Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Patrol hugleiðingar
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Y. Brynjólfsson 14 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.06.2010 at 23:55 #213156
Sælir félagar
Er að velta fyrir mér að fá mér Patrol og langar að spurja ykkur sem hafið reynslu og þekkingu á muninum á 4 cyl og 6 cyl Patrol diesel vélum.
Nu er maður að heyra tvennskonar sögur um þessar vélar og virðist vera að sögunum að dæma að 4 cyl kemur verr ut. Virðist vera að það er allavega buið að skipta einu sinni um vél í 4 cyl bílnum.
Hvor vélin er betri?
Með fyrirfram þökk
Stjáni -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.06.2010 at 09:38 #695876
Ég ætla að byrja á að segja að ég þekki 4 sýlindra vélarnar ekkert nema af afspurn og því eru aðrir betri í að svara því. En ég hef sjálfur átt tvo Patrola, annan árg’ 93 og hinn 98, báðir með 2,8 lítra vélinni og ég get ekki verið annað en ánægður með þá. Sá eldri var kominn í um 300.000km þegar ég seldi hann og eina viðgerðin á mótornum í minni eigu var að það slitnuðu boltarnir sem halda soggreininni á heddinu svo turbínan fór að blása út. Þegar maður hugsar til baka var þetta STÓRA viðgerðin á bílnum. Fyrri eigandi hafði skift um heddpakkningu í um 170.000km. Ég veit ekki betur en sá bíll sé enn á ferðinni.
Vegna reyslunar af 2.8 var maður óhræddur af fá sér annan Patrol með 2.8, ekki síst þar sem mér bauðst 98 árgerðin ekinn um 170.000 á 750.000 krónur.
11.06.2010 at 11:17 #6958783 lítra mótorarnir voru með nokkur leiðindi fram til 2003 að ég held. Eftir það hafa þeir verið til friðs.
11.06.2010 at 17:19 #695880Verð að biðjast forláts, bíllinn sem ég sagði vera árg 98 er 99. Svona er maður nú mikill dellukall, man ekki hvaða árgerð þessar dósir eru.
11.06.2010 at 20:09 #695882Það vill oft gleymast þegar leiktækin eru orðin mörg
Þannig að 6 cyl eru ágætlega sterkar vélar. Hvað ber að varast þegar að maður er að skoða svona bíl sem er keyrður um 200 þús og er 98 árgerð?
Heyrði einhverstaðar að það væri tímareim í þessum vélum en ég hélt að það væri tímakeðja??
12.06.2010 at 03:06 #695884
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það hefur nú verið svona standard-dæmi að skipta um hedd á 2.8 vélinni í ca 160-180þús. Það eru samt undantekningar á því. Svo er vel líklegt að það sé hægt að fyrirbyggja.
3ja raða vatnskassi og að skipta ÖLLUM slöngum í vatnsgangi út er aðgerð sem líta má á sem ágætis tryggingu gagnvart veseni. Bróðir minn lenti t.d. í því að skemma nýupptekna vél(uppá 600.000 kall fyrir kreppu) vegna þess að nálarauga kom á slöngu rétt fyrir aftan olíuverk. Það var ekki skipt um slöngur sem endaði með ríflega 200 kalli í viðbót.
Þessar vélar einfaldlega þola ekki neina feila í kælingu.
Þar fyrir utan þola þær að því er virðist hvers kyns misbeitingu, mér hefur verið sagt að einn virtur klúbbmeðlimur hafi það fyrir reglu að þegar snúningshraðamælirinn sé kominn NIÐUR á gult, þá sé rétt að skipta niður…Semsagt firna áreiðanlegar rellur svo lengi sem kælikerfið er ekki BILAÐ, því þá bilar restin fyrir allan peninginn…
3.0 þekki ég ekki neitt í návígi, en heyrði því fleygt að endurbæturnar hefðu falist í stærri olíupönnu….það var eins og að við vissar aðstæður grilluðust þær innanfrá eins og bilað kjarnorkuver…efsta brekkan í Kömbum oft á tíðum síðustu metrarnir.
Sel það ekki dýrar en ég keypti það.
Sú staðreynd að Nissan lenti í heljarinnar veseni með þessa mótora(þó að ég sé TOYOTA maður þá á Datsun nú ákveðið respekt skilið) er til marks um að eitthvað illfyrirsjáanlegt var að eiga sér stað. Að hemja orkuna í þriggja lítra, fjögurra stimpla díselvél var nú ekki neitt alveg nýtt af nálinni þannig séð. Hvað það var akkúrat sem klikkaði er eitthvað sem við eigum eftir að finna út, jafnvel þó Datsun-menn blaðri því ekki í neinn.Ef ég væri að pæla í Patrol myndi ég veðja á 2.8 vélina. Það er "fyrirsjáanlegra" dæmi að mínu mati. Svo hef ég fulla trú á að það sé hægt að skrúfa aflið í 2.8 upp svo einhverju nemi….
kkv
Grímur
12.06.2010 at 12:51 #695886Grímur segir allt sem segja þarf um 2.8, búinn að eiga þrjá svoleiðis og þeir biluðu lítið en í þeim öllum var buið að taka heddið í gegn og stækka vatnskassa. Þeir virkuðu ágætlega svo lengi sem maður hélt þessu á blússandi snúningi eða einfaldlega láta þá malla þarna langt niðri í 1sta lága.
ég er núna með Patrol með 3 lítra vél en hún fór í 155 þús km eftir rúmega 6 ár. Það kom heljarinnar gat í stimpilkollin á innsta stimpli og sprunga í næst innsta stimpilinn, væntanlega vegna of mikils hita vegna of lítillar olíukælingar. Reyndar fór hún í Ártúnsbrekkunni en ekki kömbunum Fékk nýja vél í IH gratis en þurfti að setja hana sjálfu í.
Eitthvað gerði Nissan 2003 sem þeir vilja ekki segja nákvæmlega hvað var en þetta virðist vera í lagi núna, hef ekki heyrt um mikil vélahrun á vélum yngri en það. Ég treysti þessum vélum amk þokkalega í dag en nb það eru til dæmi að heddin hafi farið á þessum vélum líka. Ég vil meina að þessir kubbar sem menn hafa verið að setja á þessar vélar séu algjört eitur fyrir þær. það góða við 3 lítra vélina er að kælikerfið er miklu betra í henni en 2.8.
12.06.2010 at 13:46 #695888Ekki veit ég hvort satt er en heyrði þó að fyrstu 3.0 lítra vélarnar hefðu einfaldlega ekki haft olíukælda stimpla (smurolíu sprautað á þá neðan frá), eins og flestar alvöru vélar. Quick fixið var að hella nógu mikilli olíu í pönnuna svo að stimpilstangirnar færu ofaní hana og skvettu upp olíu með því (skvettumótor eins og gamall rútukall sagði og brosti). Svo 2003 komu nýjar blokkir með innbyggðri olíukælingu.
IH tók mjög alvarlega á þessu og menn fengu nýjar vélar í umvörpum gratis. Sem má sjá á pósti Agnars hér að ofan en hans vél virðist hafa verið kominn út fyrir hina lengdu 5 ára /150.000 km ábyrgð sem þær fengu vegna þessa galla.kv
Rúnar
12.06.2010 at 21:06 #695890Er að fara að skoða einn á mánudaginn með 2.8 vélinni keyrð um 200 þús. 98 módelið. Þetta eru flottir bílar að mínu mati og eins og þið nefnið þá þarf maður bara að gefa þessum vélum meiri umhyggju.
Allavega takk fyrir góð svör og reynslu sögur, það hefur hjálpað mér mikið að taka ákvörðun um þessar hugleiðingar.
K.v
Stjáni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.