Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Patrol leiðinlegur í gang
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorvarður Ingi Þorbjörnsson 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.05.2009 at 20:01 #204349
Ég er nýlega búinn að kaupa mér 98model af patrol ekin225þus.Hann er oft leiðinlegur í gang en gengur fínt.Fyrst hjelt ég að það þyrfti bara skipta um glóðakerti svo var einhver að seigja við mig olíverkið í þessari árgerð væri bara handónýtt er eitthvað til í því ???
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.05.2009 at 00:34 #647180
það væri ekki best fyrir þig að láta mæla kertin.
Kv. Kalli
07.05.2009 at 07:44 #647182Það er bæði forhitara og eftirhitara relay, getur verið í ólagi með annaðhvort þeirra, ég hef lent í vandræðum með þau á bíl sem ég átti, var allt í lagi með kertin en annað relayið var að klikka, ef bíllinn gengur fínt myndi ég halda að það væri ekkert að olíuverkinu. Bíllinn hitar öll sex kertin áður en þú startar en heldur svo áfram að hita þrjú kerti eftir að bíllinn er kominn í gang til að fá í hann þýðari gang. relayin voru staðsett í mínum farþegamegin frammí húddi fyrir sirka miðju bretti ef ég man rétt, bara mæla relayin og sjá hvað kemur út úr því.
07.05.2009 at 08:37 #647184Þetta með að hann hiti fyrst öll 6 og síðan þrjú er ekki alveg rétt. Þetta gæti þó hafa breyst í 98 og yngri.
Fyrir start fá öll kertin 12V yfir sig, þeas öll hliðtengd. Þegar hann er kominn í gang eru kertin hliðtengd 3 og 3 og þau knippi síðan raðtengd þannig að hvert kerti fær yfir sig 6V sem síðan er slökkt á þegar bíllinn er orðinn heitur. Svona er þetta allavega í 97 og eldri 2.8L bílunum.
Ég skal reyna að setja inn mynd af þessu háþróaða ferli í kvöld.
-haffi
07.05.2009 at 08:48 #647186Það er þekkt í þessum bílum að þurfa lengri hitunartíma kaldir,en það sem ljósið logar.
Prófaðu næst þegar þú setur í gang að svissa á og
bíða þar til útvarpsstöngin er komin alveg upp og
starta þá.
07.05.2009 at 10:08 #647188ég átti svona bíl með sömu vandræði og þurfti að skipta um dísur. einnig var vinur minn með alveg eins bíl með sömu vandræði og hann þurfti að skipta um heddpakkningu
07.05.2009 at 12:13 #647190Sæll vinur
Það hafi einn samband við mig og er með Lödu Sport Dökkbláa í góðu standi. verð á henni er 50 vodka flöskur eða 199.999
það er talsvert ódýrara en viðgerð á Patrol..Lada Sport er minni en Patrol
Lada sport er flottari en Patrol
Lada Sport bilar minna en Patrol
Lada Sport er betri en patrol.Lada sport.. það er málið í dag
Rúský púský vodka for you my friend.
07.05.2009 at 13:13 #647192Er með manual í pdf formi hjá mér sem gæti gagnast. Ef þú ert með netfang get ég sent þér þetta hann er 41MB
Glóðarkertin vinna í 20sek og detta þá út
relíið er aftan við abs stjórnboxið en þetta sést allt undir ec.pdf bls 155
reyndar var slóð hérna á síðunni að þessum upplýsingum. Mæli frekar með að finna hana er nefnilega með hámarks sendimagn við 6MB á netþjónustunni minni.
Held að það sé undir "patrkol service manual" prufaðu að kópera þetta inn í leitar rammann hér uppi og sjá hvað kemur út úr því
Kv
Þröstur
ps hef beðið eftir því að airbag ljósið slokni og starta þá.
07.05.2009 at 13:48 #647194þetta er rétt með að bíða þar til loftnetsstöngin er komin upp
en ef hann er leiðinlegri í gang heitur er líklegt að þetta sé olíuverkið.
þekki þetta allt saman nokkuð vel því að í mínum bíl bilaði nokkurn vegin allt sem getur bilað í svona bíl.
hrundi mótor, olíuverk túrbína gírkassi og ég veit ekki hvað og hvað allt á 2 árum.kveðja Ólafur
07.05.2009 at 19:35 #647196Sæll Hlífar, ef að olíuverkið er bilað hjá þér þá á ég olíuverk í svona bíl fyrir þig
KV
petur@visir.is
07.05.2009 at 23:02 #647198Hér fyrir neðan eru hjálpatól til að setja inn vefslóðir og myndir í spjallþræði.
Athugið að sleppa http:// fyrir framan slóðir.
Slóð
TextiBILAÐ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,
http://pdftown.com/Nissan-Patrol-1998-S … anual.html
07.05.2009 at 23:46 #647200Ég þakka kærleg fyrir greinagóð svör.Held að ég haldi mig bara við Patrol Latan kemur kanski seitna hehe.
13.05.2009 at 01:13 #647202Ég er búinn að eiga nokkra patta bæði 2,8 og 3,0 og það hefur alltaf verið vesen ef maður bíður ekki eftir að airbag ljósið hverfi, ef þolinmæðin er 15sek lengur en glóðakertaljósið þá hefur þetta verið að svínvirka sérstaklega með 2,8 bílinn en ef þú býður ekki nógu lengi í 1 tilraun þá á hann til með að tregast í gang, þetta er allavega mín reynsla af pattanum.
13.05.2009 at 09:06 #647204Sælir félagar,
vil benda ykkur á að fremsti spíss á 2.8 vélinni gefur tímamerki inn á olíuverkið um það hvenær innsprautun fer fram. Komi merki á röngum tíma þá verður vélin treg í gang.
Ingi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
