This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Hagalín Guðjónsson 16 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Fyrir stuttu síðan keypti ég mér ’95 Patrol og er með nokkrar spurningar.
.
Veit að það hefur verið vesen með driflokurnar, hvaða lokur hafa komið vel út??? (Hef ekki áhuga á að setja lok frá Ægi).
.
Svo hafa menn verið að beygja framhásingarnar þar sem liðhúsin mæta rörinu. Gerist það bara í „óeðlilegum átökum“ eins og stökkum o.s.frv. eða er þetta að gerast í venjulegri hálendiskeyrslu og snjóakstri (er með 38″ MTZ á 14″ felgum).
.
Ég setti í hann nýjan vatnskassa með þykkara elementi en nú um helgina var ég að keyra í sandi og þá reis hitamælirinn upp meðan hann var í háadrifinu. Ég á eftir að setja trekktina á viftuna (var aldrei gert eftir að hann var boddýhækkaður um 2″), gerir trekktin gæfumuninn eða eru þeir að hita sig þó hún sé til staðar.
.
Get ég hert á hjólalegum með venjulegum verkfærum eða þarf ég einhverja sérstaka toppa? Ef svo er, hvar fæ ég þá?
.
Freyr
You must be logged in to reply to this topic.