Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Patrol rafmagns/ljósa vesen – Hjálp
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Runólfur Vigfússon 14 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.10.2010 at 07:31 #215128
Sælir
Nú er dimmt á köflum hjá mér. Í stuttu máli sagt þá var tengt við dolluna kerra og við það bráðnaði aðalljósaöryggið fyrir stöðuljós (aftan/framan) og með því ljósin úr mælaborðinu ásamt því að relay-ið dó drottni sínum. Eftir smá puð og hamagang (m.a. nýtt/notað stjórnborð fyrir dagljósabúnaðinn) var það komið í lag en ekki virkar þetta enn. Núna fer alltaf öruggið fyrir ljósin að aftan (10A) þegar skipt er af dagljósabúnaðinum.
Langar mig að spyrja ykkur hvort þið hafið lent í þessu og hvort þið hafið einhverjar hugmyndir hvar feillinn gæti leynst. Er nánast kominn á það stig að panta mér nýtt vírakitt í bílinn með öllu.
Kveðja Runólfur V.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.10.2010 at 19:14 #706234
No !! Ég hélt að Lucas gamli hefiði verið einn um að finna upp myrkrið, sé að Patrol hefur gert það líka.
13.10.2010 at 22:42 #706236Sæll
Bíddu sallarólegur áður en þú pantar japanska vírasúpu. Aðalljósaöryggi fyrir parkljós??? Bráðnaði????
Ég ætla að skilja málið þannig að annaðhvort parkljósaöryggið hafi sprungið og þá hafi mælaborðsljósin farið með. Getur þetta passað?
Ef þetta gerist þegar kerra er sett í samband eru fáir hlutir sem geta hafa gerst: 1. klóin hefur verið brotin og farið öfug í tengilinn, kerruklóin vitlaust tengd eða eitthvað verulega ónýtt í kerrunni. Í öllu falli er nánast pottþétt að þú hafir fengið – á kerrunni á móti parkinu.
Það eiga að vera 2 parkljósaöryggi, fóru þau bæði? Þetta eru bara 10A öryggi er það ekki? Hvað er bíllinn gamall og hvaða búnaður getur verið á parkljósabingóinu.
Ef allt virkar þangað til þú kveikir ljósin á rofanum er pottþétt í lagi með allt frá dagljósabúnaðinum að ljósum. Síðan kveikir þú á rofanum og þá koma mælaborðsljósin á og þá deyr allur pakkinn. Ég myndi skoða mælaborðið og aðalljósarofann. Þarf ekki að vera merkilegt en ef kerran hefur skammhleypt með látum geta allskyns hlutir gerst. Ef 10 eða 15A öryggi springa er ekki líklegt að þú leysir málin með nýjum vírum, það er nánast útilokað að vandamálið liggi þar, ekki alveg útilokað samt.
Taktu mælaborðið úr sambandi og prófaðu svo ef það gerist sama er vandamálið liklega í rofanum. Ef mælaborðsljósadimmerinn er ekki í mælaborðinu sjálfu geturðu prófað að taka það úr sambandi en athugaðu að ef allt er í lagi þegar þú gerir það getur allt sem við hann tengist legið undir grun.
Kv Jón Garðar
P.s. byrjaðu ekki fyrr en þú ert í sólskinsskapi og hættu ef þú verður pirraður, þetta er eins og krossgáta gersamlega ósigrandi en þegar svarið er ljóst áttirðu að vera löngu búinn að fatta það.
14.10.2010 at 14:47 #706238Nú er ég ekki rafmagnsfróður einstaklingur en hef lent í því að bíllinn sprengdi perur í tíma og ótíma, þá helst afturljósaperur. Þá var cutoutið ónýtt. Þegar búið var að skipta um það þá gat sagt upp áskriftinni af perum. Hvort þetta er meinið hjá þér veit ég ekki en þetta er allavega ábending.
18.10.2010 at 09:00 #706240Þakka góðar ábendingar. En já öruggið bráðnaði bókstafslega þurfti að nota hníf og töng til að ná leyfunum út, stærra öryggið fyrir ljósin, þ.e. 20A.
Vandamálið er núna leyst að svo stöddu.
18.10.2010 at 10:06 #706242Sæll
Bara svona fyrir forvitnissakir, þú segir að öryggið fyrir ljósin hafi verið 20A og bráðnað og áður talaðir um að þú værir að glíma við parkljós, eru 20A öryggi fyrir parkljósin og eiga að vera 20A öryggi fyrir þau?
Ég spyr vegna þess að öryggin eru sett til þess að verja lagnir og búnaðinn sem eru fyrir aftan þau og ég veit til þess að menn eru oft, sérstaklega í bílum, djarfir að stækka og eiga þannig á hættu að skemma eitthvað. Er einhver kannski búinn að tengja kastara inn á parkljósaöryggið?
Ég er ekki að spyrja til að vera með leiðindi heldur finnst mér á þessum svörum eins og eitthvað sé bogið við ljósadótið hjá þér. Ef öryggi bráðnar þá myndi ég halda að það gerist hægt og rólega með miklu álagi. 20A álag getur aldrei verið eðlilegt hvorki í parkljósum né aðalljósum sérstaklega af því að þau eiga að vera aðskilin hægri/vinstri.
Er þessi bíll búinn að draga fellihýsi eða húsvagn mikið og hleðslann tekin í gegnum parkvírinn? Athugaðu þá að vírar fyrir 10A og 20A eru ekki eins. Til að flytja 20A aftur í kerrutengil þyrfti vírinn að vera 2.5q til þess eins að ofhitna ekki. Vírarnir í Parkinu hjá þér eru pottþétt ekki sverari en 1q. Hleðsla fyrir svona dót ætti alltaf að vera í sértengli sem þolir meira álag t.d. litlu spiltengi og lágmark 4-6q vírar fram á geymi. Síðan er hægt að tengja við þetta relay sem parkljósin kveikja og þá ertu með rofið á milli á meðan bílljósinljósin eru slökkt.
Kv Jón Garðar
21.10.2010 at 07:52 #706244Sæll
Þetta 20A öryggi á að vera 20A skv. lokinu á öryggjaboxinu. Man ekki í hendi hvað þetta hét en var A/C eitthvað back og virðist sem það sé á milli rafmagnsins sem fer á við að svissa á og yfir í relay-ið sem dó. Þetta relay er það sem hleypir straumi á m.a. stöðuljós, mælaborð, mæla o.s.frv. Þannig að það ætti að vera eðlilegt að það sé 20A. Get sent mynd og rétt nafn af þessu seinna í dag ef þú vilt.
Seinna öryggið sem var alltaf að fara var 10A en ég endaði á að setja 5A öryggi þar, þannig að það er ekki mikið álag á því. Ég er þannig víraður saman í hausnum að ég vill frekar minnka álag en hitt.
Ég get ekki svarað fyrir það hversu mikið þessi bíll er búinn að draga eða hvað hann er búinn að draga, þar sem ég keypti hann bara í fyrra, þá frekar ljótan. Umrædd kerra sem drap allt þarna um daginn er í rauninni fyrsti alvöru kerrudráttur til lengri tíma í minni eigu. Þetta er stór tveggja öxla kerra og dregin voru tvö stór fjórhjól ef það breytir einhverju. Við kennum þessari kerru, eða tengingum í henni um vandamálið.
Það ætti að vera augljóst að ég er hvorki rafvirki né vanur bílarafmagni, þó ekki alvitlaus sé. En sammála er ég þér að allt viðbótardót, s.s. stór ljós, hleðslur, spil, dælur o.s.frv., þurfa að fá rafmagn beint af geymi í kapli sem er nægjanlega stór fyrir slíkan flutning, svo setja relay og öryggi til að starta þessu dóti.
23.10.2010 at 04:04 #7062461. Hvaða módel af Patrol er þetta?
2. Ekki taka mælaborðið úr sambandi og svissa á eða vera með geymana tengda ef þetta er nýrri bíll en c.a. 90.
Það getur valdið þér ómældum vandræðum.Ef parkljósaröryggið/öryggin fara, þá er best að byrja að skoða kerrutengilinn, því næst skaltu skoða samtenginguna á ljósum sem er hægra megin bakvið stuðarann að aftan eða upp við grind hægra megin að aftan.
Svo er hægt að rekja kaplana frammí og skoða hvort þeir hafi orðið fyrir áberandi skemmdum t.d. losnað og dottið á pústið og bráðnað eða skorist á einhverju.
Svo má athuga með að taka mælaborð úr sambandi og rannsaka hvort eitthvað sé laust eða skemmt sem og undir mælaborðinu.
Það er líka algengt vandamál í bílum að neðri hluti taflnanna frammí húddi eiga til að týna vírum og þess háttar fjör.Ef aðalöryggið er að fara færir vandamálið út anga sína.
Þá gæti t.d. verið vandamál með víralúm undir mælaborði, inniljós eða eiginlega allur fjandinn.Þú minnist á að vandamálið sé horfið í bili, veistu afhverju það er eða gerðist það bara?
Ef það hvarf bara jafn skyndilega og það birtist, myndi ég fyrst byrja að hafa áhyggjur.
kkv, Samúel Úlfr.
23.10.2010 at 16:14 #706248Þetta er "92. árgerð af patta.
Var reyndar búinn að taka mælaborðið úr sambandi og svissa o.s.frv. Hef ekki rekist á vandamál tengdu því. Hvaða vesen eru menn að lenda í vegna þessa???
Ljósin komu á og allt í lagi varðandi dagljósabullið eftir að ég hreyfði til relay-ið sem fór í þessum fjanda. Vandamálið lá í sætinu fyrir það og líkur leiða til þess að ég þurfi að skipta um boxið complett þar sem hann er með einhvern derring enn, þ.e. dagljósabúnaðurinn dettur út öðru hverju ásamt öllum mælum og viðvörunarljósum í mælaborði, þó ljósin í mælaborði og miðstöðvardótinu eru enn inni.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.