Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Patrol og Bronco
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Gísli Þór Þorkelsson 18 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.08.2006 at 16:08 #198410
Sæl.
Þrjár spurningar.
Hver er raunveruleg eyðsla á Bronco 2 2,9L vél?
Og..
Hvernig virka lokurnar á Patrol, auto og lock, hvað gerir hvor stilling nákvæmlega?
Og..
Hvað er um að vera þegar urgar í loku sama hvor stillingin er valin?
Takk, Hjölli. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.08.2006 at 16:15 #558288
Auto: þær taka á ef öxullinn snýst (þ.e. ef þú setur í 4×4), hjakk í snjó fer illa með þetta.
Lock: alveg eins og lock á venjulegri loku.Urrg: meðan dekkið snýst og hann er ekki í 4×4 þá er lokan að spóla utan á öxlinum. Líklegast er lokan full af drullu/feiti. Það er reynandi að hreinsa hana, en ómögulegt að segja hvort skaðinn sé varanlegur.
-haffi
21.08.2006 at 18:35 #558290Kærlega fyrir það. Ég hendi mér í að hreinsa hana upp, er ekki hægt að fá í þetta manual lokur á prís, nýjar eða notaðar?
Hjölli.
21.08.2006 at 18:50 #558292er ekki líka möguleiki á autolokunum að armarnir sem halda við hringinn og ýta honum inna sé eitthvað bognir og nái ekki að ýta nógu langt… heyrði þessa skýringu einhverntímann hérna á netinu… eða las hana öllu heldur… og varðandi eyðsluna að þá hefur maður séð þessar vélar frá 18 og uppí 30…. rosalega mismunandi eftir akstri og ástandi vélar og kveikjubúnaðar og spíssa…
21.08.2006 at 19:13 #558294Mikið djöfull eyða þær.. Annað var það með Patrolinn..
Hann var haldinn jeppaveikinni þegar ég keypti hann svo ég keypti ný dekk og ballanserai, hjólastillti, herti upp á legum og skoðaði spindla rækilega, fann ekkert að þeim. Nú, druslan hætti að skjálfa, en, er tekinn upp á því aftur. Hugmyndir?
Hjölli.
21.08.2006 at 19:26 #558296Ég fann fínan þráð um þetta, á eftir að skoða þverstífuna. Veit ekki afhverju ég byrjaði ekki á henni…
Hjölli.
21.08.2006 at 19:26 #558298Fyrir einum tíu árum átti ég Bronco II 1987 með 2,9 efi vél, beinskiptan og óbreyttann.
Hann var að eyða svona 13 til 16 lítrum fór aldrei upp í 18 lítrana.
Kveðja Gunnar Már
21.08.2006 at 19:45 #558300Já, ég hélt þetta nú reyndar, óbreyttur velstilltur bíll hlýtur að geta verið í kringum 15 lítrana.
Hjölli.
21.08.2006 at 19:45 #558302Ég átti sjálfskiptan Bronco II 88 módel í nokkur á. Hann var á 35" dekkjum og með 4,13 drif. Hann eyddi frá 13,5 l/100km í langkeyrslu og upp í tæpa 20 l/100 km í hálendisakstri. Aðalatriði er að hafa skynjarana í lagi, sérstaklega súrefnisskynjarann, það heldur eyðslunni niðri. Að auki er nauðsynlegt að setja eitthvert hreinsiefni með bensíninu öðru hverju því sótaðir spíssar valda alls kyns vandræðum.
Kveðjur Brynjólfur
24.08.2006 at 01:10 #558304Sæl.
Ef einhver er að basla við skjálfta á framenda í Patta legg ég til að sá eða sú skipti um þverstýfugúmmíin þó ekkert slag sjáist í fljótu bragði. Átti að vera löngu búinn að þessu, tók mig klukkutíma, kostaði 4000 og gjörbreytti bílnum… Annað, kantarnir sem eru á bílnum ná um 5,5 cm frá bretti, eru það ekki original kantarnir?
Kv, Hjölli.
24.08.2006 at 06:12 #558306Ég held að ég sé búin að prófa flestar gerðir jeppaveiki. PS gæti þó átt nokkur afbrigði eftir. Jeppaveiki eykst með stækkun dekkja. Og þegar komið er á 44, má hreinlega hvergi vera nokkurt slit. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort menn haldi að léttari jeppar séu frekar í áhættuflokki að fá jeppaveiki. Ég er því með nokkrar spurningar.
1 Ef maður lendir í því að fá jeppaveiki í ferðalögum. Þá kemur það yfirleitt í ljós þegar komið er á malbik. Hvort halda menn þá að það sé betra að harðpumpa eða hleypa úr til þess að minka skjálftann.
2 annað ráð, hvort halda menn að það sé betra að hafa jeppann fram þungan eða afturþungan til þess að redda sér hem t,d með því að vera með spil að framan eða ekki.
Það væri ekki verra ef menn þekktu svona kerlingarráð, til þess að létta mönnum lífið á heimleiðinni ef eitthvað hefur komið fyrir skrjóðinn.Nú eins og ég sagði þá hef ég lent í ýmsum afbrigðum af jeppaveiki. Og hefur marg rædd skástýfa verið mér verst. Jeppinn var t,d með smá jeppaveiki og var þá 0.5 m.m hlaup í skástífunni. Lagaði ég það með því að skipta um fóðringar og bolta og hélt ég að nú yrði all í góðum málum. En svo var aldeilis ekki heldu versnaði jeppinn það mikið að hann var ókeyrandi. Tók ég mig þá til og breytti hjólabili allt frá því að hafa hann gleiðan að framann og innskeifan og allar stillingar þar á milli. Endaði svo á því að hafa hann um 4-5 m.m innskeifan, hvort sem það er rétt eða ekki. Hvar halda menn að sé hin eina rétta stillingin á 44 hásingarbíl ?.
24.08.2006 at 09:23 #558308Jæja Ofsi ég hef nokkur ráð hvort þau virki á toy
veit ég ekki en það má prufa
Hjá mér hefur gengið betur með minna í dekkjunum á malbiki ég gæti trúað að betra sé að hafa bílinn framþungann (á malbikinu) vegna þess að þá eykst spindilhallinn sem er af hinu góða
önnur ´ráð eru að ath vel hvort að stýrismaskínan sé
í miðjunni center oft hafa menn flutt stýrið í stað þess að stilla eða smíða nýja togstöng það er ekki gott því að hlaupið í maskínunni eykst til hliðanna
einnig má herða á maskínunni þó ekki of mikið
gott er að hafa spindillegur frekar "þungar" þe að taka skinnur undan spindilboltunum þær eru yfirleitt frekar léttar orginal öfugt við það sem stendur í bókunum frá framleiðendum að þyngja hjálpar.
nú stýristjakkur hjálpar en hann þarf að vera alveg samsíða millibilsstöng og á ekki að vinda mikið upp á stöngina þegar lagt er á betra er að hann sé með ýti/tog endann úti við stýrisendann en ekki inn á miðri stöng gúmmíin þurfa að vera Vel hert (mjög vel) og í góðu lagi
að sjálfsögðu þurfa allir slithlutir að vera í lagi
og dekk ballanseruð
Ofsi þú ert með kantlás á felgunni og dekkið þarf að vera vel í center í honum
vona að þetta hjálpi eitthvað
kv
Gísli Þór
24.08.2006 at 09:54 #558310Keyra svolítið með ca 10-12 pund í framdekkjunum á malbikinu (ekki of lengi þó…). Velgja dekkin aðeins. Harðpumpa svo. Það getur hjálpað til að ná tímabundnum misfellum úr dekkjunum.
Nú svo er alltaf hægt að henda hásingunni og setja klafana undir aftur….
Annað, þverstífuturninn sem kemur niður úr grindinni hjá þér, er hann með þverstífu sem liggur í grindarbitann farþegamegin? Ef ekki þá getur örugglega verið smá "slag" í turninum sjálfum.
kv
Rúnar.
24.08.2006 at 10:59 #558312Nú er ég örugglega búinn að drulla upp á bak… Ég færði stýrið á Patrolnum í nótt, það var orðið aðeins skakkt en hafði ekki grun um að það kæmi við maskínunni (en ekki hverju samt..Illi..). Hvað er það sem gerist og hvernig ber ég mig við að laga þetta á réttan hátt?
Hjölli.
24.08.2006 at 13:06 #558314og hvaða árgerð?
flestir pattar hafa fasta togstöng og ef búið er að breyta þá skekkist stýrið og er það oft lagað með að flytja stýrið sem ætti ekki að gera heldur láta smíða stillanlega stöng
þú laga þetta með því að losa togstöngina við maskínu á sektorsarm og leggur á í botn í eina átt og telur svo hringina í botn hinum megin helmingar og þá ættir þú að hafa miðjuna (gutt að setja teip á stýri til að tapa ekki aftur
á mörgum bílum er líka kjörn punktur á stýrinu við legginn(stýrisöxul)og annar eins á öxlinum þeir eiga að passa saman
þegar miðja er fundin er stýrið stillt á miðju á stillanlegu togstönginni sem væntanlega þarf að smíða í bílinn
vonandi skilst þetta hjá mér
kv
Gísli Þór
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.