This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Björgvin Sigurðsson 14 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir
Ég er með patrol sem ég er nýlega búinn að setja 6.2 í. Ég notaði bílinn ekkert í rúmt ár svo að ég get ekki sagt hvort vandamálið hafi komið upp við breytinguna eða hafi verið að koma áður.
Vandamálið er að bíllinn fer að kippast allur til eftir að ákveðnum hraða er náð, milli 70 og 80. Þetta er ekki eins og menn lýsa „jeppaveikinni“ því að ég finn ekkert í stýrinu. Bíllinn er mjög lítið hækkaður svo að brotin á drifsköftunum hefur lítið breyst frá því sem nissan gamli setti í hann.
Undirniðri kraumar fínn víbringur sem minnir á hjöruliðskrossa titring. Ég finn ekkert í krossunum enda eru nýjir krossar í afturskaftinu. Aftari krossinn reyndar virðist vera þannig að önnur hreyfingin er pínulítið þyngri en hin. Eins heyrist smá smellur ef ég banka í skaftið. Þessi víbringur einn og sér er ekki tiltökumál en þeim fylgja allrækilegir kippir. Ef maður horfir á gírstangirnar finns manni eins og allt kramið gangi svolítið til. Þessir kippir eru mismiklir eftir t.d. vindátt. Ef ég keyri í logni tiltölulega flatann veg ef þetta hóflegt en ef gefur á öðru megin eða vegurinn fer að halla til annarar hliðar ymist eykst þetta eða minnkar. Stórfurðulegt.
Ég er búinn að vera að atast í framhjólalegunum en finn ekkert athugavert við þær, ekkert slag og ný feiti. Þar er samt hlutur sem ég skil ekki og það er hversu mikið ég get snúið dekkinu áður en drifskaftið fer að hreyfast. Ég er með original lokur læstar en hvað er það sem gefur svona langt travel og er það í lagi eða getur það verið hluti af hristingnum.
Mér datt í hug afturhjólalegur og tjakkaði bílinn upp að aftan. Þegar þangað var komið snéri ég einu afturhjóli í einu og heyrði einhvert tikk sem mér líkaði ekki. Heyri ekki almennilega hvaðan það kemur en þá tjakkaði ég undir kúluna og setti í gír og snéri dekkinu. Þá náttúrulega snúst annað fram og hitt aftur en þá tikkaði ekki neitt.
Ég er búinn að prófa að taka afturskaftið úr bílnum og keyra þannig en við það fór skjálftinn ekki en ýmislegt annað varð undarlegt svo að ég ákvað að þau vísindi væru ekki alveg heilög.
Hafa menn einhverjar uppástungur um hvað er að. Dekkin eru vel balanseruð (á margrómuðu dekkjaverkstæði á Húsavík, með betri jeppadekkjaverkstæðum landsins) og sá sem vann það sagðist ekki eiga von á að aðrar hreyfingar í dekkjunum kæmu fram í akstrinum.
Dettur einhverjum hér eitthvað í hug. Ég skal alveg trúa að það séu fleiri en eitt vandamál á ferðinni, bíllinn er mikið notaður og ég sé enga ástæðu til að útiloka eitthvað sem þó bilar sjaldan.
Kv Jón Garðar
You must be logged in to reply to this topic.