This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Karl GuðJónsson 15 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir,
datt í hug að það gæti hent einhverjum að þessar línur séu til hér.
Ég varð fyrir því óláni að einn pinninn á loftlokanum sem stýrir soginu á afturlæsingunni brotnaði. 5 tonna limið límdi ekki baun þ.a. nú voru góð ráð Dýr.
Ég ætla ekkert að minnast á IH, en Jeppapartar upp á Tunguhálsi kváðust geta gert við þetta fyrir 10-15 þús., sem mér fannst helst til dýrt (en kostur í stöðunni – þannig séð).
Eins skilst mér að hægt sé að nota rofan sem er festur við loftinntakið (og blinda allt draslið) – en mér fannst það vera síðasta leiðin.
Landvélar áttu lausnina, fyrir litlar 7.600 krónur leystist málið.
Til fróðleiks og auðveldunar:
vörunúmer, lýsing, fjöldi
62001062 Undiplata tvöfold, 1
62001060 Loki, 2
13840402 Slöngutengi 6mm, 3
13406602 Tappi, 1
62338010 Hljóðdeyfir, 2
Ég hreinsaði gamla dótið af festingunum, beygði til, boraði 2 göt og festi allt klabbið saman – var svo hittinn að tengja strauminn réttan þ.a. allt small þetta á hinn besta veg
Siggi
p.s. ég á einn orginal rafloka (eru 2) sem er í lagi – fæst fyrir 1 kippu 😉
You must be logged in to reply to this topic.