Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Patrol breytt á 44″
This topic contains 38 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Hagalín Guðjónsson 15 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.10.2008 at 09:02 #203102
Nú er maður alltaf að velta fyrir sér.
Mér áskotnaðist gott eintak af patrol 1995. Er bíllinn með hlutföllum læsingum, intercooler og á 38″
Búið er að setja í bílinn lengri gorma undan nýrri boddy-inu og síkka stífur að mér sýnist um c.a. 10cm. Ekki er búið að færa afturhásinguna neitt.Spurningin er sú, hvað þarf maður að gera til þess að koma 44″ undir þennan bíl???
Boddyhækka? Setja klossa undir gorma? Lengri gorma (OME til dæmis)??? Hásingarfærslu??? O.s.frv…….. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.10.2008 at 05:39 #631588
Þumalputtareglan er nú að skástífur og togstöng séu nálægt því að liggja láréttar þegar bíllinn stendur í hjólin, halli kannski aðeins niður til að koma á móti hleðslu á bílnum. Og að skástífa að framan og togstöng liggi sem næst því eins.
Mér finnast 60mm klossar frekar lítil hækkun fyrir 44" ef bíllinn er ekki boddíhækkaður. Ég myndi nota 100mm klossa og 50mm liftgorma fyrir 44".
Varðandi sektorsarminn geturðu t.d. fengið þér nýjann stýrisarm á spindilhúsið hm. sem er með hækkun. (þú færð líka breytingarvottorð með honum fyrir breytingarskoðunina) Þeir græja það fyrir þig í Stál og Stönsum t.d.
Svo skaltu síkka turnana fyrir skástífurnar jafn mikið og þú hækkar bílinn og sjóða í þær skástyrkingar yfir í grind hinummegin.
Einn hér í þræðinum nefndi 20mm afturhásingarfærslu sem er mjög passleg. Þú þarft ekki að færa skástífuturnana fyrir þessar hásingafærslur.
Passaðu bara pinjónshallann að aftan, að stefnan á pinjóninum sé 2-3° fyrir neðan beina línu við drifskaftið. Ef þetta liggur í línu færðu mikinn skjálfta. Svo við svona hækkun þarftu að hafa endaskipti á afturskaftinu svo það rekist ekki í styrktarrörið í grindinni aftan við millikassa. Þ.e.a.s. dragliðurinn sé nær millikassa.
Algeng hásingarfærsla að framan á Pattanum er ca. 30mm eða svipað þykktinni á klossanum sem framstífurnar boltast í við grind. Ef þú færir hana e-ð framar ertu kominn í vandræði með togstöng og skástífu, þ.e. þær fara að rekast í hásinguna.
Og í guðannabænum síkkaðu framstífufestingarnar aðeins meira en sem nemur hækkun. Patrol er ekki með nema ca. 2.5° í spindilhalla orginal og þú vilt alls ekki að hann minnki þegar hann er kominn á stærri dekk. Þá færðu bíl sem getur látið mjög illa á vegi, þ.e. lítil rásfesta. Einnig eiga Stál og Stansar "offsett" fóðringar í framstífurnar sem gefur ca. 2° í aukinn spindilhalla. Svo skaltu láta setja tvöfaldann lið í framskaftið við millikassa.
Svo myndi ég hiklaust mæla með stýristjakk fyrir 44" dekk! Það getur gjörbreytt bíl á svona stórum dekkjum.
Ég er örugglega að gleyma einhverju en þetta eru svona nokkrir punktar sem þú getur stuðst við.
Kveðja Sigurþór
31.10.2008 at 21:32 #631590Ég á til nýjan og ónotaðan stýrisarm frá Renniverkstæði Ægirs handa þér, 10cm hækkun.
kveðja, Guðni 617 5124
03.11.2008 at 13:16 #631592daginn oskar eg a brettakanta til sölu ef þu hefur ahuga simi 6624228
kveðja Helgi
08.11.2008 at 12:23 #631594Þá er maður búinn að versla í þetta og selja gömlu kantana.,
Fékk mér 44"superswamper skorinn á 17"breyðum felgum. Fór svo til Gunna á höfðanum og fékk 44"kantana hjá honum fyrir færsluna á afturhásingun.Búinn að skera úr og hækkun og hásingarfærslan eftir. Vonandi búinn um mánaðarmót.
Kem svo með myndir….l.
08.11.2008 at 18:15 #631596Þarf maður að fá síðari arm á maskínuna ef maður er með stillanlega togstöng???
07.01.2009 at 08:19 #631598Framar um 2.5cm sem nemur þykkt efnis sem framstífurnar boltast inn í.
Þarf nokkuð að lengja drifskaftið fyrir þessa færslu? Dekkar ekki dragliðurinn hana???
09.01.2009 at 00:04 #631600Sæll Kristján, mig langaði að forvitnast um súperswamperinn. Hvernig er hann að bælast? Hvað þarftu að hleypa mikið úr áður en hann fer að bælast almennilega og fljóta?
-haffi
12.01.2009 at 23:49 #631602Nú er ég að fara síkka stífurnar að framan.
Ég var að velta fyrir mér að ég á að síkka þær sem svarar þeirri hækkun sem ég gerði undir gormana (7cm) er það ekki rétt hjá mér??
Þá er heildar hækkun með liftgormum orðin um 15cm. Ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af spindilhallanum á hásinguni er það nokkuð???Swamperinn er að virka vel. Reyndar sér maður lítið á þeim fyrr en í um 4 pundum en þá bælast þau hratt. Er allavegana mjög sáttur.
13.01.2009 at 09:31 #631604Gaman að heira að menn eru enn að breit þessum góðu bílum. Mér sínist að breitingarnar séu að takast vel hjá þér en það er eitt sem ég hef um þetta að segja og það er um dekkin eru þau ekki svolítið þung að snúa þeim fyrir patrol ég mindi allavegana kaupa mér 3 raða vatsnkassa, góðan koler og annan pústkuðung áður en að þú fer að keira svo þú bræðir nú ekki heddið í fyrstu ferð. Kv Jón B (patrol fan nr 1)
13.01.2009 at 09:44 #631606Ef heildar hækkunin er 15 cm (þ.e.a.s. færsla hásingar niður frá grind), þá þarftu að síkka stífufestingarnar niður um a.m.k. jafn mikið eða 15 cm. Hvort hækkunin kemur frá lift-gormum eða klossum skiptir engu máli.
kv
Rúnar.
13.01.2009 at 10:43 #631608Það gerði ég og það virkar mjög vel
kv Gísli
13.01.2009 at 12:53 #631610Ef að hækkun er orðin svona mikil, bara með stífusíkkun, þarf þá ekki að laga spindilhalla upp á afstöðu drifskafts við pinion?
-haffi
14.01.2009 at 01:05 #631612Ég er kominn með stærri vatnskassa,cooler,5;42 hlutfall og 2.5"púst(fæ mér 3" í sumar)
Pústkuðung???? hvar fær maður aðrann svoleiðis??Spyr sá sem ekki veit neitt um þetta apparat…Reyndar er hækkunin orðin 17cm ekki 15cm.
Já ég hafði áhyggjur af því að brotið á skaftinu niður við hásingu væri orðið of mikið við þessa 17cm hækkun, þarf ég ekki að hafa áhyggjur af þessu?
Gísli Þór, breyttir þú hásinguni eitthvað fyrir þessa 17cm? Færðir þú hásinguna framar?
KV Hagalín
Allt að skríða saman.
14.01.2009 at 02:31 #631614fyrirgefið spurningu sem er smá útúr umræðuefninu en mig langar að fá að vita hvar þið fáið þessar mottur eða þetta sem sett er innan í brettið. Eins og á þessum:
[img:1sf623k7]http://www.gerpi.net/myndir/d/4512-1/Patrol_96+_88_.jpg[/img:1sf623k7]
14.01.2009 at 08:31 #631616Já ég færði hásinguna þannig að færsluklossinn í miðjunni var hálfnaður út úr gatinu vona að skiljist
þú notar tvöfaldann lið uppi við millikassa og þá er vanalega ekkert vesen niðri við kúlu að framan
skástífusíkkunin að framan er þannig að skástífan liggi samhliða togstönginni á stýrinu
að aftan getur þú sett hana lárétta, bara muna að styrkja turna
kv Gísli
14.01.2009 at 09:21 #631618ÉG hef alltaf fært framhásingu um 6-8 cm, afturhásingu um 4-5 cm og hækkað 13-15 cm, sett svo tvöfaldan lið aftan og framan, þú þarft að skera aðeins úr rörinu sem kemur undir afturskaftið svo drifskaftið narti ekki í það þegar hann fjaðrar í sundur.
14.01.2009 at 10:42 #631620Ég veit að margir hafa keypt svartar plast plötur í málmtækni 1mm á þykkt og sett þær inn í brettið
kv
Einar
14.01.2009 at 17:00 #631622Gisli, Hve mikið fra orginal staðsettningu voru stifurnar að framan sikkaðar hja þer fyrir 44"??
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.