This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Hjörleifsson 17 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir.
Ég er með 1992 Nissan patrol 2,8Td og er farinn að sjá að hann er farinn að hitna soldið við átök, svo dæmi séu tekin þá hef ég veitt því athygli að nálin rís töluvert í átt að rauðu þegar ég fer td. upp kambana, eða ég reyni mikið á hann.
Er þetta eðlilegt? Mér sýnist vatnskassinn ekki vera illa útlítandi en ég veit ekki hversu gamall hann er. Þarf ég að verða mér úti um nýrri eða stærri vatnskassa í gripinn?
Ég þakka fyrirfram fyrir góða viðtökur. Hérna á 4×4 eru yfirleitt góð og málefnaleg svör við þeim fyrirspurnum sem lagðar eru fyrir.
Kveðja
Þórir Ingvarsson
You must be logged in to reply to this topic.