Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Patrol
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.02.2003 at 16:20 #192193
Eftir að hafa undanfarin ár átt ýmsa jeppa á 31-33″ dekkjum þá er fjölskyldan nú búin að ákveða að koma sér upp alvöru ferðajeppa sem hægt er að nota í vetrarferðalög. Fyrir valinu varð gott eintak af Patrol árg. 1995. Nú er ég að undirbúa það að hefja breytingar á honum. Markmiðið er að koma honum á 38″ dekk og setja í hann nauðsynlegasta búnað á þessu ári. Planið er að hækka hann upp á gormun, síkka stífur o.þ.h. setja á kanta, stígbretti og koma dekkjunum undir. Síðan koma hlutföll og annar búnaður eftir því sem heimilisbókhaldið leyfir. Fyrst ætla ég samt að byrja á því að setja í hann intercooler.
Nú væru öll ráð vel þegin, hvað þarf að hafa í huga, hvað á að varast o.s.frv. Hvar er best að kaupa intercoolerinn?
jsk -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.02.2003 at 16:45 #468712
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég á ’96 bíl sem ég er búinn að eiga í nokkur ár og búinn að þessu helsta. Ég fékk stóran kæli hjá Bílanaust á sínum tíma á góðu tilboði, soldið bras og rispaðir puttar en allt gekk það á endanum, og endilega að kaupa sér langt hosuklemmu-gorma-herslujárn, því að það er hreint helvíti að koma topplykli að til að herða.
En ég mundi, ef ég ætti að velja svona eftirá, ekkert setja kælirinn í fyrr en þú hefur ráð á 3" pústi líka. Í mínu tilfelli þá fannst mér 3" pústið skipta sköpum, orginal Patrolpúst er algjör kyrking.-gáb
17.02.2003 at 23:08 #468714
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll JSK,
Ég myndi mæla með því að þú fengir þér frekar hlutföll en Intercooler.
Ástæðan er sú að þú færð mun betri vinnslu í bílinn, eiðileggur ekki kúplinguna og bíllinn drífur mun meira.
Þetta marg borgar sig ég veit það sjálfur þar sem ég hef þurft að sækja Patrola á fjöll með ónýtar kúplingar.
Þú átt eftir að lenda í vandræðum þegar þú kemst í erfitt færi.
Ef þú villt bæta aflið í bílnum, eitthvað til að byrja með, þá er hægt að breikka pústið og fá sér K&N loftsíu.
Það gerir heilmikið fyrir Patrol.
En byrjaðu á hlutföllunum ef þú ætlar á 38" og fáðu þér 5.42:1 ekki 5.13:1.Kveðja
Halldór
17.02.2003 at 23:26 #468716Góða kvöldið
Það er spurnig á hverju á að byrja í svona löguðu en allavega er að koma honum á 38" dekk og sjá svo til.
Ég átti 93 bíl sem var bara á 38" og ekki neinu öðru og þessi bíll var ótrúlega seigur þrátt fyrir að vera ekki á hlutföllum eða með millikæli og kúpling er ekki neitt sem þú þarft að hafa áhyggjur af ef þú beitir henn rétt og ert ekki að snuða. (gamli er kominn í 200000km á orginal kúpl)
Eitt var það sem ég gerði og kostaði ekki mikið var að setja undir gorma undan yngri Patrol sem er töluvert þyngri undir og Benz samsláttarpúða og það bætti bílinn mikið og gerði hann mikið betri í snjóakstri.
Ef þú færð þér hlutföll er æskilegt að taka framlás líka en þá ertu kominn í dýran pakka en í öllu falli þá er 3" púst mjög góð fjárfesting þótt millikælirinn sé ekki settur í strax og þegar þú ert kominn með hlutföll, millikæli, púst, og framlás ertu kominn með bíl sem er trúlega einn best heppnaðasti ferðabíll sem hægt er að fá sér fyrir sangjarnann pening.
Vonandi gengur þetta vel
Kveðja Hlynur R2208
18.02.2003 at 07:58 #468718Hversvegna að hækka á gormum? Það er einfalt að setja klossa undir gorma en ef það á gera þetta almennilega þarf að færa stífufestingar (mér telst til að á patrol séu 8 stífur) breyta stýrisgangi, bremsuslöngum, balansstöngum, dempurum, hleðsluskynjara og drifsköftum. Það er talið að hækkun á patrol geti valdið því að [url]sektorarmur brotni[/url]
Það er mun einfaldara að lyfta boddíinu eins og [url=http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=collection&albumid=379&collectionid=523:22l5vycb]iceman sýnir[/url:22l5vycb].
18.02.2003 at 08:46 #468720Takk fyrir góð ráð, það er kannski ekki rétt að setja intercoolerinn svona framarlega í röðina, taka pústið frekar.
Af einhverjum ástæðum virðist það vera algengara nú um stundir að hækka freka á gormum með tilheyrandi breytingum á undirvagni. Ég veit afhverju menn virðast frekar velja að fara þessa leið, en hef þó heyrt að boddýhækkun fari illa með boddýið, festingar brotni o.s.frv.
kv.jsk
18.02.2003 at 08:57 #468722Aðferðin hans Icemans er mjög sniðug fyrir alvöru jeppa eins og krúser, hilux, Benz og fleiri, en virkar síður fyrir svona ofvaxna station bíla eins og Patrolinn
Ástæðan er að krúserinn er miklu hærri orginal en pattinn. Til að ná kviðnum á pattanum upp fyrir neðri brún hásinga (sem er nauðsynlegt fyrir fjallaferðir, að mínu mati), þá þarf einfaldlega að hækka þá hátt í 10 cm. Bíllinn er svo lár orginal að þó þú hækkir hann um 10cm þá er hann ennþá eiginlega bara lár.
Patti með 16cm hækkun er með neðri brún grindar rétt ofan við efri brún hásinga, sem er sambærilegt við krúser með 10cm hækkun.
Kveðja
Runar.
18.02.2003 at 09:43 #468724Þegar er hækkað á boddíi þarf að færa festingar, a.m.k. sumar þeirra. Ef það er ekki gert er hætta á boddíið skemmist. Ég held að það sé aðallega íhaldssemi sem veldur því að menn eru ennþá að hækka hásingabíla á fjöðrum. Klafabílar sem eru fyrst og fremst hækkaðir á boddíi, koma ágætlega út.
Það er líka hugsanlegt að það spili inn í þetta að hækkun á fjöðrum/gormum skapar meiri atvinnu fyrir breytingaverkstæðin og stuðlar þar afleiðandi að auknum hagvexti.
18.02.2003 at 12:15 #468726
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Jón (aftur),
Einsog ég gerði það:
-Upphækkun á afturgormum með 10cm klossum og bæta við ca 2,5 cm við með því að setja flatjárn undir gormasætið eða að bæta við 2-3 cm klossa í viðbót þegar þú ert búinn að fara í breytingarskoðunina með 10 cm. klossana, Patrol (gamla boddí) veitir ekkert af því. (ATH ég mæli ekki með því að menn fari í kringum lögin með þessum hætti, en á sama tíma finnst mér asnalegt að 10 cm. hámark gildi fyrir Patrol og líka Suzuki Jimny!!)
-Flestir hafa látið nægja að síkka neðri stífurnar að aftan og fært þær aftur um ca 3 cm. og athugaðu að mæla pinjónhallan (með gráðumæli,fæst ódýrt í verkfæralagernum) þannig að hann verði sá sami og hallinn á skaftinu upp við kassa. Það er OK að færa þetta aftar v.þ.a. efri stífurnar í orginal hæð "halla upp" þannig að þegar bíllinn er hækkaður þá færist hásingin aftar.
-Þverstífu að aftan þarf einnig að lækka, flestir framlengja bara afturturninn og það virðist duga.
-Síkkun á framstífum um 13-14 cm. Orginal síkkunarklossar að framan frá t.d. Stál&Stansar eru ekki nema 9cm sem er of lítið og spindilhalli verður ekki nægur (upphaflega smíðað fyrir 33" breytinguna). Auðvelt er að bæta við standard síkkunarklossa eða þá bara að smíða nýja. Athugaðu að orginal spindilhalli á Patrol er 0° þannig að ef menn eru bara að notast við 9cm klossana þá fá menn jákvæðan
spindilhalla sem er algjört tabú í jeppum og ávísun á að stýrið fari að titra (sjáðu fyrir þér hvernig veghefill stýrir uppí loft), margir hafa reddað sér eftirá með því að velta aðeins framhásingunni á festingunum (einnig er hægt að fá offset fóðringar frá Ástralíu en það er meira mál að skipta um fóðringar en að færa aftari stífufestingar aðeins neðar á hásingunni.
-Ég smíðaði nýtt gormasæti ofan á gormasætin að framan með orginal Rover gormasæti og hækkaði það um 7 cm og setti svo "Rover police special rautt/hvítt" gorma í að framan og bjó í leiðinni til nýja festingu fyrir þverstífuna þannig að hún er hækkuð á hásingunni en ekki á grind, sem er sterkara.
-Síðan setti ég Interkúler og fann smá mun í afli og torki, og fljótlega á eftir 3" púst og þá fyrst fann ég mikinn mun, túrbínan kom miklu fyrr inn og vélin öll miklu sprækari, að síðustu setti ég KN filter og fann engan mun (ok, þetta er enginn 6,5 GM eða 4,2 toy en alveg hreint með
ólíkindum hve miklu hún skilar miðað við að vera bara 2,8L).
-Láttu svo Magga á Bíldshöfðanum breyta orginal Patrol eða Musso stálfelgum í stað þess að kaupa 14" krómfelgur, það er það eina sem ég sé eftir að hafa ekki gert. 14" krómfelgur eru einfaldlega mjög ónákvæm smíði frá USA en þú getur verið viss um að fá 100% rétta felgu með soðnum kanti
frá Magga, síðan er mjög gott að fara með þær í rafgalvaniseringu hjá Gísla í Sandtak(i) en þær þykkna pínulítið við það og yfirborðið verður einsog á sandpappír og ég get lofað þér því að þú affelgar ekki (ég var með þetta svona á gömlu toyotunni minni).Óskalistinn- forgangsröðin mín:
Ég er með orginal hlutföll og persónulega mundi aldrei fá mér lægri hlutföll. Það er mjög gott að krúsa á 100-120 í 2600-2800 snúningum í 5 gír og hafa þá 4 gír í miklum mótvindi eða brekkum til að halda góðum hraða og ég þekki menn sem sjá eftir því að hafa farið í 5:42 hlutföllin (þau eru fín fyrir 44") og ég er sammála Hlyn hvað varðar kúplinguna. Í staðin mundi ég MJÖG gjarnan vilja lolo millikassa það er græja sem gerir algjört kraftaverk fyrir alla jeppa en er bara svo andsk. dýr. Ég hef alvarlega verið að pæla í að fá mér Ástralíuhlutföll (1:3,5) í millikassann og nota þá meira háa drifið í góðu færi, það er töluvert ódýrara.
Síðan mundi ég fara að huga að því að setja læsingu í framdrifið, en ég á ekki von á því að það gerist hjá mér.Gangi þér vel.
PS. Ég hef líka átt Toyotu og segi því líka einsog strákurinn í auglýsingunni að "bæði sé betra", og ber einnig virðingu fyrir öðrum aðferðum og sjónarmiðum en ég hef greint frá hér að ofan.
kv,
gáb
18.02.2003 at 21:52 #468728Sælir félagar.
Ég er ekki sammála eik að hækkun á Patrol sé að brjóta sektorsarmana, heldur er það sú aðferð að snúa átakinu á arminn við, þ.e. að taka endann sem kemur að ofan og setja hann undir, sem er að brjóta hann. Það er engöngu á bílum með nýja boddíinu eða eftir 1998 sem þetta mál kom upp en EKKI á bílum fyrir þann tíma. Að mínu mati er sú aðferð sem Stál&Stansar eru að nota sú aðferð sem minnkar brothættuna hvað mest. Það að smíða upphækkun á liðhúsið og eiga ekki við sektorsarminn er það sem hvað minnst breytir átakinu á arminn. Ég á sjálfur Patrol af svipaðri árgerð ig er með hann á orginal hlutföllum og eru þau að skila mér alveg ágætlega áfram í þungu færi þó svo ég vildi hafa haft lægri hlutföll í þorrablótsferðinni frægu um daginn. Ég er sammála mönnum um að láta pústið hafa forgang, og einnig má aðeins fikta við túrbínuna og láta hana blása aðeins meira en hún gerir orginal. Og eik það eru bara sex st´fur og spyrnur í Patrol. Að öðru leiti vísa ég í leiðbeiningar þær er gunnarb skrifar hér að ofan og óska jsk til hamingu og góðs gengis með að gera bílinn fullorðinn.
Með tæknikveðjum
Siggi tæknó
19.02.2003 at 11:07 #468730Það er greinilega að mörgu að hyggja þegar farið í breytingar og þessar upplýsingar hér í þræðinum koma sér gríðarlega vel, gunnarb, ég þakkasérstaklega vel fyrir þessa ítarlegu lýsingu á þinni breytingu, hún á eftir að gagnast mér vel. Nú er það því miður þannig að ég hef ekki tíma, aðstöðu né kunnáttu til að gera þetta allt sjálfur þannig að ég mun kaupa mest af þessari vinnu við upphækkunina, en ég verð viðræðuhæfur eftir því sem ég veit meira. T.d. þetta með spindilhalla hafði ég ekki spáð í og þarf að pæla betur í. Ég hafi gert ráð fyrir því að nota áfram orginal gormana að framan og gunnarb þú talar um að hækka gormasætið upp, skil ég það rétt að þú ert að tala um gormasætið á hásingunni ?
Næ ég ekki nógu mikilli hækkun að framan með því að setja 10 cm klossa undir orginal gorma og færa stífufestingarnar niður um 10 cm. Helst ekki spindilhallinn sá sami ef hækkunin á gormunum og síkkun á stífunum er jafn mikil?
Voandi kemst ég í þetta á næstu 2 mánuðum, sendi þá inn myndir af bílnum fyrir og eftir breytingar.
Kv.jsk
19.02.2003 at 11:47 #468732
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jú, jú það er OK að setja 10cm klossa að framan. Það að ég hækkaði gormasætið á framhásingunni upp var bara mín sérviska (enda var ég að dudda þetta sjálfur í einn mánuð). Það sem ég var að reyna að ná fram með því var; að setja aðeins stífari gorma, ná meiri hækkun en 10cm, og að færa þverstífufestinguna upp á hásingunni. Fyrir utan aukin styrk þá verður halli þverstífunnar meira "eins" og halli stýrisstangarinnar, en það er það sem við viljum til að koma í veg fyrir óvænta sjálfstýringu þegar ekið er t.d. á ójöfnum vegi.
Biggi í Breyti, Jón Hólm í Stáli&St, SS Gíslason, og strákarnir í Fallasport (og eflaust fleiri sem ég kann ekki að nefna) eru með "standard" breytingapakka sem eru margreyndir. En ef þú gerir ekkert sjálfur þá skalltu halda þig við menn sem hafa reynslu og vita hvað virkar.
Varðandi spindilhallan þá er ég á því að hann eigi í raun að aukast með aukinni dekkjastærð, en þannig liggur hann betur og réttir sig betur af (hugsaðu þér hvað það væri vonlaust að keyra innkaupakörfu í 10-11 ef framhjólin á henni væru ekki fyrir aftan festinguna).kv,
Gunnar Á. Bj.
PS. ég reyni að setja inn mynd á eftir.
19.02.2003 at 14:03 #468734Ég nennti ekki að fara út og skríða undir næsta patta en ég fann þetta á [url]netinu[/url]:
[i:y3knkg3m]Underneath, ST turbo-diesel models are identical to other ST variants – three-link coil front suspension with heavy-duty leading arms and an anti-roll bar. Rear suspension is five-link coils with trailing arms and an anti-roll bar.[/i:y3knkg3m]
Síðast þegar ég vissi þá geruð 3 plús 5 átta. Það er ekki að undra þó manni finnist sumt skrítið sem kemur frá tækninefndinni.
-Einar
19.02.2003 at 14:06 #468736Það vantar[url=http://www.autoweb.com.au/start_70/showall_/id_NIS/doc_nis9906281/cms/news/newsarticle.html:1vvfm619]tilvísun[/url:1vvfm619] hér að ofan.
http://www.autoweb.com.au/start_70/show … ticle.html
-Einar
19.02.2003 at 14:09 #468738Þetta gæti verið eitthvað tengt því að við frónarbúar höfum þennan leiðinda ávana að kalla 5link fjöðrun 4link…
Kveðja
R2018
19.02.2003 at 20:42 #468740
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Veit einhver af hverju Patrolinn er ekki seldur með 4,2 litra vélina hérlendis ???
19.02.2003 at 21:01 #468742Hef heyrt að hún sé ekki þénanleg einhverjum bureaukrötum í Bruxelles, svipað og með vélina í Toy Hi-Lux, sem sá bíll er seldur með í Ástralíu. Shit.
19.02.2003 at 21:56 #468744
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll.
Ég hef líka spurt menn að þessu og fengið þau svör að 4,2lítra vélin standist ekki mengunarstaðla í Evrópu.
En er skýringin á þessu sú að bíll með svo stóra vél fer í hærri tollflokk en 2,8 og 3,0 lítra vélarnar.
kveðja Þórður.
07.04.2003 at 12:51 #468746
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
http://www.nissan.com.au/patrol/specifications.asp
4.2 vélin virðist hafa lítið umfram 3.0 vélina í afli/togi.
Kannski áreiðanlegri?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.