This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Ragnarsson 14 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Síðastliðinn miðvikudag (31. mars) þvældumst við yfir Mýrdalsjökul að gosstöðvunum. Lentum reyndar í bölvuðu basli með bílinn sem við vorum með í samfloti, lak úr dekki meðframm felgu á einu dekki svo við vorum næstum 6 tíma á leiðinni til baka, á móti því að það tók okkur um 2 tíma að fara yfir jökulinn að gosstöðvunum í rólegheitunum.
Patrolinn er 2001 sjálfskiptann með 3 lítra diesel og á 315/75-16 sem samsvarar 34,6″
Pattinn var fínn alla leið yfir jökulinn. Útaf veseni með dekkin á hinum bílnum þá vorum við næstum í klukkutíma stoppi neðst á á Sólheima-afleggjaranum að pumpa nóg í dekkin á hinum bílnum og fórum ekki nema uppí 15-17 psi á pattanum og ætluðum svo bara að fylla betur á þegar við værum komin að næstu almennilegu loftdælu á bensínstöð.
Keyrðum bara rólega (60-70 km hraða) vegna þess að það var ekki nóg í pattanum og við vissum ekki hvort hinn bíllinn myndi halda loftinu í dekkinu. Þegar við erum að nálgast Skóga kveikna hjá mér í pattanum bæði hleðsluljósið og A/T oil temp ljósið, ég horfi á þau koma bæði á í einu.
Mér auðvitað dauðbrá, hélt fyrst að þetta væri sennilega útaf því hvað við vorum með lítið loft í dekkjunum og ég væri að reyna of mikið á skiptinguna. Og auðvitað stoppuðum á Skógum, pumpuðum þar uppí 25 psi.
Vorum fyrst með bílinn í gangi í nokkrar mín, drápum svo á honum í næstum hálftíma, tjékkuðum olíuna á sjálfskiptinugunni og það var nóg á henni. Keyrðum svo bara rólega áfram og stoppuðum svo á Hvolsvöllum og settum þar í dekkin eins og á að vera, sem betur fer var kveikt á loftdælunni þar, klukkan var um hálfþrjú að nóttu. Svo ókum við bara áfram í bæinn í rólegheitunum, fylgdumst bara vel með því hvort einhver óeðlileg hljóð myndu koma, hvort bíllinn skipti sér ekki rétt og hvort vélin hitaði sig nokkuð.Við vorum með littla 45 amp loftdælu (150lítra á mín) plús að ég var með garmin GPS tæki allann tímann tengt við sígarettukveikjarann.
Það var misjafnt við hvort bílinn við tendum loftdæluna. Eitt stoppið uppi á jökli varði reyndar í meira en klukkutíma á meðan var pattinn í lausagangi í -20°
Er möguleiki á að við höfum bara gengið frá rafalinum í bílnum á þessu brölti? Þetta urðu nokkur stopp sem voru 10-30 mín.Við vitum fyrir víst að bíllinn hleður ekki. Við erum búnir að kíkja á öll öryggi, allt í lagi samt að benda mér á ef það er eitthvað ákveðið öryggi sem ég ætti sérstaklega að tjékka á.
Það sem ég er aðalega að spá er semsagt, við vitum að hann hleður ekki, afhverju kveiknar þá á A/T oil temp ljósinu?
Hinsvegar ef ég hef verið að reyna of mikið á skiptinguna með því að hafa of lítið loft í dekkjunum, afhverju hættir hann þá að hlaða?Ég er reyndar búinn að lesa einhversstaðar að þeir hjá Nissan mæla ekkert rosalega mikið með því að maður sé með eitthvað í hleðslu í gegnum sígaretturkveikjarann.
Er þetta algengt vandamál í Patrol?Endilega ef þið getið gefið mér einhverjar leiðbeiningar á hverju ég ætti að tjékka eða hvernig ég gæti prófa t.d. rafalinn eða eitthvað annað.
Við viljum helst vera búnir að gera allt sem við getum áður en við förum í það að rífa rafalinn úr eða jafnvel senda bílinn á verkstæði.
You must be logged in to reply to this topic.