Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Patrol, púst, cooler, boost.
This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
03.09.2008 at 19:31 #202866
Sælir félagar ætla að leita í viskubrunn ykkar. Ég er að fara að setja 3″ púst í 94 Patrol 2,8 og intercooler til að fá einhverja aflaukningu í bílinn hann er á 32″ og fer líklega á 38 til 44″ síðar. Spurningin er hvað má ég bæta miklu við olíuverkið og hvernig er það gert. Síðan er hægt að að auka boostið á túrbínunni og hvernig er það gert. Síðan eru til betri túrbínur sem blása meira og koma fyrr inn. kveðja trölli_1 mail gudnisv@simnet.is gsm 8924526
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.09.2008 at 12:46 #628712
Sæll Guðni .
Loksins komin með rétta bílinn
Það er hægt að kreista 2.8 þónokkuð .
Eftirfarandi er að skila ágætis árangri .
3′ púst allar beyjur rústfrýjar suðubeygjur , vélbeyjur eru fáránlega þröngar og mynda óþarfa mótstöðu . Enginn hljóðkútur .
Túrbínan er fáanleg hjá Vélalandi og byrjar að gefa afl á 1200 rpm. ef olían er stillt í samræmi .
Það er gert aftan á olíuverkinu og er bolti með 8mm ró , stendur talsvert útúr rónni með skarði fyrir flatskrúfjárn og að mig minnir 6mm lykil eða topp .Þetta er mjög mikil nákvæmnis vinna að stilla olíumagnið . 1/4 hringur er hellingur og þú eykur magnið með að herða boltann og minkar með að losa . contra svo róna aftur .
Nauðsynlegt að leggja vel á minnið hver staðan er á stilliboltanum í byrjun .
Þú verður að nota djúpann lykil eða topp á róna svo þú getir haldið við stilliboltann og hert róna án þess að stillingin breytist .Setja þarf stillanlegan þrýstiminkara á loftleiðsluna að Wastegate ventlinum ásamt mæli (psi) og helst afgasahitamæli .
Þetta er gert til að seinka opnuninni á wastegate vetlinum og þannig hækka boostið á bínunni.
Þarna er einnig nákvæmnin sem gildir .‘Eg reyndar fór alla leið og sauð upp í wastegate hjá mér , setti einnig tappa í þrístilokann á greininni .
Gott í bili . Kv Valli S
04.09.2008 at 13:56 #628714Sæll Valli og takk fyrir góð ráð er að byrja á þessu í dag er að fá 3" púst frá BJB úr Hafnafirði. Ætla að setja Pústið og coolerinn í núna í dag og á morgun. Síðan ætla ég í að auka boostið og fara að þínum ráðum hvað er boostið orginal og hvað er óhætt að fara hátt er kominn með afgashitamæli og boostmælir fékk það hjá Benna kaupfélagsstjóra virðist vera fín vara.kveðja Guðni
04.09.2008 at 15:51 #628716Sælir var að reyna að setja coolerinn í hann passar ekki vegna þess að í bílnum hjá mér er kælimiðstöð og elimnetið fyrir hana er framan á vatnskassanum og er jafnstórt og kassinn síðan er smurkælir framan á því og ekkert pláss fyrir stóran cooler er hann því til sölu með rörum og hosum á 20.000 kveðja trölli
04.09.2008 at 19:36 #628718Sæll Guðni. Þú getur tekið smurkælirinn burt (hér á klakanum er lítil þörf fyrir svoleiðis búnað) og er þetta eimsvalinn fyrir ACið í bílnum sem er fyrir líka. Bara burtu með þetta og breyta í loftdælu. Þú getur annars litið inní sveit og litið á þetta hjá mér. kv Siddi
04.09.2008 at 19:47 #628720Hentu þessu drasli burt og settu coolerinn í .
Aircondition búnaðurinn (kælipressan) verður væntanlega loftdælan þín í framtíðinni og olíukælirinn er bara fyrir einhverja Sahara race túra .Settu góðann þriggja raða vatnskassa í kaggann og coolerinn framan við .
Síðan K&N loftsíu og Hi clone .
hiclone.is
‘Eg hef ekki enn lent í hitavandamáli á mínum Patta og þú ættir að vita frá gamalli tíð hvernig sumir nota gjöfina

Eitt er skilyrði á Patrol 2.8 . Alltaf að leyfa vélinni að hitna aðeins áður en tekið er á henni . Og annað , aldrei drepa á sjóðandi heitri vél , leifa draslinu að kólna aðeins fyrst .
Gleymdi að nefna túrbo þrýstinginn . ‘Eg er að punda allt að 16 psi á fullu álagi .
Byrjar að "boosta" í 1300 rpm.Hæfilegt olíumagn á verkinu á móti lofti er metið út frá reyknum í átaki og afgashitanum .
Ef kemur svartur reykur við snögga inngjöf á heitum bíl er full mikið skrúfað frá .
Dökkur eymur er nokkuð eðlilegt .Það er búið að henda þessu kassa dóti úr hjá mér .
Með góðann cooler og þriggja raða vatnskassa ertu nokkuð save . Skoðaðu vel viftukúplinguna sem viftuspaðarnir festast á , einnig fá upplýsingar um tímadótið og hvort skipt hafi verið um vatnsdælu nýlega .
Góð smurolía með smá Militek .
Með þetta í huga ertu með ágætis búnað .2.8 vél í góðu standi getur með smá fikti skilað um 200 hrossum .
Endist væntanlega illa ef alltaf er fullt álag
Svo er eftir að tengja Propan gasið og þá er loks orðið gaman

Kv. Valli .
05.09.2008 at 09:25 #628722Sæll Valli og Siddi takk fyrir svörin og gaman að heyra frá ykkur. Coolerinn er seldur þannig að ekki fer hann í þennan bíl. Ég tími ekki að henda úr Pattanum kælimiðstöðinni og smurkælinum. Þettað er einn af fáum bílum sem ég veit um með kælimiðstöð og viðarklæðningu og viðarstýri og viðargírhnúðum eða viðarlituðu plastdóti veit ekki hvort það er en skiptir ekki máli. Best er hafa bílinn á 33 til 35" og fá sér bara fullbúinn Patrol með öllu. Er vísu líka með Foxinn á 44" það er erfitt að toppa þann bíl í drifgetu við erfiðar aðstæður en þó hægt. Þar vantar að vísu þægindin. Jæja fer og set í Pattan 3" pústið og bæti við olíuverkið og bæti aðeins við boostið og set hann á 35" og nota hann til að komast að stæðinu þar sem Sukkuna stendur á veturna kveðja Guðni
05.09.2008 at 12:58 #628724Þú getur náttúrlega líka sett coolerin ofan á vél og skóp á húddið ,þetta er náttúrlega ekki eins gott en betra en engin cooler. Einnig hafa menn sett viftu sett með til að auka flæðið inn á coolerin. Varðandi túrbínu þá setti ég manual bust controler í minn bíl sem er reindar Toyota en þetta ætti að virka eins í patta og hann er sniðugur að því leitinu að þú getur aukið og minkað þrýsting inn í bíl, þetta er í raun bara nálarloki og fer á milli bínu og membru með þessu fæ ég sem dæmi 5.8 psi á 1200 rpm og læt hana blása 15 psi, kostaði einhverja $35 í usa.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
