Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Patrol Legur
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
19.09.2006 at 11:42 #198572
Sælir!
Nú vantar manni smá ráð.
Ég er búinn að vera í bölvuðum vanda með framhjólalegurnar á pattanum.
Nú er ég búinn að láta FAGMENN gera þetta en eingu að síður þá er ég alltf að kaupa legur.
Nú spyr ég hver er herslan á svona legum þetta er 44″ bíll en er að staðaldri á 38″ (sumardekk).
Er bara hert eins fast og hægt er svo framalega að hjólið snúist eða er þett gert með herslumælir.
Kv siggi g -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.09.2006 at 12:49 #560706
Samkv framleiðanda er þetta eftirfarandi:
Herða skal leguró í ca 167-196 NM snúa svo hjólinu nokkra hringi
losa leguró alveg
herða svo leguró í 3 til 5 NM
snúa hjóli nokkru sinnum
herða svo aftur í 3 til 5 Nm
legan á að vera slaglaus.‘Eg geri þetta á svipaðan máta herði fyrst vel að legunni og sný hjólinu nokkra hringi
losa svo upp á legunni aftur og herði að
þar til slaglaust ath þú getur illa fundið hvort legan er slaglaus nema að hafa felgu og dekk á navinu þú semsagt herðit þar til slaglaust og svo pínu til til að koma lás skrúfunum í götin það má ekki losa til þess
það þarf stundum að herða aftur upp á nýjum legum eftir svolítinn akstur það er eðlilegt þá þarf ekki að herða vel bara gera slaglaust
mæli með að ath legur lámark 1 sinni á ári þe þrífa skoða smyrja og stilla
vonandi hjálpar þetta eitthvað
kv
Gísli Þór
19.09.2006 at 12:56 #560708160Nm??? er það ekki aðeins of mikið?
Trissuhjólið á sveifarásnum var 150Nm minnir mig og ég þurfti að fá lánað ofur hersluskaft fyrir það.
-haffi
19.09.2006 at 13:07 #560710Þetta er skv framleiðanda en það á að sjálfsögðu að losa aftur ath að þú átt að herða hvern felgubolta á hjólinu hjá þér í 130Nm þannig að þetta er ekki mikið þetta er gert til að setja leguna (láta hana setjast rétt) annars nota ég mína aðferð með miklum ágætum
Gísli
19.09.2006 at 13:09 #560712Ég las það og efa ekki að þú vitir hvað þú ert að gera, mér fannst þetta bara svo fjandi hátt gildi

-haffi
19.09.2006 at 13:31 #560714Eina aðferðin sem ég nota er að herða fyrst innri rónna þannig að slaglaust verði. Slaka síðan örlítið til baka til þess að fá slag,,, því að þegar splittróin(þessi ytri) er sett og hert þá herðist innri róin aðeins líka og þá verður þetta slaglaust.
Ef innri róin er hert slaglaust þá veistu ekkert hvað herslan er orðin á legunni þegar búið er að herða splitt rónna þessa ytri. Sú hersla gæti verið of mikil og legan hrunið útaf oherslu og hita.
kv ice
19.09.2006 at 13:34 #560716Þannig að þessi aðferð sem ég lýsti er 100% rétt
Gísli
19.09.2006 at 13:47 #560718Það er ekki sama nissan patrol eða toyota patrol.
19.09.2006 at 15:41 #560720
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Pabbi…..!! kaupa Crúser….. núna…. hehehehehehe
19.09.2006 at 21:04 #560722eftir að ég missti nánast allt undan að framan vinstra megin þá fór ég að fylgjast vel með þessu.
Eftir að ég hætti að pæla svona mikið í herslu og herti bara vel þétt þá hefur þetta verið til friðs. (Er á 44") Opna þetta svo núna með nokkur þúsund km millibili, hreinsa upp og herði aftur.
Þetta er bara einfaldlega til vandræða á 44" bílum, en sleppur til svona ef maður bara passar aðeins upp á þetta.Kv. Baddi
19.09.2006 at 23:11 #560724Ættlið þið að telja mér trú um að herslan sé ekki nema 6-10NM ???? er það ekki full laust. Í LC80 þá er hersla á innri ró 43L þ.e hert í dauðabottn svo losað og hert í 43L og það virkar mjög vel, ekki þörf á endurherslu! Jú þetta er kanski ekki eins í patta, skal ekki segja?
19.09.2006 at 23:30 #560726Ég er búinn að prufa ýmsar útgáfur af herslum á framhjólalegum í Patrol. Til mig núna vera kominn á rétt ról með herslu, en ég nota heimasmíðaðn lykil á rónna sem er pústurör sem hægt er að taka á með báðum höndum og herði bara með handafli. Ég lími slífarnar líka alltaf fastar í nafið. Seinustu framhjólalegur rúlluðu 60þús km á nokkura vandræða, en það borgar sig að tjakka upp reglulega og kanna slag í legum á öllum 44" bílum. Ég reyni að gera þetta einusinni í mánuði ef ég er á 44" tommu.
Góðar stundir
19.09.2006 at 23:31 #560728já bara rétt tilla að þessu, bara þannig að slagið fari úr. Ég herti síðast á þessu fyrir um 12.000 km og ekkert slag komið enþá á 44" og 38".
20.09.2006 at 01:24 #560730Já auðvitað, fattaði það þegar ég fór að hugsa um það að þetta er alveg rétt hjá gísla því ef er rétt þá er 0.5 eða 0.5kg-m sama og 43in-lb og þá er þetta sama hersla og á lc80. Svo annað sem skiptir ekki minna máli og það er að nota EKKI of mikið af feiti mér sýnist samkvæmt teikningum að þetta sé ca 1/4 úr desilítra eins og konan myndi segja sem fer inn í nafið og gott er að þinna það pínu með Militec …
22.09.2006 at 10:59 #560732
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þakka flott og skjót svör líka áfallahjálpar símtölin frá áfallahjálparteymi 4×4.
Ferlið í grófum dráttum.
Í upphafi þá skal rífa draslið eins og óður hringja í umboðið og panta legur……. síða hringja út um allt tilþess að fá legurnar, svo skal redda sér nýjum legustút og þá fyrst umboðið…. svo út um allt.
Jæja þegar þetta er komið þá er bara að afla sér upplýsingar hjá reynsluboltum sem eru búnir að prófa ymsar aðferðir.
Strákar þetta virðist vera að halda núna enginn hiti ekkert slag ennþá.
Kv Siggi gP.S. Finnur ég ættla að keyra patrol í vetur! og hættu svo að vera svona leiðinLEGUR og haltu áfram að græja rauða….. svo hægt sé að draga þig á fjöll! ( fjöllum)

-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
