Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › patrol ææ óó
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
22.12.2007 at 20:20 #201433
Sælir félagar.
Ég er búinn að vera á útkíkki eftir 38t breyttum jeppa í nokkurn tíma. Ég hef helst verið á útkíkki eftir Hilux eða LC90 í kringum 2000 árgerðina, en það hefur ekki verið úr miklu að moða. Eg hef aðeins verið að skoða Patrol, enda virðist töluvert vera til sölu af þeim. Ég hef verið viðloðandi jeppamennsku í nokkuð mörg ár og heyrt ýmsar bilanasögur af Patrol. Í einhverjum af þessum auglýsingum sem ég hef séð er það talið bílum til tekna að nýlega sé búið að eyða stórfé í uppgerð á vél, kassa, heddi eða öðru . Frændi minn hefur átt nokkra svona bíla og segist hafa sloppið við öll vélarvandamál, en ýmislegt annað hafi bilað. Honum gremst mest hversu dýrir varahlutir eru hjá IH, samanborið við sambærilega hluti hjá t.d.Toyota – segir reyndar að það bjargi málunum að IH á aldrei neitt til, og því kosti það ekki neitt.
Nú langar mig að spyrja ykkur spekingana – Eru einhverjar vélartýpur í Patrol sem maður á að forðast umfram aðrar, eða árgerðir af einhverjum vélum? Eru menn búnir að finna út einhverjar leiðir til að forðast eða losna við þessi vandamál (stærri vatnskassar) . eða er eitthvert fyrirbyggjandi viðhald sem menn geta ástundað til að sleppa við stórtjón. Ég geri mér alveg grein fyrir að það eru meiri vandamál tengd þessum vélum en t.d. LC – en það verður ekki fram hjá því horft að fyrir verðmuninn á þessum bílum má setja nokkra hundrað-þúsundkalla á ári í viðhald á Patrol .en það er auðvitað afleitt ef ekki er hægt að treysta þessu á fjöllum. Það verður hinsvegar að segjast eins og er að ég er alltaf að verða heitari og heitari fyrir því að gefa þessu séns
Allar ábendingar vel þegnar – nú sem og ef þið vitið um fullbreytta fjallabíla til sölu .
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.12.2007 at 22:04 #607574
En mín reynsla af Patrol er góð á nýrra útlitinu það er eftir 98 þá er hann með 2,8 vél til ársins 2000 en þá kemur 3.0 vélin og möguleiki á sjálfsk ég er nýbúinn að kaupa einn 2000 árg og ætla að setja hann á 44" það sem ég leitaði eftir var að bíllinn hafði fengið vél eftir 2003 þar sem þau vélavandræði sem hrjáðu pattann voru fyrir þann tíma (2003) þá kann einhver að nefna bíl sem vélin fór í eftir 2003 minn fékk td vél 2005 en þá hafði hann ekið óbreyttur 100þ km á org vélinni það var framlengd ábyrgð á þessum bílum árg 2000 til 2002 þeir fengu 150þ km eða 5 ár hvort sem fyrr kom þeir bílar sem sögur heyrast frá að séu á 5 vél voru undantekningalaust 44" bílar og fengu vélar fyrir breytingu á vélinni 2003 það fynnast ekki traustari trukkar á fjöll nánast bilanafríir ef viðhaldið rétt ekki þeir aflmestu en eru vanir að tomma sig framúr jeppum með stærri vélar á seiglu mikilli drifgetu og topp fjöðrun
gangi þér vel
kv Gísli
22.12.2007 at 22:26 #607576helsti munurinn á td 90 cruiser og hilux og annars vegar patrol að toyoturnar eru nothæfar á 38" enn patrolinn engann veginn líttu bara á þyngdartölurnar.tek það fram að hér er enginn tegundapólitík á ferðini hef jafn lítið álit á toyota og nissan.
það er alveg nokkura hundruð þúsunda virði að drífa og jafnframt kostar nokkra 100 kalla að breyta patrol á 44" og það er nauðsyn
22.12.2007 at 23:13 #607578sælir
góðir bílar, búinn að eiga 4 Patrola og hef ekki verið svikinn af þeim ennþá. 2.8 l vélin (1989 – 2000) er betri vél einfaldlega vegna þess að hún er meira mekanísk og hefur ekki bilað jafn illa og 3.0 lítra vélin á til að gera. Gísli rekur þetta þó ágætlega hér ofar með 3.0 vélina og hvað ber að varast með hana. Heddin á 2.8 vélinni eru að fara á 100-200 þús km fresti, fer eftir meðferð, nauðsynlegt að vera með stærri vatnskassa.
Þegar Patrol kom með nýju útliti ´98 þá þyngdist hann um 2-300 kg og er því orðinn þéttur á velli en hann er samt vel nothæfur í snjó á 38". Ég þekki nokkra sem eiga svona bíla og þeir komast ansi langt á þessu ef þeir kunna að keyra. LC90 er þó léttari bíll og drífur því meira þegar færið þyngist verulega. Oft getur þó klafafjöðrunin verið til trafala og betra að vera með framhásingu. Vélin er mun skemmtilegri í LC90.
Kramið í Patrol er miklu betra en í LC90 og endist mun betur.
Mín ráð eru að fá þér bíl með 2.8 vélinni en ef þú vilt sjsk þá verður þú að finna 3.0 bíl sem er með vél eftir 2003. Gírkassinn í Patrol eru heldur ekki sá besti og þarf oft uppgerð eftir 150-200 þús km.
Ef þú ætlar þó virkilega að ferðast mikið á honum að vetri muntu fljótt sjá að 44" er málið !
man ekki meira í bili
kv
Agnar
23.12.2007 at 01:17 #607580Sælir.
Ég er með Patrol 2000 módel á 44" með 3.0 vél og hef áður átt 1990 módel á 38" með 2,8 vél. Ég er sammála mönnum hér að ofan að kramið í Patrolnum er mjög solid og bilar lítið, sterkar hásingar, sterk drif, og svo framvegis. Framhjólalegurnar hafa eitthvað verið að stríða mönnum, reyndar hef ég ekki lent í vandræðum með þær en ég tek þær reyndar og smyr þær upp með ákveðnu millibili. Drifgetan á nýja boddíinu á 38" mætti vera meira en menn komast nú yfirleitt allt sem þeir vilja með lagni, á 44" er lítið sem stoppar þessa bíla. Þá er komið að vélunum, 2.8 lítra vélin er svosem í lagi í gamla boddýinu með intercooler og 3 raða vatnskassa, ég var hrifinn af henni, en ég er ekki sammála að hún sé að gera góða hluti í nýja boddíinu, mér finnst vélin hreinlega ekki ráða við bílinn, ég prófaði marga bíla þegar ég keypti minn og tók þá ákvörðun um að 3.0 væri betri kostur, mun meira afl og mun betra tog í þeirri vél, sjálfskiptinuna get ég ekkert sagt til um því ég á beinskiptann og líkar vel. Og þá kemur að því hvað þarf að gera til að halda vélinni í lagi??? ég persónulega er með afgashitamæli og boostmæli á túrbínunni og fylgist því alltaf mjög vel með því að ég sé ekki að nauðga vélinni á nokkurn hátt, passa að ef vélin er að fara í háar tölur vegna áreynslu að þá reyni ég að halda þeim tíma sem fer í áreynsluna í sem skemmstan tíma og þetta er að virka mjög vel hjá mér hingað til. Afgashitamælirinn kostaði mig um 15000 kall og boostmælirinn kostaði um 10000 kall, smá möndl að setja þetta í en þó ekkert til að tala um. Svo er náttúrulega að nota alvöru olíu á vélina og ekki vera hræddur við að skipta um hana… ég skipti á 5 – 6000 km fresti, menn segja mig ruglaðann að nota olíuna ekki lengur en ég trúi því að vélin endist lengur með nýrri og betri olíu og set það því ekki fyrir mig að skipta oft um olíu og síu.
Að endingu að þá langar mig að segja við þá sem munu koma með skítakomment um að svona hluti þurfi ekki að hugsa um í toyotu og að nissan sé drasl. Hringið frekar í mömmu ykkar og spjallið um þetta við hana, það er ekki verið að ræða toyotu í þessum þræði. 😉Kveðja Axel Sig…
23.12.2007 at 10:05 #607582Bara svo það sé á hreinu, þar sem svona þræðir far oft úr böndunum þá er mér slétt sama hvaða tegund ég ek á. Allavega hef ég ekki sé ljósið í einni tegund frekara en annarri. Eitt sem kannski skiptir máli fyrir Gunnar í þessum vangaveltum sínum, þegar hann er að velta fyrir sér, hvað skuli kaupa. Allavega finnst mér það skipta máli. En það er þjónustan við bíltegundir og svo eldsneytiseyðsla.
Nú veit hann að Patrolar bila lítið en ef þeir bila þá má gera ráð fyrir stærri vandamálum en í Toyota en Toyotan bilar bara oftar. Hinsvegar skiptir þó máli að mun oftar eru varahlutirnir til í Toyotuna og oftar ódýrari.
Ef ég stæði í sömu sporum og Gunnar og þyrfti t,d að velja á milli 90 Toyota og Patrols og báðir væru á 38 tommu. Þá myndi ég frekar taka sjens á Patrolnum ef tilgangurinn væri að nota sem jeppa á fjöllum. Ástæðurnar fyrir þessu, þrátt fyrir lélegt umboð. Eru t,d að Patrolinn er á hásingu að frama, og þú átt möguleika á því að koma honum seinna á 44 tommu er áhugi er fyrir hendi. Ef þú hinsvegar stefnir að því að vera fararmaður og vilt bara spretta úr spori á harðfenni og vilt eiga bíl sem lúkkar vel í innkeyrslunni þá kemur 90 Cruser vel til greina.
23.12.2007 at 11:32 #607584Það er einstaklega gaman hvað umræðan á þessum þræði hefur haldist á málefnalegum nótum. Ég held að ég hafi ekki séð neinn þrá þar sem Patrol og Toyota hafa verið bornir saman á jafn sannfærandi hátt. Ég sjálfur veit ekkert mikið um 90 cruserinn en þekki Patrol mjög vel. Átt 2001 bíl sem reyndist mér mjög vel og var yndislegur ferðabíll. Það fór auðvitað í honum mótorinn en ég fékk nýjann orðalaust frá umboðinu án þess að greiða eina krónu sjálfur. Ég eyðilagði alveg sjálfur skiptinguna í honum með því að rjúfa rafmagnskapal óvart. Bíllinn virkaði hinsvegar vel og er rúmgóður og gott að ganga um hann. Eins og ég segi þá þekki ég ekki cruserinn og hafa eigendur hans eflaust allt gott um hann að segja. Það er þó þannig að kramið í Patrol er sterkara og hann er auðvitað á hásingu að framan sem gefur ákveðna möguleika.
Gleðileg jól:
Erlingur Harðarson
23.12.2007 at 11:45 #607586Ég eignaðist patrol fyrr í haust og fyrir þann tíma hefði mér ekki dottið í hug að kaupa svona bíl.
Þetta var í mínum huga, þungt ógeðslegt þungt drasl. Þetta er bara fjölskyldubíll á stórum hjólum (sem er ekki eftirsóknarvert í mínu tilfelli)HINSVEGAR…
núna er ég búinn að keyra þennan bíl hátt í 10.000km á fjöllum, helgi eftir helgi og það kemur mér skemmtilega að óvart að ég þarf aldrei að gera við neitt eftir ferðar. Ég bara legg bílnum á planinu, og bíð eftri næstu helgi.
–
Vélin í honum er þolanleg, ekkert rosalega skemmtileg, en spurning hvort maður sé ekki alveg tilbúinn í að fórna vélaraflinu fyrir rekstraröryggið.
–
Bíllinn minn er 94 módel, með 2,8l (með afgas og boost mæli til að dótið endis)
Hann er á 41" iroc sem er bara ágætt fyrir hann. (hefur ekki stoppað mig enþá)
Mun væntanlega prófa 44 á næstunni þar sem þau komast undir.–
Einnig annað sem ég vill koma á framfæri, það er að OME gormar gerðu kraftaverk.
Fannst hann vera alltaf að slá saman hjá mér þegar maður var að þruma á ósléttum jöklum og fleyra.
Núna er ég með OME gorme 125mm lift og 50kg extra = ALLT ANNAÐ LÍF.Gleðileg jeppajól, ívar
23.12.2007 at 11:46 #607588Þetta eru fínir punktar frá ykkur strákar, bestu þakkir. Ég heyrði frá einum sem sagði að einhver "galdrakall" væri að "afstressa" hedd … er þetta eitthvað sem er sannað að virki, eða eru þetta einhverjar galdralæknalausnir – svona eins og töflur til að setja í eldsneyti til að minnka eyðslu :-).
Úr því að það var minnst á eyðslu – hver er reynsla manna af því – er mikill munur á 2,8 og 3.0 vélinni?
23.12.2007 at 12:02 #607590Ég keyri bæði nýjan patrol 2006 árgerð á 33 hérna innabæjar og er hann að fara með svona 17 á hundraði.
Að vísu ssk.2.8 bíllinn á 41 tommunni er líka mikið eiðslufrekari en ég átti von á, hann stendur mér að öllu jöfnu í 20L.
Að vísu keyri ég mest á fjöllum, og eiðslan á honum er MJÖG breytileg. Ef ég keyri greitt á þjóðvegi, jafnvel í vindi, þá er hann í c.a. 25. Síðan keyri ég rólegar og þá með vindi og þá var hann að detta í c.a. 13.Keyrði í fljúgandi hálku á hvolsvöll um daginn í góðu veðri, þá var ég ekki að fara mikið yfir 80-90. Þá eiddi hann 14 L.
þessi ferð á hvolsvöll var farinnn á einum 44" með 3L og svo mínum 2,8 á 41" og var eiðslan svo að segja jöfn.Annars segja menn að 2,8 patrol eiði ekki svona mikið. Þannig að ég hlýt að keyra með löppina helst til mikið niðri.
Kv. ívar
p.s fór í þórsmörk í gær og til baka, Með smá rúnti inn í mörk. Við það fóru 2/3 af tank eða c.a. 50-60L
23.12.2007 at 12:13 #607592Sæll
Ég er búinn að eiga 4 Patrola sem allir hafa gengið vel hjá mér. Núna er ég með 3.0 sjálfskiptan árg. 2000 og þar á undan var ég með 1998 2.8 beinskiptan. Báðir með "nýja boddýinu" og eins breyttir á 38" dekkjum, lækkuð hlutföll o.s.frv. Varðandi eyðslu þá er 3.0 sjálfskipti að eyða aðeins meira í innanbæjarsnatti, en minna í þjóðvegarakstri heldur en 2.8. Svipuð eyðsla á fjöllum. 3.0 lítra vélin er mun skemmtilegri og sjálfskiptingin er bara snilld á fjöllum, allavega gengur mér betur að drífa á bílnum sem ég er á núna heldur en þeim gamla.
P.s.Pattinn er reyndar til sölu, þarf að búa til pláss fyrir Nissan Titan.
jsk
23.12.2007 at 14:24 #607594ég er á 2001 bíl á 44", beinsk og hann er að eyða svona ca 19-20 á malbikinu.
Ég átti áður bíla með eldra bodýinu (89-97) og þeir voru að eyða allt frá 14-18. Ég held þú getir alveg búist við að 3.0 38" bíll eyði 14-18 eftir aksturslagi. 38" LC09 sem ég átti einu sinni ´98 módel sjsk með intercooler var að eyða ca 15-16.
Finn engan sérstakan mun á 3.0 og gömlu 2.8 með beinsk í krafti satt að segja, en ég prufukeyrði svona bíl á 44" með sjsk og fannst skiptingin vonlaus og bíllinn allt of kraflaus. Prófaði síðan sjsk bíl á 38" einu sinni og var hann miklu mun skemmtilegri.
kveðja
Agnar
p.s. ég fékk nýja vél hjá IH í sumar í 2001 bílinn minn þegar hún fór (var á orginal vél, ekin 160 þús).
23.12.2007 at 16:31 #607596Ég verð nú að segja eins og er að þá finnst mér eyðslutölurnar hjá sumum hér frekar háar, gamli patrolinn minn var solid í 14,3 lítrum hvort sem keyrt var innanbæjar eða á langkeyrslu og það var 38" bíll. Í sumar mældi ég nýja patrolinn á 44" á um 1000 km leið sem ég fór í sumar bæði þjóðvegaakstur en einnig var ekið fjallabak nyrðra, farið inn með langasjó og uppá breiðbak og fleira og sá bíll var með rétt undir 15 á þessa 1000 km… þá var ég nýbúinn að skipta um loftflæðiskynjara og batnað aflið og eyðslan gríðarlega við það.
kv. Axel Sig…
23.12.2007 at 17:17 #607598Daginn
Hvað eru menn að kvarta yfir varahlutaþjónustu í Patrol.
Ég er búinn að kaupa þónokkurt slangur af varahlutum í minn og hef aldrei lent í vandræðum. Það eru svo margir með hluti í þessa bíla að ég trúi ekki að þetta sé vandamál. Umboðoð hefur ekki svikið mig fyrr en ég spurði um afturdempara, svörun voru þau að original parið væri svo mikið dýrara merkt patrol en bara venjulegir KYB eins og eru original.Aukahluti eiga allir í Patrol, KT á Akureyri, Bílabúð Benna, Kiddi Bjarna, Fjallabílar, Arctictrucks og ef þú kærir þig um varahluti úr bílanaust þá eiga þeir alveg helling til líka.
Besta er að þessir bílar eru svo vinsælir að maður pantar nánast því hvað sem er auka eða breytta varahluti eftir árgerð bílsins. Þeir sem framleiða aukabúnað eiga flestir forskrift af búnaði í þessa bíla. Td lengda balanstangarenda, tölvuborð, aukatank o.s.frv allt með einu símtali. Þú sérð þá hvaða markaður er fyrir notaða varahluti.
Mér finnst reyndar Patrol og LC 90, svo ég tali ekki um Hilux ekki samanburðarhæfir bílar. Pattinn nautsterkur en þungur vélavana bíll en Cruiserinn léttur og þ.a.l. ekki eins sterkur. Pattinn ræður við 44" hjól en LC 90 myndi aldrei gera það nema skipta út öllum undirvagninum.
Kv Izan
Ps ég á 92 patrol sem er búinn að vera á 35-36" dekkjum í 12 ár og það er einu sinni búið að fara í mótorinn, gírkassann og reyndar millikassann líka en því var um að kenna að aldrei hefði verið skipt um olíu á honum í 170Þ km. Bara putta stungið í áfyllingargatið og þefað af henni. Það er ekki viðurkennd rannsókn á eiginleikum olíu og allra síst á Patrol
23.12.2007 at 17:58 #607600á milli okkar Jón Garðar
Aðeins að varahlutunum en nafni kom með komment á það.
Ég lít svo á að ef ég á einhverja bíltegund sem er frekar algeng á íslandi. Og þá skiptir tegundin ekki mál, aðeins það að viðkomandi bíll hafi verið mikið seldur. Þá geri ég þær kröfur á viðkomandi umboð, að þeir eigi algengustu varahluti í bílinn hjá mér og verðinn sé innan skynsemismarka. Svo hvort það séu til varahlutir á öðrum stöðum er bara bónus.
Þó svo að það megi þakka snillingum einsog Jeppaþjónustunni Breyti, Stál og Stönsum, Ljónstaðabræðrum og mörgum fleirum fyrir lipurðina í gegnum tíðina.
Það eru til fjöldinn allur af góðum bílum í gegnum tíðina sem hafa hreinlega liðið fyrir slæma þjónustu hjá umboðunum í varahluta sölu og hefur þetta stundum drepið niður sölu á annars góðum bílum.
Aðeins meira, jú nafni það er að sjálfsögðu hægt að bera allt saman, og ekkert mál að bera saman 90 Cruser eða Toyotur eða Patrola eða eitthvað annað. Það er bara spurningin um það, í hvað á að nota jeppann. Það held ég að sé aðalatriðið. Við erum alltaf í þessum pælingum hvað á ég að fá mér næst og af hverju. Mér hefur t,d oft dottið í hug að fá mér 80 Cruser en hef svo dregið í land með það. Einfaldlega vegna þess að ég vill ekki borga einhverja miljón eða tvær extra einungis fyrir Toyota merki eða töluna 80 á afturhleranum. Því ég tel Toyota krómmerki ofmetið. En sennilega hefur Toyotan náð þessum standard fyrir góða umboðþjónustu í varahlutum. Menn mega ekki heldur taka þessu sem einhveri sérstaki gagnrýni á IH því sama ástand hefur ríkt víðar, en þó hefur nafnið Pöntunafélagið loðað við þá af einhverri ástæðu.
23.12.2007 at 21:07 #607602Hingað til hef ég notað mína 38" fjallabíla líka til aksturs innanbæjar. Í mínum huga kemur annaðhvort til greina að fá sér tiltölulega nýlegan bíl til að nota alla daga, eða fá sér eldri bíl á fjöll og vera með fólksbílstík í innanbæjarsnatt. Ég hafði aldrei hugsað út í þennan mikla þyngdarmun á nýja boddýinu og því gamla. Ef maður skoðar eldri bílana, þá eru þeir ýmist með 2,8 vél, 3,3 eða 4,2 (ef ég man rétt) vélum. Hvenær er Patrol kominn á gorma hringinn? Eru þessar gömlu (túrbó lausu) vélar traustar?
24.12.2007 at 00:51 #607604Bíllinn er kominn á gorma allan hringinn í kringum 1990 og gömlu túrbólausu vélarnar semsagt 3,3 eru mjög traustar en vinna ekki drullu þannig að þú skalt gleyma því að mínu mati, þær vélar fóru ekkert að gera af viti fyrr en komin var túrbína og cooler á þær en gott ef það er ekki bara líka 1990 sem 2,8 vélin kom með túrbínu og það er í raun sami bíllinn fram til 1998 með lítilsháttar breytingum. Fyrsta módelið af nýja boddíinu er ekki spes að mínu mati því að þeir tóku annan rafgeyminn úr bílnum og gott ef ekki að þeir tóku læsinguna úr honum líka, þetta var komið í 1999 módelinu aftur held ég enda ekki nóg að hafa einn geymi í bílnum.
24.12.2007 at 09:11 #607606sælir
Gamla 3.3 er máttlaus en traust. ´89 kom Patrol með 2.8 l túrbínu vél en það eru til einhverjir svona bílar framleiddir eftir ´89 með gamla boddýinu (fyrir ´89) en með túrbínulausri 2.8 vél. Þetta eru svokallaðir ´Spánverjar´ (framl þar) og voru notaðir aðallega í 3 heims löndunum. Pabbi á einn svona bíl sem var notaður sem vinnubíll og fór ég margar ferðir inn í Mörk á þeim kagga. Gjörsamlega vita kraftlaus en heddið dugði 300 þús km
Aðeins örfáir bílar eru til með 4.2 og eru þær fínar, með mikið tork og held ekki með álheddi eins og 2.8. 4.2 voru túrbínulausar og hafa menn hér heima verið að kaupa túrbínukit á þær.
Ég er búinn að eiga þrjá gamla (´90-´92 módel) og þeir voru að virka fínt í snjó þótt þær væru þyngri en Hilux. Fjöðrunin er náttúrulega snilld enda orginal með gormum allan hringinn og kramið gott. Ride quality er miklu betra en í gormavæddum Hilux. Heddin eru vandamál eins og áður sagði og það þarf að varast ryð í grindinni að aftan þegar þeir eru komnir á þennan aldur. Biluðu lítið þessir bílar hjá mér og eins og Ivar segir þá bara keyrði maður þetta á fjöllum og í bænum varla án þess að kíkja á nokkurn skapan hlut.
kv
Agnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.