Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Patrol 44″
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
26.11.2002 at 11:30 #191822
AnonymousGóðann daginn.
Hvernig er þetta með Patrol á 44″. Er að pæla í Patrol, 2001, sjálfskiptur og óbreyttur. Eru þessir bílar eitthvað að virka í snjónum eins og Toturnar?????
Og hvort mælið þið með beinskiptum eða sjálfskiptum???Kveðja Jónas!
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.11.2002 at 12:37 #464624
mælum bara ekki með 4 cyl 3.0 lítra vélinni.
26.11.2002 at 13:42 #464626
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vá!!! hvað menn eru duglegir að koma með rök fyrir hlutunum.
"mælum bara ekki með 4 cyl 3.0 lítra vélinni"
Af hverju "mælið þið" ekki með þessari vél?
Ég mundi mæla frekar með beinskiptingu, ég þekki nokkra sem eru í því að þjónusta svona bíla og þeir segja að sjálfskiftingarnar séu ekki að virka þegar Pattin er komin á 44". Það fer einfaldlega bara að sjóða á þeim.Kv.
Steini
26.11.2002 at 21:57 #464628Ekki spurning að Datsun á 44" og með 3.0 vél er góður pakki sem drífur mikið. Ég skal ekki segja hvort það er betra að vera beinskiptur eða sjálfskiptur, það fer bara eftir mönnum en þetta með að sjóði á skiptingunum á 44" er bara kjaftæði sem ekki er nokkur fótur fyrir og mæli ég hiklaust með sjálfskiptinguni við þessa vél og 44" dekk.
Kveðja Hlynur R2208
27.11.2002 at 00:33 #464630Pattinn er örugglega ágætur á 44" en ég leyfi mér að fullyrða að hann er dauðamáttlaus á svona stórum dekkjum með orginal vél, bæði 3,0 og 2,8 og þá breytir tölvukubbur litlu. Gamli pattinn var mun skárri þar sem hann var mikið léttari en ég veit ekki um marga sem ekki hafa nagað mikið magn af þolinmæðistöflum í túr á svona bílum. Mæli með að væntanlegir eigendur fái uppáskrift hjá sála um geðheilsu áður en þeir fara á fjöll.
Kveðja frá Toyotalúða.
27.11.2002 at 16:05 #464632
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Takk fyrir ráðin,
þið eruð gjörsamlega búnir að snúa mér.
Já ég verð nú að viðurkenna það að hann er solítið mátlaus. En hvernig væri að fá vél úr FORD 250???
7,3 Powerstroke með
sjálfskiptingu, millikassa,
intercooler, vatnskassa og tölvu.
Framleiðsludagur er 06/2001
og verðið er 790.000.- Haldiði að bíllinn myndi þola það. Drif og hásingar?? Ef svo er og vélan passar þá væri þetta mjög gott. Hvað segið þið um það???Kveðja Jónas
27.11.2002 at 16:20 #464634
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
En Land Cruiser 100 bíllinn með dísilvélinni.
Hann er nokkuð kraftmikill og togar mjög vel. Allavega töluvert meira heldur en patrolin. En það er eitthvað lítið af þeim á 44" og eitthvað örlítið meira á 38". Vitiði eitthvað hvernig þessir bílar eru að standa sig í snjó og þessu venjulega. Hvað segið þið um það, það er orðinn svo lítill munur á verðinu á patrol/Land Cruiser 100. Og LC100 mikið skemmtilegri, en látið mig vitaKveðja Jónas!!
27.11.2002 at 16:28 #464636Það er örugglega hægt að fá 7,3 PowerStroke til að passa í Platrollu, engin spurning, en þá værir þú að fara af hlunk yfir í HLUNK. Bara vélin er einhver 500 kg.
Kv.
Bjarni G.
27.11.2002 at 17:20 #464638Ertu nokkuð efnaður forstjóri eða nýríkur verðbréfagutti sem langar í jeppa en myndi svo bara nota hann í árlegri jeppaferð bílaumboðanna?
crusier hundrað kostar um 7 miljónir og þá á eftir að breyta honum, 44" breyting fyrir þannig bíl kostar 2-3 miljónir.
Patrol breyttur fyrir 44" með aukabúnaði s.s. low gír, spili og þess háttar kostar eitthvað um 7 miljónir.
Tvennt ólíkt þessir bílar.
Væri kannski hægt að kalla Patrol verkammantýpunna af Landcrusier.
27.11.2002 at 17:22 #464640
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Lítill munur á verði??
Það munar rétt rúmlega 2 millum,og þær millur er hægt að notað til að breyta Pattanum.
Ég held að Pattinn sé miklu sterkari.
27.11.2002 at 21:57 #464642Máttlaus JÁ en alveg nógur kraftur fyrir 44". Ég hef ekki séð sprautugengið fara miklu lengri dagleiðir. Ég fer á fjöll til að skoða landið, ekki stunda "kappakstur" . Annars fer það að sjálsögðu eftir mönnum. 3,0 l eða 2,8 l hef ekki hugmynd um hvort er betra. Er með 2,8l vildi gjarnan hafa skriðgír því að í erfiðu færi spóla ég uppallar slóðir( vélin verður að snúast 2000 til 2800 til að skila afli) og þegar ég er að leggja slóðir fyrir 38"
bílana (ma. Krúser 80) verða slóðirnar alltof lausar og gefa ekki grip.
kv.
arnar
27.11.2002 at 23:01 #464644Ég er á 3.0 sjálfskiptum á 44" og verð nú ekki var við að aflið sé neitt vandamál þótt það mætti vera meir. 3.0 vélin er að toga meir en 2.8 og skilar aflinu á 1000 til 3000 rpm (maður spólar með allt læst á 44" á 1100-1200 rpm í snjó) en er ekki að gera neinar rósir á háum snúnig en getur drukkið hressilega af grút ef allt er staðið í botni. Milligír er eitthvað sem fer að fara í en núna eru kominn hlutföll í orginal millikassa sem lækka lágadrifið alveg helling (3/65) svo að Ljónstaðagírinn með þessu hlutfalli verður alveg gargandi snild og þá verður fátt sem stoppar 44" Datsun.
Kveðja Hlynur R2208
ps… ef einhver á orginal Datsun húddskraut af gömlu bíl þá langar mig í svoleiðis
02.12.2002 at 10:42 #464646
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég þakka fyrir þetta, ég er búinn að taka ákvörðun. Patrol á 44" beinskiptur. Allavega þangað til NÝI CRUISERINN kemur. Þetta voru fróðlegar umræður.
KVEÐJA JÓNAS
02.12.2002 at 12:08 #464648Helsti gallinn við þennan bíl sem ég hef fundið, er að vélin er alveg dauð undir 1000 snúningum. Þetta gerir það að verkum að fiskikars bílstjóri eins og ég, er alltaf að drepa á maskínunni (ekki vanur að þurfa að nota hægri löppina í ófærðarrölti).
þetta vandamál er að sjálfsögðu ekki til staðar í sjálfskiptu útgáfunni.
Svo kann ég enganvegin við rafmagnsrúðurnar, teppin, hljóðkerfið, hljóðeinangrunina og alla þessa sætu ávölu takka í mælaborðinu
Kveðja
Runar.
02.12.2002 at 18:38 #464650
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
eru þessir bílar eithvað notðir í fjalaferðir eru þeir ekki bara notaðir til að draga felhýsi og vélsleða kerrur og lagt á þartilgerðum malbikuðum bílaplönum
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.