Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Patrol hedd
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Hörður Guðjónsson 21 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.12.2003 at 22:42 #193367
Jæja, enn spurningar um Patrol, og þá sérstaklega heddin.
Hvað er það sem kemur fyrir þau sem gerir það að verkum að þeim er skipt út. Er þetta eitthvað sem gerist kvissbang eða er þetta eitthvað sem hægt er að koma í veg fyrir með því kannski að bæta við nákvæmari hitamæli, smurþr.mæli og kannski afgashitamæli og fylgjast vel með?
Hvað segja menn?
Annars tók ég í 4.2 patrol í dag, og það er mjög greinilegur munur á afli, hafa heddin í þeim líka verið að fara eða er kannski ekki nógu mikið til af þeim á klakanum til að reynsla sé komin á?
gracias,
-haffi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.12.2003 at 23:02 #483062
Gerum allt vitlaust…
Þessar vélar sem hafa verið að fara í Patrlol eru að fara af því að þær eru of litlar! Tæplega 3ja tonna bíll með 2,8 lítra vélar? Mynduð þið sem reyndir jeppamenn setja þetta litla vél í þetta þungan bíl? Ég tel, af ágætri reynslu og kunnáttu, að ekkert sé að kælikerfi né heddum þessara véla heldur eru þær bara að erfiða of mikið í þessum bílum. Og skjótiði svo.
Kveðja HJölli.
30.12.2003 at 23:12 #483064Eiginþyngd skv. skr.skírteini er ca. :
2.8L: 2150
4.2L: 2250-haffi
30.12.2003 at 23:47 #483066Heddin í patrol eru með veikum hlekk og sá hlekkur er á fyrsta cylender.
vatnsgöngin sem eru þar eru eingaldlega of stutt frá sprengihólfinu og það myndast sprunga þar í 90% tilfella.
Það gerist útaf því að heddið er úr áli og er á mikilli hreyfingu og eins ef drepið er á bílnum eftir mikil átök og vélin hefur ekki náð að kæla sig áður, það er svo mikil þennsla í heddinu.
Þetta fer fyrr eða síðar,reyndar fór þetta hjá mér í 220.þús en þá er það líka nánast upptalið sem bilar í patrol fyrir utan eðlilegt viðhald á slitflötum og það er nú varla hægt að kalla það bilanir.
Og svo það að segja að þessi vél sé ekki að skila neinu afli og sé alltof lítil, ég er orðin afskaplega leiður á því að heyra það ég hef allavega ekki verið neinn eftirbátur hingað til nema síður sé þótt hann sé ábyggilega eins þungur og hægt er að hafa svona bíl,með öllu því drasli sem í honum er.Kveðja,
Glanni
30.12.2003 at 23:53 #483068Það er náttúrulega líka hugsanlegt að þegar það kemur patrol þeysandi að þá slái menn bara ósjálfrátt af til að sjá þessa dýrð þjóta framúr…………..
30.12.2003 at 23:58 #483070Sæll Glanni, takk fyrir þetta. Hvað geta menn gert til að lágmarka skaðann? Forðast að drepa á fljótlega eftir áreynslu?
Er hægt að sjá einhvern forboða með því að taka heddið af og skoða?-haffi
31.12.2003 at 00:21 #483072Það sem hægt er að gera til að seinka þessu eftilvill eitthvað(ódýrasta aðgerðin) er að hafa kælivökvan í lagi þ.e.a.s skipta reglulega um frostlög og það verður að vera sérstakur frostlögur sem uppfyllir þessa álkælistaðla (ekki bara næsti frostlögur sem þú sérð uppí hillu á bensínstöð) því ef þú ert ekki með réttan frostlög á vélinni þá tærist álið í heddinu og vatnskassanum fyrr og þá springur á milli.
Kv.
Glanni
31.12.2003 at 00:25 #483074Flott, þetta hljómar vel. En þegar þetta "fer", erum við þá um að tala um hvissbang eða fer að seytla út og vélin að skemmast smátt og smátt?
-haffi
31.12.2003 at 00:27 #483076Aðeins að bæta við,
þó að þú myndir rífa heddið af og skoða þá væri það bara að henda peningunum, ný heddpakning og vinnan við að rífa þetta.
þú sérð ekkert utan á því fyrr en það er farið.
kv.
Glanni.
31.12.2003 at 00:44 #483078Þetta grassserar nú mismikið hjá mönnum hjá mér var það búið að "grasssera" það lengi að að blokkin var farin að tærast líka þannig að ég þurfti að láta renna blokkina.
Það er nú bara þannig að þegar þetta fer að þá fara menn í afneitun að heddið sé farið og reyna allt fyrst svo sem nýjan viftuspaða nýjan hitamælir og svo lengi mætti teljaKv.
31.12.2003 at 06:23 #483080Þessar vélar þola bara ekki turboið,eru ekki hannaðar fyrir það.
Fyrstu bílarnir sem komu með 2,8 d voru að leika sér að fara í 800þús km án þess að gert væri annað en skipta um spíssa og glóðarkerti.en um leið og sett var á turboið voru 150þ km hámark
Lausnin er að losa sig við turbínurnar og gíra meira niður þá fer allt annað áður en heddin.Þessar vélar komu fyrst í stórum fólksbílum sem voru undanfarar Cedric og Laurel bílanna sem voru mikið teknir í Taxa vegna endingar og eru sumir enn í gangi veit um einn sem er kominn er yfir 1m km seinna í jeppanna en eftir að túrbinurnar voru settar á hættu atvinnubílstjórar að kaupa bíla með þéssum vélum
31.12.2003 at 06:35 #483082Ja, sko, frá mínu sjónarmiði er nú aðalástæðan fyrir vélarvanda þess ágæta bíls Nissan Patrol skrifborðsvísindin í Brussell. Þessir bílar eru framleiddir fyrir markaðina í Austur-Asíu og Ástralíu með rúmlega fjögurra lítra vél, sem er náttúrulega afskaplega heppileg stærð fyrir þá og Nissan framleiðir góðar dieselvélar, það er enginn vafi. Einhver sagði mér að Patrolarnir sem hér væru á markaði væru settir saman á Spáni (?) og vel má það vera rétt. Það væri þeirra aðferð til að komast hjá verndartollakerfinu hjá Evrópusambandinu. En þá sæju skrifborðsbullurnar í Brussell til þess að þeir fengju ekki að hafa almennilega vél í bílunum, til að gera þeim eitthvað til bölvunar. Því hefðu þeir verið neyddir til að setja þessar ágætu fólksbílavélar í þá, sem eru náttúrulega góðar til síns brúks en alltof litlar í svona bíl. 3ja lítra vélin sé svo einhver nauðvörn, en hún hefði upphaflega verið hönnuð fyrir Pick-up bílana og Terrano II. Hvort sem þetta eru nú bara kjaftasögur eða sannleikskorn í þeim, þá veit ég fyrir víst að þessi fjögurra lítra 6 cyl. vél er til og seld þarna austurfrá og hitt er alveg kristalklárt að Nissan Patrol er sterkur og góður bíll og ef hann væri fáanlegur hér með þessari stærri vél væri þetta bíll sem að mínu mati er ekki síður eigulegur en LC 100.
31.12.2003 at 06:37 #483084Staðreyndirnar eru að við það að auka þrýsting á vél sem fyrir er hönnuð með toppálag,getur ekki verið til annars en að auka bilanir,hiti verður vandamál,vex með meiri þrýstin þó það komi ekkert sérstaklega fram á vatnshita,og langvarandi hitaaukning þýðir bara meiri þenslu og vindingu en heddið er hannað fyrir,getur ekki annað en bilað,samanber þegar Amerisku vélarnar og þá sérstaklega 350 voru gerðar að 5,7 disel,Þvílík sorgarsaga sem enþá er verið að endurtaka
31.12.2003 at 10:11 #483086Sæll klaki.
Ég varð ansi forvitinn um þessa breytingu á 350 vélunum sem þú nefndir, hvaða furðuframkvæmd er þetta sem um er rætt?
Mér sýnast menn vera að velta vöngum yfir ákaflega svipuðum hlutum og ég í sambandi við stærðina á Patrolvélum… Vitið þið hvort hægt sé með góðu móti að nálgast einhversstaðar stærri mótora í þessa bíla, til dæmis þenna 4 lítra sem um er rætt? Þetta eru einhverjir þeir mögnuðustu jeppar sem maður rekst á ef ekki væri fyrir þennan mótor.
En endilega, ef hægt væri að svala forvitni minni á þessari 350 breytingu..Kveðja, Hjölli.
31.12.2003 at 10:45 #483088Ég spyr nú eins og Hjölli – er verið að tala um Oldsmobile dæmið hjá GM? Reyndar gáfust þeir GM – menn upp á því að framleiða diesel vél í henni ammríku, og fólu dótturfyrirtækinu Isuzu að gera það og þeir komu með Duramaxinn, sem manni er sagt að sé ágætis rokkur.
En varðandi vél í Patrolinn, ef hann Hlöðver í Japönskum vélum getur ekki fundið þær, þá er trúlega erfitt að ná þeim.
Áramótakveðja af Króknum.
31.12.2003 at 10:45 #483090Eins og oft er þá er sannleikskorn í þessu öllu saman. Öll hönnun, líka vélar eiga sinn veika hlekk. Eftir við sem meira er reynt á þær (þyngs bíls, aðstæður eða turbo) þá aukast líkur á að þeim mörkum sé náð sem markast af veikasta hlekknum. Það er ekki ósennilegt að sprungumyndun í heddinu sé samt þreytubrot en þá færi saman áhrif af álagi og hversu oft það er. Ál er ekki með eiginlegt þreytuþol eins og stál þannig að það fer einhverntíman undan sveiflukenndu álagi (þess vegna eru þessar reglubundnu skoðanir á flugvélum). Háir álags toppar geta þó haft áhrif á við milljón litla álagstoppa. Menn geta möguelga hjálpað með meferð og góðum kælivökva en á endanum er þetta einhverskonar vogun milli krafts (og ánægju við ða keyra bílinn) og endingar (eða áreiðanleika).
Varðandi 5,7 ltr. þá segir sagan að GM hafi breytt hinum reynda 350 mótor í Diesel, með þeim árangri að kadilakkar og Oldsar lágu eins og hráviði mefram vegum í USA, sem u.þ.b. slátraði hugmyndum þarlendar að færa sig yfir í Dísil.
Sá frétt um jeppaakstur í skíðabrekku barnanna í Árbænum. Ljótt ef satt er og vonandi ekki okkar fólk.
31.12.2003 at 11:27 #483092Sælir Strákar
Það er sorgarsaga með þessar 350 vél sem virðist alltaf ganga í endurnýjun lífdaga reglulega.Um 1980 voru Amerískir bílar í mikilli lægð sölulega séð og þá átti að auka sölu með því að setja disel í stóru fólksbílana,minka eldsneytiskosnað en halda þægindunum.og í stað þess að hanna vél var 350 vélin tekin og gerð að disel og það eina sem gert var var að setja hedd með spissum á þær,mig minnir að hlutf hafi verið í þessari vél 21/1 og því var ekki breytt,enda slitu þær heddbolta í lausagangi og börðu niður stangarlegufestingar ásamt ýmsum öðrum uppákomum,Hann Leó vélarverkfr skrifaði mikið um þesar vélar á sínum tíma,svo komu þeir með 4,3 d í millistærð af bílum og þar var sama sagan nema það voru eiginlega eingöngu heddin sem biluðu þar,glóðarkertin í þessum báðum vélum fóru 3-4 á ári og eftir að vera búnnir að þrjóskast með ýmsar endurbætur á þessum vélum fram yfir 89 hættu þeir,þessar vélar voru í Oldm,Pontiac,Cevrol,Cadilac og Lincon en 6,2 og þar yfir reyndust mjög vel og eru margar í gangi frá þessum tíma en þola ekki turbo,nema 7,3,en á sama tíma var cummings að framleiða ódrepandi rokka í picup og van bíla en settu þær aldrei í fólksbíla,en menn voru að mixa þessar vélar í jeppa með misjöfnum árangri allt nema 6,2 og stærri þá varð þunginn vandamál
Vona að eitthver hafi gaman af þessu en ég vísa aftur í greinar Leós frá þessum tíma. Kveðja Klakinn
31.12.2003 at 11:30 #483094Einnig var eitt sinn hægt að fá Oldsmobile Cutlass Sierra (eða eitthvað álíka) með 4.3L deisel V6, framhjóladrifinn í ofanálag, þ.a. þeir hafa slegið tvær flugur í einu höggi hjá GM þegar þeir klúðruðu þessu.
En um 4.2 vélina frá Nissan, þá sýnist mér hún vera mjög algeng í Ástralíu, einnig fáanleg í nýja bílnum. Örugglega til nóg af þessu þar, spurning um flutningskostnað
Hún er að ég held að toga um 330-340Nm meðan 2.8TD orginal er að toga ca 270 (skv. 4×4 bókinni frá 1994). Þessi vél virðist ekki algeng í þýskalandi m.v. framboð á http://www.mobile.deÞað sem við köllum gamla boddy (89-97) heitir í ástralíu GQ (gékú) en nýja boddýið heitir GU (géu).
-haffi
31.12.2003 at 13:23 #483096
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
"Oldsmobile" diesel vélarnar voru ekki byggðar á GM/Chevrolet vélunum, það var notast við Olds/Buick/Pontiac grunninn sem er mun fyrirferðarmeiri og þyngri vél. Þessar vélar lofuðu góðu svona cirka fyrstu 3 mánuðina og svo hófst endalaus vandræðaganga og endurbætur. Einhverstaðar las ég þó að þær hafi verið orðnar ágætar undir lokin, komnar með rúlluknastása og aðrar gersemar sem voru ekki í upphafi, ásamt heddboltum sem héldu.
En menn skulu nú varlega gera grín að þessari 5,7 dieselvél, 6,2 diesel er gríðarlega lík mörgum Big-Block bensínvélunum utanfrá séð og var vélin sem kom fyrstu árin ekkert sem GM getur verið stolt af, sú vél varð ekkert merkileg fyrr en hún var gerð að alvöru dieselvél og nefnd 6,5.
En hvað varðar hina einnu sönnu GM Small-Block 350 (5,7L) sem er enn verið að notast við (og var ekki gerð að diesel) þá urðu mjög merkilegar breytingar á henni einhverntímann um 1990, þá hætti vatnsdælan að dæla; blokk-hedd-vatnskassi og fór í að gera; vatnskassi-hedd-blokk. (kalt fyrst inná heddið í stað þess að nota volgt vatn frá blokk til að kæla heitasta hluta vélarinnar með tilheyrandi vandræðum) Þá gátu menn hækkað þjöppu uppúr öllu valdi án þess að gamla hækjan stiknaði.
Einhverra hluta vegna virðast ekki margar díselvélar búnar þessum kosti, en ég tel að mun færri hedd myndu springa ef kalt vatn kæmi inná heddin fyrst.
það mætti líka segja mér að vélar með beinni innsprautun í stað forbrunahólfs séu ekki eins veikar vélar gagnvart hitasprungum í heddi þar sem heddið verður jú mun einfaldara fyrir vikið.
31.12.2003 at 14:06 #483098Ég átti Caprice Classic 83 kom orginal nýr gegnum SÍS 83 með 5,7 og það var Cevi vél í honum,átti hann frá 85-90 og þetta var sama vél og var í olds pontiac og buic,sama ruslið,hélt henni gangandi í 2 ár setti þá bensín í hann,ég hef aldrei séð slíkar bilanir það var ekki einn hlutur sem ekki bilaði,niðurgíraðir startarar smurdælur ventlar hedd stimpilstangir höfuðlegu og stangarlegufestingar glóðarkerti olíuverk spíssar,þetta voru algjörlega misheppnaðar vélar,tók svo gömlu vélina og lét bora út og fræsa saman göt og mældi upp boltagöt og snittaði uppá nýtt lét renna ofan af stimplum fór í 19/1 og setti bensíngræjur á hana eftir það bilaði hún bara ekki,en það passaði alt á milli olds og cevy orginal sama vél Kveðja Klakinn
31.12.2003 at 16:57 #483100Snemma á níunda áratugnum fór GM að nota sínar vélar á milli undirfélaga. T.d. fór Chevy small block í Pontiac Firebird, Buick 3,8 var sett í Turbó Transam, Iron Duke (4 cyl Pontiac) fór í chevroletta og svo mætti lengi telja.
GM notaði 350 cid Oldsmobile block og breytti henni í díselvél. Svo hefur hún eflaust verið notuð um alla samstæðuna. Í GM þá er mikið um að hlutir passi á milli véla. Það er gert til hagræðingar, því það er miklu hagkvæmara að kaupa/framleiða eina gerð en mismunandi gerðir. Þetta er líka miklu þægilegra ef maður þarf að kaupa varahluti (hjá öðrum framleiðendum er oft ekki nóg að vita tegund og árgerð, þarft að vita hvaða verksmiðja framleiddi bílinn til að fá örugglega réttan hlut).
Eins og áður hefur komið fram þá er það allt önnur vél (og allt önnur blokk) en gamla Chevy small block. Ég á sjálfur tvær sbc (þ.e. sem eru notaðar, á svo eitthvað fleira ef litið er í gáminn
og þær hafa reynst mér mjög vel (og bila nánast ekki neitt). Önnur þeirra er í 1981 Blazer K5 (sem ég hef átt í 7-8 ár) sem búinn er að snúast ansi margar mílur en hún stekkur alltaf í gang og malar eins og köttur.
Ég tók af henni ventlalok í fyrra í fyrsta skipti. Það var ekki af því að hún var biluð heldur að því að mig langaði að vita hvaða hedd væru á henni, og gat ekki séð númerið nema rífa lokið af.
Ég hef heyrt marga formæla Oldsmobile díselvélinni (sem er ekki Chevy block) og varð því undrandi þegar einn frændi minn sem var með slíka í mörg ár dásamaði hana. Svo las ég grein á síðu Leó M. og þar fer hann mjög vel í gegnum þessi mál. Niðurstaðan hjá honum er víst sú að svo lengi sem menn passa uppá að smyrja þær reglulega þá eigi þær að duga ágætlega.
Ég hef ekki áður heyrt að 6,2 þoli ekki túrbínu. Það verður að passa uppá að pústhitinn fari ekki yfir ca. 1000 gráður fahrenheit (útaf stimplunum) en þær fengust m.a. frá framleiðanda með Banks túrbínu. Ég er í sambandi við slatta af liði í ameríku sem er með þessar vélar og margir þeirra eru með túrbínur. 6,5 lítra vélin er skemmtilegri, og þolir meiri pústhita, en ég hef alltaf heyrt að 6,2 hafi staðið sig vel.
En við erum komnir langt útfyrir efnið, en var það ekki annars um hedd á Patról
JHG
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.