. Annars er þetta bara hugdetta. Ertu búinn að skoða hvort stangirnar af gamla kassanum eru eins?
Annars veit ég ekki hvernig þetta kerfi er í Patrol.
.
kkv, Úlfr
E-1851
14.03.2008 at 08:47 #608588Þú getur verið með millikassa úr 4.2 bíl. Skiptistöngin fyrir hann er öðruvísi, etv. lagast þetta með að nota stögina (komplett) af hinum kassanum, nema þú hafi notað áfram stöngina þína, þá kann ég ekki skýringuna.

-haffi
14.03.2008 at 11:21 #608590Þessi högg voru í bílnum hjá mér, komu líka á keyrslu
á vegi án átaks bara ef lokurnar voru tengdar.
Ég var með AVM manual lokur sem voru nýlegar að sögn
fyrri eiganda, ég setti núna í hann Ægislokur og viti menn,
höggin og dynkirnir eru horfnir. Búinn að prófa hann í nokkrum
ferðum og það vottar ekki fyrir dynkjum eða höggum, hvorki á
vegi né utanvega.Kv. Þór
14.03.2008 at 14:00 #608592
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
nei bíllinn er ekki mikið boddíhækkaður hjá kallinum , ætlum að útbúa eitthvað þarna á milli til að þetta gangi upp , en það verða setta nyja lokur í hann um helgina og þá vonandi hættir þessir smellir !
Eru kassarnir eins í báðum vélum 4.2 og 2.8 , fannst eins og hann væri öðruvísi á að sjá ?
14.03.2008 at 15:32 #608594Hafi smellirnir verið fyrir hendi með fyrri framdrifslokum er sérkennilegt að ekkert breyttist við að setja aðrar í -jafnvel þó að þær séu notaðar. Að sjálfsögðu ekki útilokað að þær sem fóru í hafi verið jafnslappar og þær gömlu.
Væri ég í ykkar sporum mundi rífa lengra og kippa öxlunum út og skoða öxulliðina vandlega. Inni í liðunum er gjörð sem heldur kúlunum á sínum stað, hafi einhverntímann komist vatn í liðina, eða verið ónógur smurningur í þeim getur þessi gjörð hafa sprungið/brotnað. Ef öxulliður er á leið til feðra sinna þá fylgja því ýmis skemmtileg hljóð.
14.03.2008 at 17:21 #608596
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ef að öxuliður er farinn er þá smellirnir ekki bundnir við eitthvað ákveðið , eins og að beygja í aðra hvora áttina , þessir smellir eru eingöngu þegar að lokurnar eru tengdar og bíllinn í 4wd.. En það sást á lokunum öðru megin að þær væru að hlaupa af tönnunum þannig að það bendir til þessi að þær se ekki að halda en skoðum þetta með liðina
14.03.2008 at 17:36 #608598er búinn að kaupa þónokkur sett af driflokum í patrolana mína og það virðist vera að um leið og það byrjar að smella að þá hættir það ekki fyrr en maður fær sér bjargirnar frá Ægi… það er mín reynsla, þessir smellir eru í lokunum 99% tilfella og þú þarft bara að fá þér eitthvað sem festir þetta eins og ægislokurnar, fyrir mér virðist þetta vera eitthvað á þá leið að það komi örlítill snúningur á öxlana við átak hvort sem menn eru í torfærum eða bara að keyra á malbiki og við það leiti lokurnar útávið og svo þegar nógu utarlega er komið þá smella .þær yfir eina tönn á öxlinum. ef það væru til lokur sem ýttu lokuhringnum inn og héldu við hringinn að þá væri þetta ekki vandamál en ma´lið er að lokurnar sem við notum ýta lokuhringnum inn með gormi, gormurinn nær ekkert að halda á móti þvinguninni sem kemur af öxli sem er að snúast uppá…
kv. Axel Sig…
14.03.2008 at 17:44 #608600
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
muniði hvað verðið er þá þessum björgum frá ægi ?
14.03.2008 at 21:08 #608602sælir
Þetta eru nær örugglega lokurna hjá þér eins og oft hefur verið bent á hér ofar. Ég fékk mér lokur frá Ægi en ég heyrði einhver staðar að þær væru komnar í 39 þús kr.
kv
Agnar
14.03.2008 at 22:02 #608604.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
