Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Patrol 4.2 Dísel
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafsteinn Þór Hafsteinsson 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
18.07.2008 at 21:17 #202686
Jæja Patrol sérfræðingar.
.
Er nýji Patrol til með 4.2 dísel rokk út í hinum stóra heim, með stýrið vinnstra megin?
Ef ekki, hvenær kom síðasta árg. af 4.2 dísel orginal?Er þetta ekki betri bíll enn sá sem IH er að flytja inn?
Erum að spá í hvort hægt sé að flytja svona bíl inn til landsins…
.
Kv. Atli E. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.07.2008 at 21:46 #626186
Núna er ekki hægt að fá 4.2 lengur í Astralíu, og líklega er hætt að framleiða þá vél, enda var hún eld gömul og stóð varla nokkra euro staðla. Ef þú finnur notaðan 4.2 bíl í evrópu sem er skráður þar, fæst hann skráður hér á landi. Í Ástralíu var hægt að fá Patrol með 4.2 til 2005 að ég held, en þeir bílar fengust ekki skráðir í evrópu. Eftir minni bestu vitund eru ekki framleiddir nema ca 3000 Patrolar á ári og koma allir úr sömu verksmiðju og eru allir meira og minna sama dótið. Ef eitthvað er, þá virðast bílarnir sem IH flytur inn vera betur búnir en flest það sem maður hefur skoðað í Þýskalandi. Gömlu Patrol sem IH flutti inn voru SLX bílar, á meðan Þýskalandsbílarnir sem var mokað inn voru GR bílar, sem voru töluvert verr búnir. Þótt 3.0 vélin sé ekki stór, er alveg með ólíkindum hvaða ferðahraða er hægt að halda á þeim á fjöllum. Aflleysið bæta þeir upp með frábærri fjöðrun, og góðri þyngdardreifingu, enda eru hásingarnar rétt staðsettar undir Patrol orginal. Síðan er kramið undir þeim alvöru jeppakram.
Hlynur
18.07.2008 at 22:19 #626188Ég stóð í þeirri meiningu að 4.2 Patrol fáist ekki skráður á Íslandi, punktur, skiptir engu máli hvaðan hann kemur ! Aðeins er leyfilegt að flytja vélina inn sem varahlut.
Svo set ég nú smá spurningamerki við þennan rokk, þarf ekki að vera búið að snúa all verulega upp í honum til að þetta sé farið að borga sig, þessi aðgerð kostar nú sitt ?
kveðja
Agnar
21.07.2008 at 03:20 #626190Svona innlegg í umræðuna.
Mig grunar að það sé 4,2 vélin sem sóst er eftir en ekki endilega bílinn.
Hitti á fimmtudaginn s.l. ástrala sem hér eru á ferðalagi. Eru reyndar búnir að var að ferðalagi frá Ástralíu sl. ár og vænta þess að koma heim eftir eitt til eitt og hálft ár. Frábært fólk við fyrstu kynni. Þau heita Chris og Elayne.
Þetta fólk var í samfloti með Austríkismönnum á gömlum austuríksum Pintcer herbíl.
Til þess að gera langa sögu stutta snérist þetta samtal okkar fljótt um bíla og m.a. Nissan Patrol.
Hann furðaði sig mjög á þessum 3.0 vélum. Hann furðaði sig reyndar á því hvers vegna við gætum ekki fengið Patrol með stærri vélum þar sem hann sagði okkur vera " Car crasy people".Fljótlega kom í ljós að það virðist vera til sandur af 4,2 l ( diesel ) vélum og þá er nú alltaf spurning hvað þetta er keyrt.. Eftir Því sem hann sagði er nýji Nissan Patrol með 4,8 l vél síðan 2005, líklega bensín bílar.
[url=http://cgi.ebay.com.au/GU-IV-Patrol-4-8-Dual-Fuel-Manual-HEAPS-OF-EXTRAS_W0QQitemZ190236629307QQihZ009QQcategoryZ35227QQssPageNameZWDVWQQrdZ1QQcmdZViewItem:3qhwv2lf][b:3qhwv2lf]Nissan patrol 4,8 sem dæmi frá Ebay í Ástralíu[/b:3qhwv2lf][/url:3qhwv2lf]Ég vill bara hvetja alla Patrol eigendur að skoða markaðinn á Ebay.com.au ( Ástralíu Ebay)
[url=http://cgi.ebay.com.au/Nissan-Patrol-Full-Reco-Engine-Motor-TD42-4-2-Diesel_W0QQitemZ350081161426QQihZ022QQcategoryZ6763QQssPageNameZWDVWQQrdZ1QQcmdZViewItem:3qhwv2lf][b:3qhwv2lf]Nissan Patrol vél, 4,2 disel, til sölu á c.a 3,450 Au-dollara.[/b:3qhwv2lf][/url:3qhwv2lf]. Australía dollar er mun lægri en Usa Dollar.
Hef ég heyrt að reynt sé að selja 4,2 vélar hér á landi f. allt að 500 þ. ísl kr. keyrðar 100.000 km.
Hins vegar þarf að skoða vel tollamál áður en svona hlutir eru keyptir. Grunar að það sé auðveldlega hægt segja x2 á verðið.
21.07.2008 at 09:04 #626192Sælir,
Ef bíll er með gilt skráningarskírteini í landi sem tilheyrir EES svæðinu, sama hvaða land það er, þá er hægt að flytja hann á milli landa innan EES án vandræða.
Þannig að ef þú finnur 4.2 Patrol á EES svæðinu, skráðan, með gilt skráningarskírteini geturðu flutt hann til landsins og fengið skráðan hérlendis.
Borgar tollinn og leggur inn erlenda skráningarskírteinið ásamt umskráningarbeiðni hjá Umferðarstofu og þú ert kominn á bílinn.
Aftur á móti er mikið bras og dýrt að ætla að flytja inn bíl frá landi utan EES (nema frá bandaríkjunum/kanada til Íslands, við erum á illa séðum sérsamning) inn á svæðið. Þá þarf að skila inn alls konar vottorðum, uppruna-, framleiðslu-, mengunar-, öryggis- ofl. vottorðum.
T.d. þarf að sýna fram á með vottorðum að öll ljós, bílbelti og annar öryggisbúnaður standist evrópukröfur. Yfirleitt er auðveldast, ódýrast og jafnvel eina leiðin að skipta þessu bara öllu út og setja E-merktan búnað í staðinn.
Önnur vottorð (árekstrarprófun o.þ.h.) þarf yfirleitt að herja út úr framleiðandanum og ef bíllinn er ekki ætlaður fyrir evrópumarkað er hann yfirleitt ekki samvinnuþýður.
Ef svipaður bíll (sama boddy) er selt innan EES er möguleiki að fara gegnum viðurkennda vottunarstofu og fá þá til að gera nauðsynlegar prófanir (m.a. mengunarprófanir) og samanburð við EES bílinn og fá þannig nauðsynleg vottorð. Þessar stofur eru ekki margar, þær þurfa að fá bílinn til sín og þær eru ekki ódýrar.
Þannig að, að ætla að flytja inn bíl frá Ástralíu er ekki auðvelt og alveg örugglega dýrt.
Þess vegna flytja menn þá inn í pörtum sem varahluti:)
21.07.2008 at 23:20 #626194Þetta vakti sérstaklega athygli mína með Patrolinn hérna að ofan frá Ástralíu.
Hafið þið heyrt einhver dæmi um að bensín jeppa hér sem hefur verið breytt til að nota metan líka?
[url=http://cgi.ebay.com.au/GU-IV-Patrol-4-8-Dual-Fuel-Manual-HEAPS-OF-EXTRAS_W0QQitemZ190236629307QQihZ009QQcategoryZ35227QQssPageNameZWDVWQQrdZ1QQcmdZViewItem:9gijbnxd][b:9gijbnxd]Nissan patrol 4,8 sem dæmi frá Ebay í Ástralíu [/b:9gijbnxd][/url:9gijbnxd]
21.07.2008 at 23:31 #626196Það er nú líka gaman að skoða hitt dæmið sem sett var upp og sagt að ástralíu dalurinn sé mun lægri en sá bandaríski.
Það munar allveg heilum 2 krónum á þeim.
og þessi 4,2 L vél sem bent er á á ebay í ástralíu er strípuð skiptivél þannig að það þarf að senda aðra 4,2 L út til ástralíu eða borga mun hærra verð.
Er þá ekki bara einfaldara og betra að kaupa hana hér á 500þús og skreppa svo til bretlands fyrir mismuninn og kaupa sér stærra turbo kitt á nýju vélina sína??
Og jafnvel að maður eigi fyrir milligír.Kv G
21.07.2008 at 23:58 #626198Hérna er ein 4.2 á breska ebay. http://cgi.ebay.co.uk/nissan-4-2-engine … .m14.l1318
Það er ekki vandamál að kaupa 4.2 ef menn langar í svoleiðis vél. Það hefur verið töluvert framboð á ebay, og svo hefur Kiddi Bergs oftast átt þær til líka.
Góðar stundir
22.07.2008 at 00:41 #626200Þessar 4,2 nissan vélar eru hvorki peningana né fyrirhafnarinnar virði…..
just my 2 cents..Kveðja Gunnar.
23.07.2008 at 18:47 #626202Það er nu gott að þu ert anægður með 2.8
Gunnar ekki var eg það er buinn að eiga einn
svoleiðis og 2 bila 3.0 eg breytti seinni bilnum
i 4.2 og tel það alveg fyrirhafnarinnar virði og
vel það
Patrolkveðja Helgi
24.07.2008 at 08:28 #626204Ég, Toyota maðurinn er ekki að far að fá mér Patrol, heldur var tengdó að spá í að endurnýja Patrolinn og var hugmynd að flytja inn ca. 2007 árg. af 4.2 bíl í staðin fyrir 3.0.
.
Mér skilst á ykkur að það sé ekki famkvæmanlegt, þar sem þeir eru ekki til eftir 2003 árg.
Þetta átti ekki að vera bíll til breytinga og ekki stendur til að fara í vélaskipti.
.
Bestu þakkir fyrir greina góð svo og símhringingar
.
kv. Atli E.
24.07.2008 at 09:28 #626206[u:3tdq8bf8][b:3tdq8bf8][url=http://www.exploroz.com/Forum/Topic/46407/Diesel_42_Patrol_Discontinued.aspx:3tdq8bf8]Síðust 4.2 pattarnir í ástralíu voru seldir 2007 og framleiddir 2006[/url:3tdq8bf8][/b:3tdq8bf8][/u:3tdq8bf8]
Vélin hefur tekið breytingum gegnum árin, á [u:3tdq8bf8][b:3tdq8bf8][url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=breytingar/6052/50196:3tdq8bf8]þessari[/url:3tdq8bf8][/b:3tdq8bf8][/u:3tdq8bf8] mynd sýnist mér glitta í boost stýringu á olíuverki og EGR ventil. En kannski dugar það ekki blýantanögurunum í Brüssel.
-haffi
24.07.2008 at 17:18 #626208Aldrei hef ég sagt að ég sé ánægur með 2,8 hækjuna. Hef ég átt 3,0 líka og ekki var hann mikið skárri. Til stendur að fara í vélaskipti og það verður ekki 4,2 nissan fyrir valinu…
Kveðja Gunnar.
24.07.2008 at 17:45 #626210Af hverju 2.8 þegar [u:1297tq04][b:1297tq04][url=http://www.patrol4x4.com/forum/showthread.php?p=157184:1297tq04]2.5[/url:1297tq04][/b:1297tq04][/u:1297tq04] er nóg
-haffi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.